Flokkur: Brimfréttir

23.10.2007 22:29

Kossar hafsins

Það gekk á með dimmum og hvössum skúrum í dag, eða með öðrum orðum "Leiðindartíð" Sjávarhæð er talsverð eftir beljandi sunnan storma að undanförnu. Þó enn séu nokkrir dagar í stórstreymi þá kyssir brimið gráan sjógarðinn þungum kossum enda stórbrim í dag.


16.10.2007 14:30

Sjógarðurinn stenst vel tímans tönn.


Á árunum 1990-1997 var gerður voldugur sjóvarnargarður framan við hina fornu sjógarða á Eyrarbakka og eru nú 10 ár liðin frá því að þessum áfanga var lokið. Árið 1999 var sjóvörnin svo framlengd austur fyrir barnaskólann og sjóvörn gerð fyrir Gamla-Hrauni. Ekki verður annað séð en að garður þessi hafi staðið sig með mestu prýði þó ekki hafi enn reint verulega á hann af völdum stórsjóa. Garðurinn veitir þorpinu einnig gott skjól fyrir svalri hafgolunni á sumrin og söltu særoki vetrarins. Fyrstu sjóvarnargarðarnir voru hlaðnir um 1788 og eftir svokallað Stóraflóð árið 1799 en skipulögð sjógarðshleðsla meðfram allri byggðinni hófst í kringum1830

Meira:

14.10.2007 20:17

Stígvéladagar

Það hefur verið fremur blautt og vindasamt í Flóanum að undanförnu og töluvert brim úti fyrir. Úrkoma mældist 11 mm Eyrarbakka í dag sem er þó engin ósköp miðað við sl.föstudag (12/10), en þá heltust einir 26 mm ofan úr skýjunum í mæliglasið hjá veðurathugunarmanni okkar á Bakkanum og vantaði aðeins 4mm til að jafna dagsmetið frá 2004

það gæti látið nærri að það sem af er mánuðinum sé úrkoman yfir meðallagi,en það er þó ágiskun því meðaltalstölur fyrir Eyrarbakka eru ekki sérstaklega aðgengilegar.

27.09.2007 21:58

Brimið í dag


Brim í súld og sudda.
Það gekk á með hvössum rokum og rigningarsúld í dag og mældist úrkoma 31 mm á Bakkanum (31mm úrkoma/24klst  mælist nýtt dagsmet á Bakkanum) en er þó ekkert miðað við 220 mm á Ölkelduhálsi í Henglinum eins og fram kemur á veðurbloggi Einars Sveinbjörnssonar 
Í uppsveitum var rigningin drjúg, t.d. 38mm á Hjarðarlandi í Biskupstungum. Stormur var á Stórhöfða að venju en einnig sló í storm á Sámstöðum á Rángárvöllum.Á Bakkanum fóru hviður mest í 19 m/s en annars var strekkingsvindur fram eftir degi,en síðdegis tók að rofa til. Þetta veður á rætur sínar að rekja til hitabeltisstormsins Jerry sem þaut hér framhjá og er líklega núna kominn á Norðurpólinn.

26.09.2007 21:26

Leiðindaveður.

Það sem menn kalla leiðindar veður hér um slóðir er þegar rigningin kemur flöt í andlitið í suðaustan strekkings vindi og þannig er veðrið núna,bara hund leiðinlegt. Töluvert hafrót og vaxandi brim er á Bakkanum í dag. Næstu daga er stórstreymt enda fullt tungl.Veðurspákonan í sjónvarpinu spáir áfram þessu hvassa blauta þúngbúna gráa slepjulega leiðindarveðri.

22.09.2007 20:30

Beðið eftir storminum

Það var strekkingsvindur af NA á Bakkanum í dag og stormur á miðunum.

Úti fyrir ströndinni við Ölfusárósa liggur þessi fraktari fyrir akkerum og gæti verið að bíða af sér óveðrið suður af landinu.

Í Vestmannaeyjum hafa vinhviður farið upp í 38m/s þó veðrið hér sé skaplegra eða allt að 19 m/s í hviðum.

Eins og sést á myndinni þá er brimlaust á Bakkanum í dag.

09.09.2007 22:09

Ágætt haustveður.

Þessi sunnudagur var með ágætum á Bakkanum og brimið gljávraði við ströndina og sólin skein á milli skýjanna. Það var semsagt ágætasta haustveður í dag en á morgun koma skýin  aftur með rok og rigningu segja þeir á veðurstofuni.

