31.10.2006 12:53

Er ísöld í vændum?

Á vísindaráðstefnu sem haldin var í London fyrir skömmu var því haldið fram af vísindamönnum frá Woods Hole Oceanographic institute í Bandaríkjunum. www.whoi.edu að Golfstraumurinn hafi stöðvast í 10 daga í nóvember árið 2004 segir í frétt á vísi.is og einginn veit hvers vegna! (http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/4485840.stm frá 30 november 2005)

 

Ef við segjum að þetta sé staðreynd og mælirinn hafi ekki bilað eða staðið á sér í 10 daga þá er jafn líklegt að þetta geti gerst aftur og um lengri eða skemmri tíma með ófyrirséðum afleiðingum. Mælingar á Golfstraumnum eru tiltölulega nýjar af nálinni svo ekki er vitað hvort þetta hafi gerst áður en engu að síður eru jafnar líkur á að svo sé og kann það þá að eiga þátt í kuldaskeiðum fyrr á tímum.

 

Visindamenn telja að kaldi hafstraumurinn úr Norður-Atlantshafi sé dælan sem knýji áfram Golfstrauminn og bráðnun úr Grænlandsjökli geti leitt til þess að seltu lítill sjór stöðvi þessa náttúrulegu dælu.

http://expressen.se/index.jsp?a=732500

 

Flettingar í dag: 393
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 156165
Samtals gestir: 18442
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 13:39:37