Flokkur: Umhverfi
03.05.2016 23:47
Staldrað við í Hraunshverfi

Horn heitir þessi tóft í Hraunshverfi
og stendur vestan við Gamla-Hraun á vesturhluta túnsins. Tóftin sem og aðrar í
nágreninu minna á að á þessum slóðum var nokkur byggð svokallaðra "Tómthúsa" en
þar bjó svo nefnt tómthúsfólk fyr á tímum. Þessir torfkofar voru jafnan byggðir
af vanefnum og þóttu litlar gersemar á þeim tíma og lengi síðar, og hafa fáar
varðveist. Þessar tóftir í Hraunshverfi minna á merkilega sögu, og þó svo húsin
þættu ekki merkileg báru þau sum skondin nöfn, eins og: Horn, Fok, Salthóll,
Stéttar, og Folaldið. Mörg bæjarnöfn í Hraunslandi má finna í ritinu Örnefni á
Eyrarbakka og Eyrarbakki.is. Áf þessum söguslóðum er sennilega frægust sagan um
"Skerflóðs-Móra" úr bókinni "Saga Hraunshverfis" og þar má líka læra um líf þessa fólks er
þarna bjó. Frægust persóna frá þessari byggð er eflaust kvenskörungurinn og
sjókonan Þuríður formaður Einarsdóttir, en hún var fædd og ólst upp á Stéttum.
Af bókunum "Saga Eyrarbakka" og "Austantórum" má einig að miklu leiti setja sig inn í líf og störf
fólksins er Hraunshverfi byggði. Þessar tóftir tilheyra landi Gamla-Hrauns
vestra og hafa ábúendur þar í hyggju að byggja þær upp og
[Tómthúsfólk, eða Þurrabúðarmenn
var sá hópur landlausra húsmanna
kallaður sem áttu lítið annað en hróflatildrið sem það hlóð úr grjóti og torfi
með leyfi landeigenda. Voru oft daglaunamenn, réðust undir árar á vertíð og
heyskapar að sumri. Aðrir óvinnufærir drógu fram lífið á sveitarstyrk. Í Hraunshverfi árið 1755 bjuggu við
tómthús, Jón Jónsson smiður kona hans og fjögur börn. Jón dauði svokallaður bjó
þar í tómthúsi með konu og tvö börn. Þá voru þeir Bauga-Guðmundur og Páll
Hafliðason taldir letingjar mestir hér um slóðir. Síðasti tómthúsmaðurinn á
Bakknanum var Berþór Jónsson (1875-1952) eða Bergur dáti eins og hann var
kallaður, en hann bjó að Grímsstöðum í
Háeyrarhverfi.]
Það má að mestu leiti þakka Guðna Jónssyni frá Gamla-Hrauni að saga þessa byggðar hafi ekki horfið með fólkinu sem það byggði. Eitt ritverk Guðna sem geyma m.a. heimildir þessa tíma er "Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka og kom út 1958 en þar eru raktar ættir Guðna og allar þær ættarsögur sem sem geimst höfðu í minnum fólks.
Ábúendatal:
Hraunshverfi tiheyrði landi Stóra-Hrauns, (Jörðin var áður undir Framnesi, þá er síðar hét Hraun) en hún var setin sem hér segir frá 1546:
Oddur Grímsson 1546-1562
Oddur Oddson lögréttumaður til 1581 (Síðar á Seltjarnarnesi)
Þórhallur Oddsson um 1600
Katrín á Hrauni Þormóðsdóttir til 1656. (Maður hennar var Magnús Gíslason en hún talinn ekkja. Katrín gerði út skip eftir mann sinn, en það fórst með 11 mönnum árið 1640)
Benedikt Þorleifsson Skálholtsráðsmaður til 1681. (Þá Stóljörð Skálholts)
Helga Benediktsdóttir til 1708 (Maður hennar var sr.Þorlákur Bjarnason að Sokkseyri en hún hér ekkja)
Þorlákur lögréttumaður Bergsson (bróðurbarn Helgu) og Guðný Þórðardóttir til 1707.
Sigurður Bergsson, bróðir Þorláks á sama tíma. Guðný þá ekkja til 1712.
Brynjólfur Þórðarson lögréttumaður og Guðný Þórðardóttir til 1730 (Síðari maður hennar)
Jón Þorláksson Bergsonar til 1735.
Magnús Þórðarson (Hjáleigumaður) og Ingveldur Bjarnadóttir til 1755.
Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir 1740 til 1746. Ekki er víst að þau hafi setið mikið á jörðinni á þessum árum, en hjáleigjendur líklega haft samtíða, þá Filippus Gunnlaugsson, Björn Pálsson og Þorsteinn Pétursson.
Þórður Gunnarsson og Guðríður Pétursdóttir 1759 til 1773.
Steindór Finnsson biskups og Guðríður Gísladóttir til 1780.
Upp úr aldamótunum 1800 urðu til margar hjáleigur á jörðinni og ekki hægt að henda reiður á hverjir sátu á höfuðbóli og hverjir í hjáleigum þessa öld.
(Magnús Bjarnason og Halla Filippusdóttir til 1815. Keyptu jörðina 1788, en sátu þar fyrst til 1801 og svo tvö síðustu árin. Annars á Ásgautsstöðum. Magnús seldi Gamlahraun frá jörðinni ásamt Salthóli 1807. Afgangi jarðarinnar var síðan skipt milli erfingja 1815 og var seinni konu Magnúsar, Þóru Magnúsdóttir ánafnað Litla Hrauni, er hún sat til 1818 þá ekkja og seldi síðan kameráðinu- Þórði Guðmundsyni sýslumanni.)
