14.10.2007 20:17

Stígvéladagar

Það hefur verið fremur blautt og vindasamt í Flóanum að undanförnu og töluvert brim úti fyrir. Úrkoma mældist 11 mm Eyrarbakka í dag sem er þó engin ósköp miðað við sl.föstudag (12/10), en þá heltust einir 26 mm ofan úr skýjunum í mæliglasið hjá veðurathugunarmanni okkar á Bakkanum og vantaði aðeins 4mm til að jafna dagsmetið frá 2004

það gæti látið nærri að það sem af er mánuðinum sé úrkoman yfir meðallagi,en það er þó ágiskun því meðaltalstölur fyrir Eyrarbakka eru ekki sérstaklega aðgengilegar.

Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1884
Gestir í gær: 138
Samtals flettingar: 501786
Samtals gestir: 48583
Tölur uppfærðar: 5.7.2025 19:42:49