04.01.2007 08:58

Meiri hiti 2007

Breskir veðurfræðingar spá því nú að árið 2007 verði það hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust og líklegt að mörg met verði slegin. Árið 1998 var það heitasta á jörðinni síðan mælingar hófust og nú kann þetta met að vera í hættu ef marka má spá bresku veðurfræðingana.

 

Það er meðal annars veðurfyrirbrigðið El Nino sem veldur því að vísindamenn spá þessu, liklegt þykir að El Nino muni þrýsta upp hitastigi jarðar á árinu. El Nino fyrirbærið eru heitir hafstraumar undan vesturströnd Suður Ameríku veldur líka þurkum víða um heim og aukinni tíðni fellibylja. El Nino hefur einnig neikvæð áhrif á uppvöxt fiskistofna í kyrrahafi sem hafa síðan keðjuverkandi áhrif  t.d. á fuglalíf.

Síðast þegar El Nino bærði á sér árið 1997 þá var úrkomusamt fyrstu mánuði ársinns út apríl og hiti yfir meðallagi en maí og júni voru fremur þurrir en aftur á móti voru júlí og ágúst það ár vætusamir á suðurlandi en sama tímabil árið 1998 í lok EL Níno tímabilsinns var veturinn kaldur og snjóasamur. Vorið og sumarið mjög vætusamt.

 

Hin meginástæðan fyir spánni byggist á gróðurhúsaáhrifum vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem hafa aukist ár frá ári undandarin ár.

Skoða nánar

 

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229370
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:28:05