Jón Snorrason 1801 til 1815, líklega hjáleigjandi. (Síðar á Ásgautsstöðum.)
Þórður Thorlacius sýslumaður 1813 til 1819. Líklega aðeins á hluta jarðarinnar.
Kristófer Jónsson 1818 til 1822. Líklega hjáleigjandi
Þuríður formaður Einarsdóttir frá stéttum 1821, líklega þar í rúmt ár í Kristofersbæ. (Fyrr í Götu og síðar í Grímsfjósum og víðar)
Jón Kambránsmaður Geirmundsson til 1823 (eitt ár í Kristofersbæ) Hann stundaði áður verslun í Noðurkoti sem nefnd var "Skánkaveldi" (Seldi reyktar hrossalappir)
Stefán Jónsson sjómaður og Hildur Magnúsdóttir garðyrkjukona frá 1823 til 1832. (Hildur þá ekkja, líklega hjáleigendur. Árið 1828 8. apríl. Á Stokkseyrarsundi fórst róðraskip Jóns Jónssonar á Gamla-Hrauni með 10 mönnum. (Þ.a.m. var Ingimundur Grímsson frá Háeyri og Stefán Jónsson á Stóra-Hrauni).)
[1826 3. júní. Róðraskip fórst af Eyrarbakka. 4 menn drukkna.(m.a.
Rafnkell Hannesson á Litla-hrauni og vinnumaður þar Guðmundur Jónsson]
Jón drejari Jónssonar sýslumanns og Steinun Arngrímsdóttir 1831 (Líklega hjáleigjendur)
Jón Bjarnason 1832 (tók við af Hildi og var í eitt ár)
Þorleifur Kolbeinsson 1833 til 1841 (Líklega hjáleigjandi, var síðar á Háeyri)
Eiríkur Guðmundsson samtíða Þorleifi.
Sigurður stútendt Sívertsen og Halla Jónsdóttir 1841 til 1864 (Halla var áður kona Jóns Kambránsmanns Geirmundssonar)
Kristján Jónsson og Salgerður Einarsdóttir (Systir Þuríðar formanns) 1844 (eitt ár og líklega hjáleigjendur)
Bjarni Magnússon og Guðbjörg Jónsdóttir kambránsmanns Geirmundssonar 1848 til 1857.
Þórarinn Árnason jarðyrkjumaður og Ingunn Magnúsdóttir alþingismanns Andréssonar 1864 til 1866. (Var þá jarðbaðstofan á Stóra-Hrauni endurbætt veglega.) Og Ingunn ekkja til 1868.(Ingunn flutti síðan til Reykjavíkur og hafði umsjá með geðsjúkling á heimili sínu (Jón Blöndal) sem læknaðist í vistinni, lærði trésmíði og flutti svo til Ameríku.)
Ari Símonarson frá Gamla Hrauni 1868 til 1890.
[1891 25. mars. Fórst skip Sigurðar Grímssonar (meðhjálpara, frá Borg í
Hraunshverfi) við brimboða á Músarsundi við Stokkseyri með allri áhöfn, 9
mönnum. (Stokkseyrarformenn treystust ekki til að reyna björgun og fengu átölur
fyrir).]
Gísli Gíslason hreppstjóri og Halldóra Jónsdóttir 1868-1893.
sr. Ólafur Helgason og Krístín Ísleifsdóttir frá Keldum. 1893 til 1904.
Krístín ekkja Ísleifsdóttir og sr. Gísli Skúlason til 1910. Síðan þar í nafni Gísla til 1915 er þau sleppa ábúðinni, en hafa búsetu þar til þau flytja í "Prestshúsið" í Einarshafnarhverfi 1938.
Árni Tómasson og Magnea Einarsdóttir til 1920.
Hálfdán Ólafsonar prests Helgasonar til 1928.
Þá verður jörðin ríkiseign og fellur undir fangelsið Litla-Hraun, en eins og fram kemur hafði stórjörðin skipst í nokkra hluta upp úr aldamótunum 1800. (Stóra-Hraun, Litla-Hraun, Salthól, Gamla-Hraun og Borg)
Heimild: http://eyrbekkingur.blogspot.is/2011/03/abuendur-jara-eyrarbakka.html
http://eyrbekkingur.blogspot.is/2011_03_01_archive.html
30.04.2016 21:12
Þuríðarstígur
Stígurinn milli Eyrarbakka og
Stokkseyrar er nú svo til fullgerður, en aðeins á eftir að malbika yfirborðið.
Það hefur verið efst á óskalista margra Eyrbekkinga og Stokkseyringa um árabil að
gerður yrði göngustígur milli þorpanna og er sá draumur nú að rætast. Fyrsta
skóflustungan af þessum 4 km. langa stíg var tekin föstudaginn 7. september
2012 og var heildarkosnaður með malbiki áætlaður um 75 milj. kr. Borgarverk sá
um gerð stígsins og eru íbúar þorpsins þegar farnir að nýta hann til útiveru,
en stígurinn liggur m.a. um hinar fornu byggðir Hraunshverfis, er þaðan hin
viðfræga sjókona Þuríður formaður bjó og fleyri sögulegar persónur. Þetta er líka hin forna leið til kirkju er Eyrbekkingar áttu kirkjusókn til Stokkseyrar og nokkurn vegin sú leið er austanmenn sóttu til Eyrarbakkaverslunar. Er
Eyrbekkingum og Stokkseyringum óskað hér til hamingju með stíg þennann og
sveitarfélaginu Árborg þökkuð framkvæmdin.
30.04.2016 20:49
Hallskots-skógur

