25.10.2011 21:18

Vertíðin 1975

Stjórnendur Hraðfrystihúsins, Halldór, Páll og  MaddýEinn bátur hóf vertíðina í janúar 1975 og fór tvær sjóferðir, en þegar leið á fjölgaði bátum til sjós og voru jafnan 8-9 bátar að veiðum með net og botnvörpu fram til loka, en þá náði vertíðaraflinn 1.014 lestum sem landað var í heimahöfn en vertíðarafli Bakkabáta var alls 1.616 lestir.  Aflahæstu bátar á vertíðinni: Björg, net 236 lestir. Skipstjóri á Björg var Gísli Jónsson. Sólborg, net  231 lest. Ólafur H, net  223 lestir. Á humar og haustvertíð lönduðu jafnan 5-10 bátar afla sínum á Eyrarbakka, en þó enginn í nóvember og desember. Heildaraflinn á árinu með humri var 2.271 lest.

Heimild: Ægir 1975 tímarit.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219564
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 17:57:52