23.04.2007 12:45

Fyrrverandi tundurdufl á safn

þetta fyrrverandi tundurdufl hafði þjónað sem olíutankur símstöðvarinnar á Eyrarbakka í hálfa öld, en fær nú það hlutverk að vera stríðsmynjar við sjóminjasafnið á Eyrarbakka.

Tundurdufl er nafn á sprengjum sem lagðar eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum.
Í síðari heimstyrjöldinni lögðu bretar allmörg tundurdufl við strendur Íslands, talið er að þau hafi verið yfir 200.000 og voru  einkum lögð  út af Vestfjörðum, í Faxaflóa, Hvalfirði, Eyjafirði og Seyðisfirði  og víðar þar sem hugsanlegt þótti að herskip þjóðverja ættu leið um. Allar götur síðan hafa þessi dufl slitnað upp og rekið á fjörur víða um land eða komið upp í veiðarfærum skipa.Íslenskir sjómenn hafa því frá lokum seinna stríðs oft fengið dufl í veiðarfærin eða séð þau á reki. Fundist hafa hátt í 3000 dufl við Ísland en á seinni árum hafa fimm til sex dufl fundist á ári.

Þegar olíuhitun tók við af kolaofnunum fengu mörg slík dufl nýtt hlutverk sem olíutankar og voru minnst tveir slíkir tankar til á Eyrarbakka.

Flettingar í dag: 639
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 530
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 155656
Samtals gestir: 18369
Tölur uppfærðar: 9.6.2023 22:40:29