30.04.2016 20:45
Hraunprýði

30.04.2016 20:27
Sandgræðslan

Árið 1911 var hafist handa við uppgræðslu sanda vestan við Eyrarbakka.
Það svæði gekk síðan undir nafninu "Sandgræðslan". Uppgræðsla
sandanna fór upphaflega þannig fram að hlaðnir voru lágir grjótgarðar (Sjá
mynd) í hæfilega reiti til að stöðva hreyfingu sandsins. Síðar tók Landgræðsla
ríkisins við að sá melgresi á sandanna sem eru í dag uppgrónir
melgresishólar. Melgrasfræjum var sáð á árunum milli 1920-1930, en það var
búnaðarfélagið sem stóð m.a. að því. Sigurmundur Guðjónsson frá Einarshöfn (d.1985)
var einn ötulasti sáðmaður sandanna hér um slóðir. Þegar sandarnir tóku að gróa
hófst þar umfangsmikil kartöflurækt sem stóð í miklum blóma fram yfir 1980, en í
dag eru þar aðeins fáeinir garðar enn í notkun. Ágætis tjaldsvæði hefur verið
búið til austast í Sandgræðslunni sem er oftast vel nýtt yfir sumartímann.
08.04.2015 23:16
Draumsýn á Eyrarbakka
Opinn kynningarfundur var haldinn að Stað um tillögu að
deiliskipulagi miðsvæðis á Eyrarbakka. Höfundar deiliskipulagstillögunar frá
Landform kynntu tillöguna og svöruðu fyrirspurnum. Almennt þótti tillagan góð
og henni fagnað, en margir þóttust þó sjá fram á að verða komnir í það neðra
áður en þessi draumsýn yrði að veruleika. Margt manna var á fundinum og nokkur umræða skapaðist
um nýjan miðbæ á Selfossi, þar sem fyrirhugað er að reisa gerfi- sögualdarþorp
í Eyrarbakkastíl og þótti sumum þar vegið að gamla Bakkanum, sem oftlega hefur
þurft að sjá á eftir perlum sínum flutta upp að Ölfusárbrú. Var bæjarstjórn Árborgar nokkuð gagnrýnd fyrir skoðanaleysi um
það hvernig "miðbær" þjónaði íbúum sveitarfélagsins best. Óttuðust menn að fyrirhugað
gerfialdarþorp á Selfossi yrði þess valdandi að kippa undirstöðunum
undan ferðaþjónustu við ströndina sem hefur verið að byggjast upp á umliðnum
árum.
08.10.2014 22:23
Gosmistur frá Holuhrauni

