13.12.2009 21:00
Flóðaldan 1977
Mikil flóðalda gekk á land við suðurströndina 14. desember 1977 og varð Stokkseyri illa úti í þeim hamförum. Atvinnulíf allt lamaðist í þorpinu og tjónið var óskaplegt. Stokkseyringar misstu 3 báta upp í fjöru þá Jósep Geir, Vigfús Þórðarsson, og Hástein auk vb.Bakkavík sem var frá Eyrarbakka. Vegir og símalínur fóru í sundur og var þorpið allt umflotið sjó um tíma. Gamlir menn á Stokkseyri töldu þetta messta flóð síðan 1926. Á Eyrarbakka var tjónið minna, en sjór gekk þó inn í nokkur hús austast í plássinu á óvörðu svæði og olli fólki töluverðum búsifjum. Þá varð nokkurt tjón í Grindavík í sömu flóðöldu. Veðurklúbburinn Andvari
Stormflóðið 1990
Stórtjón í höfninni ()
Básendaflóðið (9.1.2006 12:04:09)
Sjóvarnir á Bakkanum. (9.1.2007 20:30:51)
Þennan dag: 1914 Bruni Kaupfélagsinns Ingólfs Stokkseyri.