30.04.2016 20:27

Sandgræðslan

Árið 1911 var hafist handa við uppgræðslu sanda vestan við Eyrarbakka. Það svæði gekk síðan undir nafninu "Sandgræðslan". Uppgræðsla sandanna fór upphaflega þannig fram að hlaðnir voru lágir grjótgarðar (Sjá mynd) í hæfilega reiti til að stöðva hreyfingu sandsins. Síðar tók Landgræðsla ríkisins við að sá melgresi á sandanna sem eru í dag uppgrónir melgresishólar.  Melgrasfræjum var  sáð á árunum milli 1920-1930, en það var búnaðarfélagið sem stóð m.a. að því. Sigurmundur Guðjónsson frá Einarshöfn (d.1985) var einn ötulasti sáðmaður sandanna hér um slóðir. Þegar sandarnir tóku að gróa hófst þar umfangsmikil kartöflurækt sem stóð í miklum blóma fram yfir 1980, en í dag eru þar aðeins fáeinir garðar enn í notkun. Ágætis tjaldsvæði hefur verið búið til austast í Sandgræðslunni sem er oftast  vel nýtt yfir sumartímann.

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1611
Gestir í gær: 156
Samtals flettingar: 412820
Samtals gestir: 44334
Tölur uppfærðar: 24.4.2025 01:38:05