Flokkur: Umhverfi
01.02.2007 12:36
Jakaburður
Mikill jakaburður er nú um þessar mundir á Eyrarbakkafjörum en leysingarnar að undanförnu valda því að Ölfusá ber með sér mikið íshrafl og brimið hleður síðan ísinn upp í flæðarmálinu.
09.01.2007 10:40
Sjóvarnir á Bakkanum.
Á Eyrarbakka var gerður voldugur sjóvarnargarður frarnan við þorpið 1990-91 að undanskildum kafla milli frystihússins og innsiglingarmerkis sem gerður var 1996-97. Arið 1999 var sjóvönin svo framlengd austur fyrir barnaskólann og sjóvörn gerð fyrir Gamla-Hrauni.
Gamli sjógarðurinn á Eyrarbakka og Stokkseyri eru merkar menningarminjar sem voru farin að láta verulega á sjá vegna sjógangs í stórviðrum í áranna rás. Með tilkomu nýja sjóvarnargarðsinns framan við þann gamla hefur varðveisla þessara minja verið tryggð. Enn er þó stór verk óunnið í þessum efnum, en það er t.d. gamli garðurinn milli barnaskólans á Eyrarbakka og Gamla-Hrauns sem er mjög skemdur á köflum og þarf að gera við í upprunanlegri mynd og styrkja með áframhaldandi sjóvörn þar framan við. Í endurskoðaðri sjóvarnaráætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum í þessa veru og ber að fagna því.
Yfirlitsskýrslu um sjóvarnir 2006 má nálgast hér.
Tengt efni:
Stormflóðið í dag eru 17 ár frá Stormflóðinu.
Básendaflóðið Í dag eru 108 ár frá Básendaflóði.
04.01.2007 08:58
Meiri hiti 2007
Breskir veðurfræðingar spá því nú að árið 2007 verði það hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust og líklegt að mörg met verði slegin. Árið 1998 var það heitasta á jörðinni síðan mælingar hófust og nú kann þetta met að vera í hættu ef marka má spá bresku veðurfræðingana.
Það er meðal annars veðurfyrirbrigðið El Nino sem veldur því að vísindamenn spá þessu, liklegt þykir að El Nino muni þrýsta upp hitastigi jarðar á árinu. El Nino fyrirbærið eru heitir hafstraumar undan vesturströnd Suður Ameríku veldur líka þurkum víða um heim og aukinni tíðni fellibylja. El Nino hefur einnig neikvæð áhrif á uppvöxt fiskistofna í kyrrahafi sem hafa síðan keðjuverkandi áhrif t.d. á fuglalíf.
Síðast þegar El Nino bærði á sér árið 1997 þá var úrkomusamt fyrstu mánuði ársinns út apríl og hiti yfir meðallagi en maí og júni voru fremur þurrir en aftur á móti voru júlí og ágúst það ár vætusamir á suðurlandi en sama tímabil árið 1998 í lok EL Níno tímabilsinns var veturinn kaldur og snjóasamur. Vorið og sumarið mjög vætusamt.
Hin meginástæðan fyir spánni byggist á gróðurhúsaáhrifum vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem hafa aukist ár frá ári undandarin ár.
26.11.2006 22:23
Raunalegt sár á Ingólfsfjalli
Skipulagsstofnum lagðist gegn því sl. vor að framkvæmdaleyfi við námuna yrði gefið út á þeirri forsendu að umhverfisáhrif væru of mikil. Ölfushreppur heimilaði áframhaldandi efnistöku úr Ingólfsfjalli. Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála, úrskurðaði þann 22 júní sl. að framkvæmdir við Ingólfsfjall yrðu stöðvaðar að hluta til. Bann var sett á framkvæmdir sem hafa myndu í för með sér breytingar á fjallsbrúninni.
Landvend og NVS kæra: Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu í sitt hvoru lagi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Þá var þess krafist til bráðbirgða að efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs yrði stöðvuð án tafar þar til málið væri til lykta leitt
Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hafnar kröfu kærenda:
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kvað upp úrskurð sinn á dögunum er varðar kærur Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands á ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita Fossvélum ehf. framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss um veitingu framkvæmdaleyfisins. Sjá:Úrskurður
31.10.2006 12:53
Er ísöld í vændum?
