Flokkur: Bátar

09.11.2011 23:01

Vertíðin 1915

Frá Eyrarbakka voru 10 bátar gerðir út en 17 á Stokkseyri en allnokkrir Eyrbekkingar gerðu út báta frá Þorlákshöfn og verða þeir taldir hér síðar. Formenn á Eyrarbakka vertíðina 1915 voru þessir; Árni Helgason í Akri með motorbát, Guðjón Jónsson á Litlu Háeyri með áraskip Guðm. Ísleifsson á Stóru Háeyri með áraskip, Haraldur Jónsson á Stóru-Háeyri með áraskip  Jón Bjarnason í Eyfakoti með áraskip, Jón Einarsson í Mundakoti með áraskip, Jón Jakopsson í Einarshöfn með áraskip, Loftur Jónsson í Sölkutóft með mótorbát, Magnús Arnason á Búðarstíg með áraskip, Sigurður Gíslason í Suðurgötu með mótorbát.

Öll áraskipin á Eyrarbakka voru tíróin á þessum tíma. Aflanum af vélabátunum var skift í 2 parta, fékk Þá sinn helminginn hver útgerðarmaður bátsins, og hásetar, sem allir áttu hlut sinn sjálfir, en mótorbátarnir öfluðu jafnan meira en áraskipin. Á mótorbátunum voru 7-8 menn en 12-13 menn á áraskipunum. Fyrst var róið á vertíðina með línur, sem voru svo notaðar jöfnum höndum með netum. - í byrjun febrúar aflaðist ekkert nema lítið af smárri Guðmundur Ísleifssonýsu. Net voru lögð 14. s. m. og aflaðist þá dálítið. Annars mjög lítill afli yfir höfuð allan mánuðinn. Heidarafli vertíðarinnar 2.febr.-11. maí voru 26.589 þorskar, 6.707 ýsur og 175 ufsar. Annar slæðingur svo sem hnísur ótalið. Aflahæstir á vertíðinni var Árni Helgason með 6.315 fiska og Loftur Jónsson með 5.925 fiska

Eyrbekkingar sem gerðu út í Þorlákshöfn voru þessir: Guðfinnur Þórarinsson, Eyrarbakka, Ívar Geirsson, Eyrarbakka. Jón Jónsson, (Norðurkoti) Eyrarbakka. Jón Jónsson, Skúmstöðum. Jón Helgason, Eyrarbakka. Jón Sigurðsson, Eyrarbakka. Jón Stefánsson (Brennu) Eyrarbakka. Jóhann Gíslason, Hofi. Jóhann Guðmundsson. Kristinn Þórarinsson, Eyrarbakka. Sigurður Isleifsson, Eyrarbakka. Tómas Vigfússon, Eyrarbakka. Þórarinn Einarsson, Eyrarbakka.


Formannsvísur 1915

Eyrarbakki: a. Róðrarskip.

Guðm. ísleifsson, Stóru Háeyri.

Guðmund arfa ísleifs má
oft á karfa hlöðnum sjá,
hönd með djarfa, hár með grá,
Hlés ber starfið gott skyn á.
                              
Úlfur.

Lætur flakka formaður
fokku-rakka ótrauður,
eiðir stakka alkunnur,
austur- »Bakka« víkingur.

Þótt að hára hvítni krans,
hlýðir »Ársæll« boði manns,
enn þá knár við Drafnar-dans,
drengur fár er maki hans.

Guðjón Jónsson, Litlu-Háeyri.

Guðjón sjáinn ýtir á
oft, þó láin rjúki blá,
hræðast má ei maður sá
marar fláu öskrin há.

Drafnar-ála kannar knör,
klýfur þjála Ægis-skör,
Hönd úr stáli heim í vör
honum »Njáli« beinir för.

Heimild: Guðm. Ísleifss./Ægir 1915

01.11.2011 23:14

Vertíðin 1923

mb. Freyr, skip Jóns HelgasonarTólf mótorbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka vetrarvertíðina febrúar og mars 1923. Voru þessir formenn: 1.Árni Helgason, Akri. 2.Guðfinnur Þórarinsson, Eyri. 3. Jóhann Bjarnason, Einarshöfn. 4.Jóhann Jóhannsson, Brennu. 5.Jóhann Loftsson, Sölkutóft. 6.Jón Bjarnason, Björgvin. 7. Jón Helgason, Bergi. 8.Jón Jakobsson, Einarshöfn. 9.Kristinn Vigfússon, Frambæ. 10.Kristján Guðmundsson, Stighús. 11.Páll Guðmundsson, Hjörleifseyri. 12.Vilbergur Jóhannesson, Haga. Þá voru gerð út tvö áraskip og voru formenn þeirra; Sigurður Ísleifsson, frá Gróubæ Eyrarbakka og Tómas Vigfússon, Garðbæ.