Á Bakkanum vex mikil hvönn vestur undir söndum. Hvannabreiðurnar eru eins og skógur á að líta eins og sést hér á myndinni. Ef hvönn væri einhvers virði, ætti hana líklega einhver greifinn.

07.09.2007 15:14

Nýtt brim 2.ára og fær nú nýtt nafn.


Heitir nú Brim á Bakkanum.

Þessi síða með nafninu Nýtt brim fór á vefinn fyrir um 2 árum hjá 123.is, þá líklega eina veður og brimbloggsíðan hér á landi og kom hún í stað eldri brimbloggsíðu sem var uppsett í blog,central kerfinu og hét hún Brim. Veðurbloggsíðum hefur fjölgað töluvert hérlendis sem og erlendis síðan þá.

Þó þessi síða sé ekki lengur ný af nálinni hvað veðurblogg varðar þá er hún líklega enn sú eina sem bloggar um brimið, og svo er að sjá hvernig þessi síða þróast. Brimbloggsíður hafa skotið upp kollinum víða erlendis, einkum í tengslum við brimbretta sport.

05.09.2007 12:06

Brima brunnur bragna fríði

Brimið leikur sér léttilega á sundinu eins og barn að biðukollu og grágrænar skriðfannir skríða að landi í sunnan beljandanum í gær. Brimið er mikil auðlind, full orku, sem enginn kann að nýta sér. Kanski sem betur fer, því hver annars væri búinn að kaupa það. Þeir yrðu þá kallaðir brimfjárfestar.

04.09.2007 14:17

Stormurinn gnauðaði

Það var úrhellis rigning og hvassviðri á ströndinni í nótt og í morgun og fóru einstakar rokur upp í 21m/s á Bakkanum. Laufin rifnuðu af trjánum í stormhviðunum og þyrluðust um allar tryssur. Nú er kólgubrim og særót mikið.

03.09.2007 11:44

Nú er vinda von

Stormlægð nálgast nú landið vestanvert og ýfir upp báru. Veðurstofan varar við hressilegum vindi á höfuðborgarsvæðinu og hér á Bakkanum má gera ráð fyrir Sunnan18 m/s næsta sólarhringinn og þessu veðri fylgir vaxandi alda enda gerir siglingastofnun ráð fyrir ríflega 6 m ölduhæð á Eyrarbakkaflóa sem táknar að sjálfsögðu hressilegt og ógnþrungið brim á morgun.

það er því upplagt að bregða sér á Bakkan  og berja augum svarrandi brimið og æðisgengin boðaföllin,sem hvergi eru tignarlegri að sjá nema einmitt þar.

22.08.2007 12:39

Óma ægis hörpu hljóð

Unnar dætur feykja falda,
fagran stíga dans á sjá.
Á eftir stormi lifir alda,
undarlega brött og há,

Ómar ægis hörpu hljóð,
yfir húm og heima.
Á eftir fjöru fellur flóð,
og flæðir yfir hleina.
ok.

05.06.2007 21:00

Voldugt brim.

Það er mikilfenglegt að sjá brimið þessa dagana og einkum núna þegar rokinu og regninu hefur slotað og sólin tekin að skína í bili.

Eftir brimstiga P,Nielsens þá hefur brimið verið í 4 -5 stigum síðan síðdegis á sunnudag og telst það vera nokkuð óvenjulegt. Meðaltalið fyrir Júni er 1 dagur með svo miklu brimi.

Á síðasta sólarhring mældi veðurstofan 20 mm úrkomu á Bakkanum sem telst nokkuð. Sólahringsgsúrkomumet fyrir 5 júní var hinsvegar sett árið 1969 en þá mældist 30,5 mm, (frá kl.9 til 9 )vel blautur dagur það
.

"Stormur" heitir þessi vísa eftir Björn Pétursson Sléttu, Fljótum. f.1867 - d.1953

Griðum hafnar hrannar rót
heiftum safnar brýnum.
Stríðir hrafninn húna mót
honum nafna sínum

Þakka svo Pétri Stefánssyni fyrir þessar brim og veðurvísur sem hann sendi mér eftir afa sinn og læt þær fljúga hér inn þegar á við.

