26.07.2010 10:14

Tundurdufl gert óvirkt á Eyrarbakka

Tundurduflið á EyrarbakkaÍ sunnanátt og nokkru hafróti að kvöldi hins 29. oktober 1946 rak tundurdufl upp í fjöru inni í kauptúninu á Eyrarbakka, og var mkil vá fyrir dyrum af þessum ástæðum. En um kvöldið á fyrstu fjöru, sem duflið kenndi grunns, kom á vettvang kunnáttumaðurinn Árni SigurJónsson frá Vík í Mýrdal og gerði duflið óvirkt. Duflið var breskt seguldufl. Sami Árni Sigurjónsson hafði auk þessa dufls í þessum sama mánuði gert óvlrk tvö samskonar tundurdufl, annað á Bryggnafjöru í Landeyjum og hitt á Klaustursfjöru undan Alviðruhömrum. 

Ekki er ósennilegt að hér sé um að ræða duflið sem síðar var notað sem olíutankur á Símstöðinni á Eyrarbakka (Mörk) og er nú í eigu byggðasafns Árnesinga. Duflið er nú til sýnis við Sjóminnjasafnið á Eyrarbakka. Duflið svipar mjög til dufla sem notuð voru í fyrri heimstyrjöldinni, en sennilegast er að því hafi verið plantað í byrjun seinni heimstyrjaldarinnar 1939 eða 1940.

Um  líkt leiti, eða miðja síðustu öld rak tundurdufl á Gamlahraunsfjörur. Helgi Þorvaldsson á Gamla -Hrauni ( í vestur bænum) gerði duflið óvirkt og nýtti það sem olíutank.


Í byrjun september 1946 rak tundurdufl upp í sker á Stokkseyri, það var einnig breskt seguldufl eins og duflið sem rak upp á Bakkanum. Haraldur Guðjónsson duflabani  úr Reykjavík gerði það dufl óvirkt.

Tundurdufl eða hlutir úr þeim hafa stundum komið upp í dragnót skipa. Þannig kom sprengitunna úr tundurdufli í dragnót Aðalbjörgu RE-5 út af Þorlákshöfn sumarið 2005 og Ævarr Erlingsson á Eyrúnu ÁR 66 fekk eitt dufl í nótina suður af Krísuvíkurbjargi 1997.  Bendir það til þess að fjöldi tundurdufla hafi verið lögð á siglingaleiðum á þessum slóðum í heimstyrjöldinni síðari.

Í tundurdufli geta verið meira en 200 kg. af sprengiefni. Áætlað er að á fyrstu 3 árum styrjaldarinnar hafi bretar lagt um 110.000 tundurdufl á siglingaleiðum umhverfis Færeyjar og Ísland.


Heimild Tíminn 209.tbl.1947. Ársæll Þórðarson frá Borg.

Fréttablaðið 168.tbl.2005 ofl.


Fyrrverandi tundurdufl fær uppreist æru! (23.4.2007 12:45:29)

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 155807
Samtals gestir: 18377
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 00:28:02