17.07.2013 23:10
Eyrarbakki og náttúran

02.09.2012 20:10
Fallegustu garðarnir á Eyrarbakka 2012






15.06.2012 22:12
Búðarstígur
25.02.2012 17:56
Kennileiti í Eyrarbakkafjörum
Á þetta gamla kort af Eyrarbakka, hef ég bætt nokkrum örnefnum á helstu kennileiti í Eyrarbakkafjöru og umhverfis þorpið. Vilji menn hinsvegar fræðast frekar um hin fjölmörgu örnefni sem varðveist hafa á Eyrarbakka og nágreni þorpsins, er rétt að vekja athyggli á vandaðri umfjöllun Nafnfræðafélagsins í samantekt Ingu Láru Baldvinsdóttur og Magnúsar Karels Hannessonar sem finna má hér. Lýsingar fjölmargra örnefna í Eyrarbakkahreppi má nálgast á Eyrarbakki.is
12.10.2011 21:05
Horfinn tími, Eyrarbakki 1982


Efri mynd: Húsið "Vegamót" framan við Skjaldbreið.
Neðri mynd: Tekið af veginum sem lá út á höfn.
Heimild: Sjómannadagsblaðið 1982.
28.09.2011 22:41
Gamla gatan
Gamla gatan 1977. Hér má sjá að búið er að malbika austurbakkann, en malarvegurinn gamli og holurnar og pollarnir eru enn á vesturbakkanum. Á austurbakkanum eru járnstaurarnir komnir, en tréstararnir eru enn á vesturbakkanum og raflínurnar í loftinu. Malbikið endar austan við Skjaldbreið. Ekki var búið að leggja gangstéttir þegar hér er komið sögu, en voru byggðar í áföngum næstu árin á eftir. Þannig eru flestar gangstéttir á Bakkanum orðnar þrítugar og úr sér gengnar. Mikið hefur verið rætt um það meðal fólks hér í þorpinu að löngu sé orðið tímabært að endurnýja gamlar stéttar ásamt ljósastaurum sem komnir eru fram yfir leyfilegan notkunartíma. Hafði nokkru fé verið lofað af bæjaryfirvöldum á þessu ári til endurbóta 1. áfanga við austurbakkann, en nokkrir aðilar óskuðu eftir að þeim áfanga yrði frestað.
10.12.2010 00:14
Siglingar um sundin
Sundin á Eyrarbakka eru einkum þrjú. Þ.e. "Rifsós" sem er austast (Mundakotsvarða). það var oft ófært þegar lágsjávað var, og einhver alda úti fyrir. Næst er sund fyrir vestan þorpið, sem nefnist "Einarshafnarsund" og oft var notað sem þrautalending á Eyrarbakka, en þar urðu eigi að síður sjóslys, þegar mjög lágsjávað var, eða undir og um stórstraumsfjöru. Þar fyrir vestan er sund er heitir "Bússa" eða "Bússusund", (Sundvörðurnar vestast) en var lítið notað fyrir fiskibáta, nema ef sérstaklega stóð á ládeyðu, því ef brim var, gekk hafaldan að nokkru leyti á það flatt eða yfir það, en þetta sund er einna dýpst og breiðast, og stefna þess þannig, að aldan gekk yfir það. Það var notað til innsiglingar verslunarskipana (Skonnorturnar voru kallaðar "Bússur") meðan þau komu til Eyrarbakka, og aldrei nema að brimlaus sjór væri. Eftir að vélbátaútgerð hófst var það notað í meira mæli og urðu þar stundum skæð sjóslys.
Heimild: Sigurður Þorsteinsson í Sjómannablaðinu Víkingi 1.tbl.1950