  Aflahæstur var Árni Helgason í Akri. 8.574 þorskar, 486 ýsur og 20 löngur. Aflahæstur formaður áraskipa var Sigurður Ísleifsson með 1200 þorska, 100 ýsur, 2 löngur og 4 ufsa. Heildarafli vertíðarinnar voru 65.255 þorskar, 5.646 ýsur og 214 ýmsar tegundir.


Heimild: Ægir 1923 (Tímarit.is)

25.10.2011 21:18

Vertíðin 1975

Stjórnendur Hraðfrystihúsins, Halldór, Páll og  MaddýEinn bátur hóf vertíðina í janúar 1975 og fór tvær sjóferðir, en þegar leið á fjölgaði bátum til sjós og voru jafnan 8-9 bátar að veiðum með net og botnvörpu fram til loka, en þá náði vertíðaraflinn 1.014 lestum sem landað var í heimahöfn en vertíðarafli Bakkabáta var alls 1.616 lestir.  Aflahæstu bátar á vertíðinni: Björg, net 236 lestir. Skipstjóri á Björg var Gísli Jónsson. Sólborg, net  231 lest. Ólafur H, net  223 lestir. Á humar og haustvertíð lönduðu jafnan 5-10 bátar afla sínum á Eyrarbakka, en þó enginn í nóvember og desember. Heildaraflinn á árinu með humri var 2.271 lest.

Heimild: Ægir 1975 tímarit.

18.10.2011 21:03

Vertíðin 1974

Hafrún ÁR 28Vertíðin hófst í febrúar þegar 1 bátur hóf togveiðar en í allt voru 7 bátar gerðir út frá Eyrarbakka á vetrarvertíð sem lauk 15. maí. . Heildarafli á vertíðinni var 3.018 lestir. Þar af landað heima 1.517 lestum úr 197 sjóferðum. Hæstu bátar á vertíðinni voru: Hafrún 366, lestir 55 róðrum Álaborg  349, lestir í 56 róðrum. Jóhann Þorkelsson  318,lestir í 53 róðrum Skipstjóri á Hafrúnu var Valdimar Eiðsson.( Hafrún brann í róðri 12 sep 1974 ) Aðrir bátar sem voru með aflahæstu bátum í einstaka róðrum voru: SólborgSæfari og Guðmundur Tómasson VE (Var síðar keyptur til Eyrarbakka). sjöundi báturinn var Askur ÁR. Yfir sumarið stunduðu 4 bátar humarveiðar og 4 bátar veiðar með fiskitrolli. Þegar leið á haustið fækkaði bátum á sjó og aðeins einn bátur réri í desember og aflaði 6 lestir í 1 róðri. Heildarafli bakkabáta 1974 var 3.978 lestir.

06.10.2011 21:58

Vertíðin 1973

Vertíðin 1973 fór hægt af stað, en í janúar reru einungis tveir bátar, en eftir því sem leið á vertíðina fjölgaði bátum og voru þeir 11 þegar mest var á Bakkanum þetta árið, en þar á meðal voru þrír botnvörpubátar frá Vestmannaeyjum vistaðir á Eyrarbakka vegna eldgosins í Eyjum. Hæstu netabátarnir á vertíðinni voru Þorlákur helgi, 386 lestir í 46 róðrum Hafrún,  377 lestir í  59 róðrum,  Askur, 374 lestir 53 í róðrum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson. Heildaraflinn á vetrarvertíð frá áramótum varð 3560 lestir og þar af landað heima 2371 lest úr 337 róðrum.

 M/b Leó frá Vestmannaeyjum, sem landaði mestum afla sínum í Þorlákshöfn, var með 637 lestir. Skipstjóri á Leó var Óskar Matthíasson.  Eftir því sem leið á haustið að lokinni humarvertíð fækkaði bátum til sjós og í nóvember voru aðeins þrír bátar að veiðum, en ekkert var róið í desember.

Ársaflinn mun hafa verið um 4.766 lestir, þ.m.t. humar og annar fiskur.