Á vísindaráðstefnu sem haldin var í London fyrir skömmu var því haldið fram af vísindamönnum frá Woods Hole Oceanographic institute í Bandaríkjunum. www.whoi.edu að Golfstraumurinn hafi stöðvast í 10 daga í nóvember árið 2004 segir í frétt á vísi.is og einginn veit hvers vegna! (http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/4485840.stm frá 30 november 2005)
Ef við segjum að þetta sé staðreynd og mælirinn hafi ekki bilað eða staðið á sér í 10 daga þá er jafn líklegt að þetta geti gerst aftur og um lengri eða skemmri tíma með ófyrirséðum afleiðingum. Mælingar á Golfstraumnum eru tiltölulega nýjar af nálinni svo ekki er vitað hvort þetta hafi gerst áður en engu að síður eru jafnar líkur á að svo sé og kann það þá að eiga þátt í kuldaskeiðum fyrr á tímum.
Visindamenn telja að kaldi hafstraumurinn úr Norður-Atlantshafi sé dælan sem knýji áfram Golfstrauminn og bráðnun úr Grænlandsjökli geti leitt til þess að seltu lítill sjór stöðvi þessa náttúrulegu dælu.
http://expressen.se/index.jsp?a=732500
29.09.2006 16:45
Mun Golfsraumurinn stöðvast?
Margar rannsóknir benda til að hlýnandi loftslag og bráðnun Grænlandsjökuls og ís á heimskautasvæðum gæti leitt til breytinga á hafstraumum, hækkunar yfirborðs heimshafanna og minnkandi seltu sjávar. Þetta gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki og búsetu manna víða um heim.
Samkvæmt milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC-Intergovernmental Panel onClimate Change) er því spáð að hitastig á jörðu muni hækka um milli 1,4°C og 5,8°C áþessari öld.
En er það ekki bara gott fyrir okkur Íslendinga að njóta hlýrra loftslags í framtíðinni sem myndi spara okkur kyndingakostnaðinn í skammdeginu? Margir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að hlýnunin mun ekki ná á norðurslóðir nema um tiltölulegan skamman tíma. Bráðnun íss mun valda því að Golfstraumurinn mun hægja verulega á sér, stöðvast eða breyta um stefnu að þeirra mati og valda uppafi nýrrar ísaldar. Í stað þess að búa við sumaryl á þorranum, munum við Íslendingar þurfa að laga okkur að - 50°C frosti á þorradögum ef marka má kenningar vísindamannana.
Ísöld ríkti á jörðinni á forsögulegum tíma og stóð í þúsundir ára, enn þann dag í dag er er ekki að fullu ljóst hvað olli þessum miklu veðurfarsbreytingum á þessum tíma, þá var mannskeppnan ekki farin að puðra gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, enda menn rétt að komast á steinaldar stígið. En það sem einu sinni hefur gerst getur alltaf gerst aftur og því miður benda niðurstöður mælinga að Golfstraumurinn sé nú þegar tekinn að hægja ferðina. Það undarlega er þó a.m.k. fyrir leikmann að þrátt fyrir þessa niðurstöðu hefur hafið umhverfis landið hitnað frá því sem áður var og væri fróðlegt að fá skýringu vísindamannana á því.
Intergovernmental Panel on Climate Change pdf enlish
ESSI / Morgunblaðið /Golfstraumurinn
http://www.natturuverndarsamtok.is/articles.asp?flokkur=loftslagsbreytingar
10.08.2006 12:58
Gömlu húsin á Bakkanum.
það er vert að benda á ágæta grein í fréttablaðinu Glugganum í dag þar sem Inga Lára Baldvinsdóttir fjallar um hverfisvernd og verndun gamalla húsa á Eyrarbakka og er það vel.
Greininn vekur mann til umhugsunar um hve langt má ganga í endurnýjun gamalla húsa.
