08.04.2015 23:16

Draumsýn á Eyrarbakka

Opinn kynningarfundur var haldinn að Stað um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis á Eyrarbakka. Höfundar deiliskipulagstillögunar frá Landform kynntu tillöguna og svöruðu fyrirspurnum. Almennt þótti tillagan góð og henni fagnað, en margir þóttust þó sjá fram á að verða komnir í það neðra áður en þessi draumsýn yrði að veruleika.  Margt manna var á fundinum og nokkur umræða skapaðist um nýjan miðbæ á Selfossi, þar sem fyrirhugað er að reisa gerfi- sögualdarþorp í Eyrarbakkastíl og þótti sumum þar vegið að gamla Bakkanum, sem oftlega hefur þurft að sjá á eftir perlum sínum flutta upp að Ölfusárbrú. Var bæjarstjórn  Árborgar nokkuð gagnrýnd fyrir skoðanaleysi um það hvernig "miðbær" þjónaði íbúum sveitarfélagsins best. Óttuðust menn að fyrirhugað  gerfialdarþorp á Selfossi yrði þess valdandi að kippa undirstöðunum undan ferðaþjónustu við ströndina sem hefur verið að byggjast upp á umliðnum árum.

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1217
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 410498
Samtals gestir: 44142
Tölur uppfærðar: 22.4.2025 07:27:46