27.09.2011 23:31

Vertíðin 1972

Álaborg ÁR 25Vetrarvertíðin 1972 hófst í byrjun febrúar  á Eyrarbakka. Alls voru  7 bátar gerðir út þessa vertíð. Heildaraflinn var alls 1606 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Álaborg með 484 lestir, Þorlákur helgi með 472 lestir,og  Jóhann Þorkelsson með 457 lestir. Skipstjóri á mb. Álaborg var Karl Zophaniasson. Sumar og haustvertíð stunduðu 5-6 bátar, en ekkert var róið í oktober og aðeins einn bátur réri í desembermánuði. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan. til 31. des. var 2.147 lestir. (Humarafli er ekki meðtalinn).

Heimild: T.r. Ægir.

18.09.2011 20:36

Vertíðin 1971

Jóhann ÞorkellssonFrá Eyrarbakka stunduðu 6 bátar vertíðina 1971: m/b Kristján Guðmundsson, m/b Jóhann Þorkellsson, m/b Þorlákur helgi, m/b Hafrún, m/b Fjalar og m/b Álaborg. Heildaraflinn á vertíðinni var alls 1.860 lestir, Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Jóhann Þorkelsson 477 lestir 2. Þorlákur helgi 463 lestir. Skipstjóri á m/b Jóhanni Þorkelssyni var Bjarni Jóhannsson. Allir bátarnir gerðu út á sumarvertíð, ýmist með humartroll eða botnvörpu.  Héðan var ekkert róið í desember en heildaraflinn frá 1. jan. til 1. des. var alls 2.436 lestir (þar af sl. humar 37 lestir) en var árið 1970 á sama tíma 2.770 lestir (þar af sl. humar 16 lestir).

15.09.2011 21:42

Vertíðin 1970, aflabrögð

Þorlákur helgiHéðan stunduðu 5 bátar veiðar með línu og  net á vertíðinni 1970 og var afli þeirra alls 133 lestir í 19 sjóferðum. Vertíðin hófst 3. janúar og stóð fram í maí. Gæftir voru yfirleitt góðar er leið á vertíðina. Heildaraflinn á vertíðinni var alls 2.951 lest, (þar af 487 lestir, sem var landað í Þorlákshöfn). Aflahæstu bátar á vertíðinni: Þorlákur helgi með 770 lestir í 80 sjóferðum og Jóhann Þorkelsson með 657 lestir í 77 sjóferðum. Skipstjórinn á m.s. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson. Aðrir bátar voru: "Hafrún", "Fjalar" og "Kristján Guðmundsson".


Sumarvertíðin hófst í júní og stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með humarvörpu og 1 með botnvörpu. í júlílok var aflinn var alls 153 lestir í 27 sjóferðum, þar af sl. humar 8 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 29 lestir. Gæftir voru góðar. Í ágúst voru 3 bátar gerðir út , þar af 2 með humarvörpu og einn með botnvörpu. Afli þeirra var alls 50 lestir í 19 sjóferðum, þar af 4,5 lestir sl. humar. Gæftir voru stirðar. Í september stunduðu 3 bátar veiðar, þar af 2 með humarvörpu og 1 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var alls 25 lestir í 10 sjóferðum, þar af sl. humar 1,2 lestir. Gæftir voru slæmar. Í oktober stunduðu 3 bátar veiðar með botnvörpu og var afli þeirra alls 11 lestir í 10 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Í nóvember stunduðu 2 bátar veiðar, þar af 1 með botnvörpu og 1 með rækjutroll. Afli þeirra var alls 10 lestir í 10 sjóferðum, þar af rækja 5,7 lestir. Í desember stundaði 1 bátur veiðar með rækjutroll og var aflinn 850 kg. af rækju í 2 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan.-31. des. var alls 3257 lestir, þar af sl. humar 16 lestir og rækja 6.6 lestir.

(Af þessum afla var 487 lestum landað í Þorlákshöfn)


Heimild: t.r. Ægir 1970.