04.06.2007 13:04

Súld og suddi


Þeir eru heppnir sem eiga regnkápur og ullarhosur og geta því verið úti.
það hefur nefnilega verið úrkomusamt á suðvesturhorninu síðasta sólarhringinn með strekkings vindi af suðaustri og lítur út fyrir að svo verði áfram næstu daga.

Ástæðan er þessi mikla lægð suðvestur af landinu og hæðirnar tvær sem loka fyrir leið hennar austur á bóginn. Þannig á lægðin ekki aðra möguleika en að blása úr sér þar sem hún er niður komin.

Ástandið á því eftir að batna þegar eftir miðja vikuna,en hitastig breytist þó lítið ef marka má veðurstöðina Falling.rain.com

Lægðin hefur valdið töluverðu sjávarróti með tilkomumiklu 3-4 stigs brimi á Bakkanum samkv. brimskala P.Nielsens fyrrum faktors í Húsinu á Eyrarbakka og veðurathugunarmanns dönsku veðurstofunar á sínum tíma.

Veðurspáin fyrir Sjómannadaginn hér fyrir neðan fór nú heldur betur í vaskinn, þar sem vel hvessti síðdegis með helli rigningu og hitastigið féll niður fyrir 10°C.

Nýliðinn maímánuður var fremur kaldur á landinu að sögn Veðurstofunnar. Mjög hlýtt var um land allt fyrstu daga mánaðarins og einnig um mikinn hluta landsins síðustu dagana. Einkum var kalt á tímabilunum 4 til 11. og 19. til 27. og snjóaði þá sums staðar.
Á Bakkanum var hlýjasti dagurinn 31.maí en þá náði hitinn hámarki í 17,7°C en kaldast var þann 21. þegar hitinn féll undir 4°C og var sumstaðar í 0°C í næsta nágreni. Annars var hitastigið oftast um 10°C

Yfirlit Veðurstofunar umTíðarfarið í  maí

21.05.2007 21:28

P.Nielsen brimverji no.1

Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt

Styrkur 0 : Alsléttur sjór, þá sést ekkert brim á skerjunum.

Styrkur 1 : Rólegur sjór. Brimar á skerjum á stöku stað

Styrkur 2 : Brýtur fyrir öllum skerjum, en ekki á Sundinu.

Styrkur 3 : Brot alstaðar, einnig á mestum hluta Sundsins; þó getur það yfirleitt heppnast fyrir opna fiskibáta að stinga sér yfir brimið, með því að sæta lagi.

Styrkur 4 : Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, Að öllu hættuleg fyrir opna báta og minni mótorbáta.

Styrkur 5 : Voldugt brim; Sjórinn brýtur við sjóvarnargarða.

Styrkur 6 : Voldugasta brim. Sjórinn gengur yfir sjóvarnargarða og langt upp á land.

Við brimstyrk 0, 1 og 2 geta róðrabátar og hæfilega djúpristir mótor og gufubátar yfirleitt siglt út og inn sundið með hliðsjón af sjávarföllum og siglingamerkjum.

Við brimstyrk 3 geta hæfilega stórir gufu og mótorbátar siglt út og inn 1-2 tímum fyrir og eftir háflóð.

Við brimstyrk 4, 5 og 6 er inn og útsigling ekki örugg fyrir farkost af nokkru tæji.


Þýtt úr dönsku.- Dönsk heimild Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Hér er síðan samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):

Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):

ár

B0

B1

B2

B3

B4

B5

B6

alls

1881

86

78

69

93

29

10

0,33

365

1882

104

55

73

83

43

7

0,00

365

1883

99

55

67

80

47

7

1,67

355

1884

90

51

69

120

30

4

2,00

364

1885

107

81

69

89

14

3

0,00

363

1886

109

70

73

94

16

3

0,00

365

1887

103

61

64

101

31

4

0,33

364

1888

137

48

70

72

36

2

0,67

365

1889

113

66

70

75

35

6

0,00

365

1890

92

61

75

83

46

8

0,00

365

1891

118

57

67

67

50

7

0,00

366

1892

136

76

60

67

24

3

0,00

366

1893

 

 

 

 

 

 

 

 

1894

 

 

 

 

 

 

 

 

1895

117

58

59

105

21

4

0,00

364

1896

87

50

73

127

26

3

0,67

366


Nýtt Brim þakkar Trausta Jónssyni fyrir þessar áhugaverðu og fróðlegu upplýsingar.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00