10.04.2023 23:16

Strákar léku fótbolta, stelpur handbolta.

Lítill fótboltavöllur var fyrir norðan Miðtún á 8. áratugnum. Þegar viðraði á kvöldin og um helgar yfir sumarið var gjarnan smalað í fótboltaleik. Sjaldan þó fullskipuð lið, kanski 6 til sjö í hvoru liði sem þótti góð mæting. Dregin voru strá til líða, þannig jafnmörg strá og leikmenn. Helmingur strákanna voru stutt en hin lengri. Mismunurinn var falinn í hönd. Þeir sem drógu stutt voru saman í liði og gagnkvæmt fyrir þá sem dróu löng.

Austan við Hjalladæl var úti handboltavöllur og þar léku stelpurnar handbolta.

Síðar tók 'Brennibolti' yfir sem aðal boltaleikur hjá krökkunum á Bakkanum. 

Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273325
Samtals gestir: 35396
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 14:34:29