Við höfum verið að sjá mörg gömul hús á Eyrarbakka sem byggð voru á fyrri hluta síðustu aldar ganga í gegnum endurnýjun, oft með einhverjum útlitsbreytingum þar sem þau eru færð til fyrra horfs, en stundum með nýtt útlit í gömlum stíl. Sum húsin fá einhverja viðbyggingu,stundum í samræmi við eldri hlutann en einnig með nýtísku yfirbragði.
Í tímanns rás hafa mörg þessara húsa gengið í gegnum einhverjar breytingar frá því þau voru byggð og sum hver endurbyggð frá grunni. Við endurbyggingu þessara húsa á síðustu áratugum hafa menn tekið upp þann ósið að rífa burt skorsteininn af húsunum,enda telst hann nú óþarfur sem slíkur. Skorsteinar setja þó viðkunnanlegan svip á gömlu húsin sem ætti að halda í, því án skorsteinsinns líkjast þessi hús meira skúrum eða skemmum.
14.07.2006 16:05
Hvað er að gerast í hafinu?
Sandsíli getur orðið 20 cm langt fullvaxið
Að undanförnu hefur borið á alvarlegum fæðuskorti hjá ýmsum fuglategundum sem lifa á Sandsíli. Menn merkja það á því að kríu farnast illa með varp og svo er einnig um ýmsa sjófugla svo sem svartfugl og máfa. Máfarnir hrekjast upp á land í ætisleit,en það er erfiðara hjá kríunni þar sem hún er sérhæfð sílaveiðari. Við höfum einnig heirt sögur af horuðum Þorski og Ýsu sem virðast líða fyrir fæðuskort. Hvað varð um Sandsílið?
Á síðustu áratugum hafa íslendingar veitt í stórum stíl æti annara nytjafiska,svo sem loðnu og úthafsrækju. Nú er svo komið að loðna finnst varla og úthafsrækjan á undanhaldi og íslendingar því snúið sér í auknum mæli að kolmunnaveiðum sem einnig er æti annara fiska. Nýtjafiskurinn Þorskur,Ýsa og Ufsi sem og margar aðrar tegundir hljóta að hafa gengið á Sandsílið í staðinn og e.t.v. gert útaf við stofninn. En líklegra er þó að Norðmenn hafi gert útaf við Sandsílið með ofveiðum á stofninum á undangengnum árum. Mælingar fiskifræðinga Evrópusambandsinns hafa staðfest að 2004 árgangurinn af Sandsíli brást gjörsamlega.
Aðrar kenningar eru um að hitnun í hafinu sé um að kenna, en þar merkja menn aukinn hita við bráðnun heimskautaís og tölur frá mælingum Hafró staðfesta nokkra hlýnun frá árinu 2000 (Sjávarhitamælingar við strendur Íslands) e.tv. er það meðvirkandi þáttur í minkandi æti þar sem hrygning smáfiska kann að hafa misfarist.
Gatið í osonlaginu kann örugglega að hafa neikvæð áhrif á lífríkið þar sem útfjólumbláir geislar sólarinnar geta eitt svifdýrum sem er aðal fæða smáfiska. Svo má ekki undanskilja geislavirkan úrgang frá kjarnorkustöðinni í Shellafield á Skotlandi sem lengi hefur dælt þessum hættulega úrgangi í hafið og hafstraumar bera á norðlægar slóðir.
Þegar allt þetta kemur saman er ekki erfitt að ímynda sér árhifin á lífrikið sem spannar allt Norður Atlantshafið. Ef einn hlekkur í fæðukjeðjunni er brostinn þá hefur það hrikalegar afleiðingar á allar tegundir þar fyrir ofan.
14.07.2006 00:16
Kúluskítur friðaður.
Kúluskítur.
Nafnið kúluskítur er komið til með nokkuð sérstökum hætti. Mývetnskir bændur munu hafa þekkt hann frá ómunatíð fyrir þá sök, að hann festist stundum í silunganetum. Þaðan er nafnið komið, því að gróður sem ánetjast kallast einu nafni skítur þar í sveit. En á fræðimáli heitir hann Aegagropila linnaei. Kúluskítur vex aðeins á tveim stöðum í heiminum, á Akanvatni í Japan og Mývatni.