10.09.2011 20:31

Vertíðin 1951, aflabrögð

Pipp ÁR 1Fjórir bátar stunduðu veiðar frá Eyrarbakka vertíðina 1951:  "Ægir", "Gullfoss", "Pipp" og "Mímir". Þeir stunduðu línuveiðar framan af vertíð, en síðan með þorskanet. Vertíð hófst 27. janúar, en lauk 7. maí. Tíðarfar var hagstætt til sjósóknar, en afli fremur tregur. Bezt reyndist veiði í marzmánuði, en lökust í febrúar. Mestur afli í róðri varð 4. apríl, 11.100 kg. Hjá þeim bát, er oftast fór á sjó, urðu 53 róðrar, er skiptast þannig eftir mánuðum: Febrúar 6, marz 21, apríl 22 og 4 í maí. Aflahæsti bátur yfir vertíðina var v/b Pipp, 17 rúml. að stærð, eigandi hlutafélagið Óðinn á Eyrarbakka. Hann aflaði 138 smálestir í 53 róðrum og 12 544 lítra af lifur. Meðalafli hans varð um 2600 kg í róðri. Formaður á Pipp var Sverrir Bjarnfinnsson, þá 30 ára gamall, á sinni fyrstu vertíð sem formaður fyrir bát. - Heildaraflinn í verstöðinni varð 380 smál. af fiski og 35 þús. l. lifur. Megnið af aflanum var fryst Ólafur Bjarnason heimildarmaðurí Hraðfrystistöð Eyrarbakka og lítið eitt saltað. Hraðfrystistöðin keypti gotuna fyrir kr. 1.30 kg.

Heimildarmaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir t.r. Ægi.

07.09.2011 23:30

Vertíðin 1952, aflabrögð

Þessir fimm þilfarsbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka á þessari vertíð: Faxi, Gunnar, Mimir, Pipp og Sverrir BjarnfinnssonGullfoss en það var einum bát fleira en árið áður. Þrír bátanna stunduðu línuveiðar framan af vertíð og einn með dragnót, en í marzmánuði tóku allir bátarnir upp netjaveiðar. Vertíðin á Eyrarbakka hófst ekki fyrr en í febrúar og hætti um lok. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 61 sjóferð, er skiptast þannig eftir mánuðum : Febrúar 9, marz 24, apríl 22, maí 6. Megnið af aflanum veiddist í marz og apríl. Meðalafli í róðri eftir mánuðum var sem hér segir: Febrúar 1355 kg, marz 3700 kg, apríl 3741 kg, maí 2760 kg. Meðalafli í róðri yfir vertíðina var um 3 smál. Meðalvertíðarafli á bát var 184.6 smál. Aflahæsti báturinn var Mímir, en hann veiddi 236 smál. í 58 róðrum, eða um 4 smál. að meðaltali í róðri. Mímir var 17 rúml. að stærð, eign hlutafélagsins Óðinn. Hann var keyptur frá Hnífsdal í stað Ægis, sem strandaði á vertíðinni 1951. Skipstjóri á Mími var Sverrir Bjarnfinnsson. - Bein voru flutt til Þorlákshafnar. Heildaraflinn, sem á land kom á Eyrarbakka, nam tæpar 924 smálestir.

Heimildarmaður : Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir t.r. Ægi.

06.09.2011 22:43

Vertíðin 1953, aflabrögð

Jóhann Vilbergsson skipstjóri á FaxaBreytingar urðu á skipastól Bakkamanna: Farsæll SH 30, 28 brúttórúml., eigandi Sigurjón Halldórsson, Gráfarnesi o. fl., seldur Bjarna og Jóhanni Jóhannssonum, Eyrarbakka, og heitir nú Jóhann Þorkelsson ÁR 24. Gunnar ÁR 199, 13 brúttórúml., eign Jóns K. Gunnarssonar, Eyrarbakka, seldur Bjarna Árnasyni, Hafnarfirði.

Sex þilfarsbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka á þessari vertíð, og var það einum bát fleira en 1952. Bátarnir stunduðu allir veiðar með línu framan af vertíðinni, en tóku siðan upp þorskanet. Vertíð hófst um mánaðamótin janúar og febrúar og stóð fram undir lok. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 49 (61) róðra. Eftir mánuðum skiptist róðrafjöldinn þannig: Febrúar 13 (9), marz 7 (24), april 25 (22), mai 4 (6). Róðrafjöldinn í marz ber það með sér, að gæftir voru þá eindæma slæmar og mátti reyndar heita svo allan fyrri hluta vertíðarinnar. Meiri hluti aflans veiddist í aprílmánuði eða 517 smál. af 833. Meðalafli í róðri eftir mánuðum var sem hér segir: Febrúar 1925 kg (1355), marz 3877 kg (3700), apríl 3404 kg (3741), maí 3115 kg'(2760). Meðalafli í róðri var 3115 kg, og er það um 300 kg minna en á næstu vertíð á undan. Meðalveríðarafli á bát var 122 smál., og er það 62.6 smál. minna en 1952. Vélbáturinn Faxi var aflahæstur, en hann fiskaði um 184 smál. af fiski í 49 róðrum og um 17.5 þús. 1. af lifur. Meðalafli hans i róðri var 3752 kg. Skipstjóri á Faxa var Jóhann Vilbergsson. Enginn Eyrarbakkabátur fiskaði fyrir tryggingu yfir vertíðina, en hún nam kr. 2800.00 á mánuði. Heildaraflinn, sem á land kom, var 90 smál. minni en árið áður og var þó einum bát fleira við veiðar. Megnið af aflanum var fryst, nokkuð hert og lítið eitt saltað.
(*innan sviga: samanburður við 1952)
Heimildarmaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka. t.r. Ægir 1953

