Flokkur: Dagbókin

21.12.2006 12:37

Flóð í beinni!

Ölfusá í hamÖlfusá er í miklum ham þessa stundina! mbl.is var í dag með vefmyndavél við Ölfusárbrú þar sem sjá mátti ána belgja sig út yfir árbakkann.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1243009    Sjá myndir arborg.is
Nú er versnandi veður og gengur á með hvössum éljum í Flóanum.

 

 

21.12.2006 09:32

Þrumuveður.

Þrumuveður er nú úti með suðurströndinni og getur það hæglega borist inn á landið.

Annars hljóðar veðurspáin fyrir suðurland frá Veðurstofu Íslands svo: Vaxandi suðvestanátt og él, 18-23 m/s síðdegis. Kólnandi, hiti nálægt frostmarki í kvöld. Mun hægari og úrkomulítið á morgun, en allhvöss suðaustanátt með rigningu eða slyddu síðdegis.

Skilyrði til sjávarflóða með suðurströndinni eru að nokkru fyrir hendi en þar sem loftþrýstingur fer hækkandi síðar í dag, eru líkurnar á sjávarflóðum minkandi. Stórstreymt er og verður háflóð um kl. 19:00 í kvöld með öldu hæð á bilinu 10-13 metrar úti á rúmsjó.


Ölfusá flæðir yfir bakka sína við Nóatún á Selfossi og er enn í vexti.

http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

20.12.2006 12:46

Flóðahætta á Selfossi.

það hefur mikið rignt undanfarna daga og leysingar eru nú í hámarki, hitinn er 9°C sem er nánast eins og meðalhiti í júní mánuði. þetta veldur gífurlegum vatnavöxtum í ám á Suðurlandi og er Ölfusá að verða bakkafull við Selfoss og meiri vatnselgur á leiðinni ofan af hálendinu. liklegt er talið að Hvítá flæði við Hestfjall siðar í dag og ekki er útilokað að flætt geti við Brúnastaði.

 

Það getur aukið á vandann að nú er stórstreymt sem þýðir að Ölfusárós fyllist og getur það valdið vandræðum í Ölfusinu og á Óseyrarnesi en þar er að auki vaxandi brim og vindátt óhagstæð. Versnandi veður getur einnig valdið talsverðu sand og særoki á þeim slóðum.

 

Á morgun er spáð allt að 13 metra ölduhæð í Eyrarbakkabaug og er vissara að vera vel á verði gagnvart sjávarflóðum við Ölfusárósa, en háflóð er um kl 7:00 að morgni og 20:00 að kvöldi. Þetta sjólag mun heldur ekki hjálpa mönnum sem vinna við strandstað Wilson Muuga í Sandgerði.

 

http://www.almannavarnir.is/  http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

12.12.2006 08:15

Brimskaflar


Margra metra háir brimskaflar rúlla í átt til lands eftir óveðrið um liðna helgi.

10.12.2006 15:46

þrumur og eldingar

Mikið eldingaveður er nú sunnanlands vestan við Eyrarbakka og bjartir blossar byrtast með fárra mínúta millibili með tilheyrandi þrumum. Vart er smávægilegra rafmagnstruflana, en ljós hafa blikkað samfara þrumuveðrinu.

08.12.2006 23:05

Meira brim

Búast má við miklu brimi á Bakkanum á sunnudaginn í kjölfar krapprar lægðar, en á hádegi þann dag  spáir siglingastofnun 8 metra ölduhæð úti fyrir Eyrarbakkabaug. Ekki eru miklar líkur á sjávarflóðum á Bakkanum í kjölfar lægðarinnar þar sem nokkuð er liðið frá stórstreymi en þó mun verða hátt í sjó vegna veðurs. Á síðdegisfóðinu á laugardag kl.21:00 verður sjávarhæðin um 2,80 metrar en rúmir 3 metrar á morgunflóðinu kl.10:00 á sunnudag samkv. tölvureiknum Siglingastofnunar, sem er mun minna en í venjulegu stórstreymi. (sjá töflu)   Vindur verður að SA 15-25 m/s eða Stormur, en jafnvel  hvassari út af Vestfjörðum en mesta úrkoman sunnan til. Veðurspáin á NFS í kvöld var hinsvegar meira ógnvekjandi fyrir suðurströndina en má ætla af tölvuspám.

23.11.2006 13:09

Stórveltu brim

Bylgiur og brim þessa heims veltast um og brotna á Bakkanum. Nú er upplagt að fara í fjöru, horfa og ekki síst hlusta á þessa jötna hafsinns.

29.08.2006 18:20

Höfuðdagur

Þennan dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni Salóme að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Hvað gerir maður svo sem ekki fyrir konuna sína??

 

Eitt ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrina: lagði borgina New Orleans USA í rúst og varð 1350 manns að fjörtjóni. Mánuði síðar heimsótti fellibylurinn Ríta þá Orleansbúa sem eftir voru í ringulreiðinni eftir Katarínu.

 

Hjátrú segir að veður næstu þriggja vikna muni vera eins og á höfuðdegi. Svo er bara að sjá hvort það standist!

 

20.01.2006 08:31

Bóndadagur

Nú í ár ber mikinn merkisdag upp á 20. janúar, en þá hefst þorri. Þorri er gamalt íslenskt mánaðaheiti. Nú á dögum könnumst við við þetta heiti úr hugtökum eins og þorramatur og þorrablót. Þessi dagur kallast líka bóndadagur og einmitt þennan dag er líka mið vetur. Veturinn er s.s. hálfnaður.

Ýmsir merkisdagar /Námsgagnastofnun

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229370
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:28:05