23.06.2006 18:28
Fjallsbrúninni hlíft!
Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála, úrskurðaði þann 22 júní sl. að framkvæmdir við Ingólfsfjall verði stöðvaðar að hluta til. Bann hefur verið sett á framkvæmdir sem hafa myndu í för með sér breytingar á fjallsbrúninni.
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu í sitt hvoru lagi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Þá var þess krafist til bráðbirgða að efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs yrði stöðvuð án tafar þar til málið væri til lykta leitt.
16.06.2006 09:15
Ísland í lægðasúpu!
Áframhaldandi skúraveður og rigning! Það er spáinn! Einar Sveinbjörnsson veðurdellukarl spáir einstaklega leiðilegum júní, blautt og svalt og kemur það heim við allar tölvuspár sem gera ráð fyrir þessum leiðindum flesta daga og ekki síst á 17 sem er jú ekkert óvenjulegt á þjóðhátíðardaginn, þá má búast við skúraleiðingum,en eins og allir vita var hellirigning þegar Jón Sigurðsson þjóðhetja fæddist þennann dag og allar götur síðan hefur þessi dagur verið sá vætusamasti.
12.06.2006 10:28
Fellibyljatímabilið hafið.
Fyrsti hitabeltisstormur ársinns á Atlantshafi fékk nafnið Alberto!
Veðurfræðingar reikna með því að Alberto nái ströndum Flórída innan skamms, en hann hefur þegar valdið miklu tjóni á Kúbu.
01.06.2006 17:55
Vefsjár Náttúrufræðistofnunar Íslands
Náttúrufræðistofnun hefur sett upp plöntuvefsjá á heimasíðu sinni.
Með plöntuvefsjánni er Náttúrufræðistofnun að taka í sína þjónustu nýjustu tækni í miðlun upplýsinga um netið þannig að notandinn getur nálgast traustar og áreiðanlegar upplýsingar um náttúru Íslands á myndrænan hátt.
11.05.2006 09:27
Ingólfsfjall aldrei samt!
Nú hefur það gerst sem margir óttuðust svo mjög, að Ölfushreppur heimilaði áframhaldandi efnistöku úr Ingólfsfjalli með þeim afleiðingum að fjalsbrúnin verður eiðilögð á stórum kafla til frambúðar.
Áður hafði skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd Ölfus lagt til við bæjarstjórn, að ekki verði farið að áliti Skipulagsstofnunar.
25.04.2006 18:35
Skipulagsstofnun leggst gegn frekari námuvinslu!
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt vegan efnistöku úr Ingólfsfjalli. Þar kemur fram það mat að sjónræn áhrif og áhrif á landslag verði mikil, neikvæð, varanleg og óafturkræf. Einnig kemur fram að fyrirhuguð framkvæmd hafi mikil, jákvæð áhrif á efnahag og samfélag og töluvert jákvæð áhrif á umferð (?). Skipulagsstofnun tekur undir ofangreint mat framkvæmdaraðila hvaða varðar sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar og áhrif hennar á landslag. Um verður að ræða ásýndarbreytingar á Ingólfsfjalli vegna óafturkræfar skerðingar klettabrúnar fjallsins á um 400 m löngum kafla og lækkun hennar um 80 m auk röskunar og breytinga á yfirbragði klettabeltisins vegna tilfærslu efnis niður tvær rásir. Þessi áhrif munu auka enn á og magna ennfrekar upp neikvæð sjónræn áhrif núverandi efnistökustaðar. Þá þarf að hafa í huga að sjónræn áhrif fyrirhugaðrar efnistöku munu ná til fjölda fólks, þar sem svæðið er í næsta nágrenni við þéttbýlisstaðinn Selfoss og fjölfarinn þjóðveg. Auk þess sem er um að ræða fjall sem er jarðmyndun að þeirri gerð að talið er forgangsmál, samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbæra þróun, að vernda.
-Nú er bara að bíða og vona að Sveitarfélagið Ölfus sjái til þess að ásýnd fjallsinns verði varanlega borgið!