18.04.2023 22:04

Sjóbirtingsveiði í skerjagarðinum.

Á 6.-7. og áttunda áratugnum var algengt að sjá stangaveiðimenn og jafnvel krakka við veiðar á svokölluðum klöppum út af Einarshafnarlóni. Veiðimenn voru að sækja í sjóbirting sem þarna gekk seint í apríl og eitthvað fram í júní. Í ágúst var hægt að næla í sæmilegan niðugöngufisk. Fiskurinn dvelur sennilega þarna á meðan hann er að bíða færis, og fita sig fyrir næringarsnautt ferðalag upp Ölfusá og upp í Sogið og víðar. Best þótti að veiða á Toby spún og þá helst svartan Toby. Annars beit hann á svo til hvaða spún sem var, ef sá með stöngina var fiskinn. - Já sumir voru fisknarir en aðrir- Farið var á klöppina um leið og fært var á útfallinu og hægt að stunda veiðina í rúma klukkustund eða þar til byrjað var að falla að aftur.
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273347
Samtals gestir: 35396
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 14:56:23