09.03.2008 01:00

Landbrot við Eyrarbakka

Sandvarnargarður

Umhverfisnefnd Árborgar hefur samþykkt að kannað verði landbrot og ástand sjóvarnargarða við Eyrarbakka og við Ölfusárósa.Svæðið verði mælt upp með GPS staðsetningartæki svo hægt verði að vakta það í framtíðinni.


Umhverfisnefnd fari í vettvangsferð með þeim heimamönnum sem þekkja til sögu og staðhátta. Í framhaldi af því mun umhverfisnefnd ákvarða frekari aðgerðir og úrbætur í samráði við bæjarráð, framkvæmda-og veitustjórn og aðra sem kunna skil á slíkum málum, segir á vef Árborgar.

- Þarna er greinilega gott má á ferðinni sem "Brimið á Bakkanum" tekur undir. Brim og stórsjóir hafa verið óvenju miklir og kröftugir í allan vetur og hefur stórsjór í a.m.k. tvígang pusast yfir sjóvarnargarðinn   og rutt ofan af honum torfi og smásteinum og því ljóst að garðurinn hefur mátt þola mikinn ágáng frá hafinu. Það þarf líkla að hugsa til þess hvort ekki sé þörf á að hækka garðinn um svo sem 1 metra til að tryggja öryggi strandarinnar til fullnustu.

Flettingar í dag: 456
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229729
Samtals gestir: 29881
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 04:52:29