04.09.2011 23:02

Aflabrögð 1954

Einn Bakkabáta var "Freyr"Vertíðin 1954: Fjórir bátar voru gerðir út frá Eyrarbakka, og var það tveimur bátum færra en árið 1953. Bátarnir veiddu framan af vertíð með línu, en síðan með netjum. Vertíð hófst 6. febrúar og lauk 10. maí. Í febrúarmánuði voru mjög stirðar gæftir, en reytingsafli. Tíðarfar í marzmánuði var sæmilegt til sjósóknar, en afli sáratregur. Í aprílmánuði var afli skástur á vertíðinni, en gæftir slæmar. Sá bátur, sem oftast reri, fór 53 róðra og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Febrúar 8, marz 23, apríl 15, maí 7 . Meðalafli í róðri var sem hér segir eftir mánuðum: Febrúar 3950 kg, marz 2649 kg, apríl 5606 kg, maí 3127 kg, Meðalafli í róðri yfir vertíðina var 3745 kg, og er það 630 kg meira en árið áður. Meðal vertiðarafli á bát var 166 smál., en 122 smál. á vertíðinni 1953. VéJbáturinn "Jóhann Þorkelsson" var aflahæstur, en hann fiskaði um 215 smál. í 53 róðrum, og var því meðalafli hans í róðri 4050 kg. Skipstjóri á þessum bát var Jóhann Bjarnason. Heildarafli Eyrarbakkabáta var 655 smál., og er það 178 smál. minna en árið áður, enda var nú tveimur bátum færra.

Heimildarraaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir tímaritið Ægir 1954.

02.09.2011 23:36

Aflabrögð 1955

ÆgirVertíðin á Bakkanum 1955 fór hægt af stað og réri aðeins einn bátur í janúar og fór hann 10 róðra.  Frá byrjun febrúar til vertíðarloka 11. maí reru 5 bátar frá Eyrarbakka og var heildaraflinn 1208 smál. í 275 róðrum. Aflahæsti báturinn á vertíðinni var "Ægir" með 325 smál. í 61 róðri. Í öðru og þriðja sæti voru "Sjöfn" og "Jóhann Þorkelsson".


Heimild: Tímaritið Ægir.

24.08.2011 23:06

Aflabrögð 1956

ÆgirVertíðina 1956 reru fjórir bátar af Bakkanum, Jóhann Þorkellsson ÁR 24, Helgi ÁR 10, Ægir ÁR 183, og einn bátur til. Þeir öfluðu samtals 934 lestir fisks (1.208 lestir) í 194 róðrum. Lifrarfengur var 78.235 litr., en 112 Þús. litr. árið áður. Mb. Jóhann Þorkelsson var aflahæstur með 253 lestir fisks í 49 sjóferðum. Skipstjóri á Jóhanni Þorkelssyni var Bjarni Jóhannsson. Vertíðin hófst ekki fyrr en í febrúar, en þá komust tveir bátar til sjós, einn róður hvor en í mars fóru Bakkabátar samtals 60 róðra og 55 í apríl.

23.08.2011 21:43

Aflabrögð 1957

HraðfrystistöðinVertíðin 1957 hófst í byrjun febrúar og reru tveir bátar frá Eyrarbakka: Helgi og Jóhann Þorkellsson. Róið var með línu fram til 1. mars, en þá hófust netaveiðar. Gæftir voru oft stirðar á vertíðinni, en henni lauk eftir miðjan apríl. Heildaraflinn varð 704 lestir í 93 róðrum, sem skiptist þannig: Helgi með 353 lestir í 45 róðrum og Jóh. Þorkelsson með 351 lest í 48 róðrum.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06