18.10.2011 21:03

Vertíðin 1974

Hafrún ÁR 28Vertíðin hófst í febrúar þegar 1 bátur hóf togveiðar en í allt voru 7 bátar gerðir út frá Eyrarbakka á vetrarvertíð sem lauk 15. maí. . Heildarafli á vertíðinni var 3.018 lestir. Þar af landað heima 1.517 lestum úr 197 sjóferðum. Hæstu bátar á vertíðinni voru: Hafrún 366, lestir 55 róðrum Álaborg  349, lestir í 56 róðrum. Jóhann Þorkelsson  318,lestir í 53 róðrum Skipstjóri á Hafrúnu var Valdimar Eiðsson.( Hafrún brann í róðri 12 sep 1974 ) Aðrir bátar sem voru með aflahæstu bátum í einstaka róðrum voru: SólborgSæfari og Guðmundur Tómasson VE (Var síðar keyptur til Eyrarbakka). sjöundi báturinn var Askur ÁR. Yfir sumarið stunduðu 4 bátar humarveiðar og 4 bátar veiðar með fiskitrolli. Þegar leið á haustið fækkaði bátum á sjó og aðeins einn bátur réri í desember og aflaði 6 lestir í 1 róðri. Heildarafli bakkabáta 1974 var 3.978 lestir.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219564
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 17:57:52