Flokkur: Fréttir

13.05.2008 16:28

Margt um manninn á vori í Árborg.

Það var margt um manninn  á Bakkanum á vori í Árborg nú um helgina. Fjölsótt var á hina ýmsu viðburði og sannkölluð markaðsstemming ríkti í menningarhúsinu þegar "Vorskipið" kom. Gallerí Gónhóll opnaði með pompi og pragt að viðstöddu miklu fjölmenni og fór sýning nokkura listamanna þar vel af stað.

Söfnin stóðu opin almenningi sem og höfðingjum og má segja að menningin blómstri nú eins og endur fyrir löngu.
Myndir.

08.05.2008 12:46

Galleri Gónhóll opnar í dag.

Árni Valdimarsson við opnun Galleri Gónhóls.Nýtt gallerí, Gallerí Gónhóll opnar í dag, 8. maí kl. 18. Í tilefni af Vor í Árborg verður haldin sýning á verkum eftir Eddu Björk Magnúsdóttur, Jón Inga Sigurmundsson, Dóru Kristínu Halldórsdóttur og Þórdísi Þórðardóttur. Einnig verður handverksmarkaður þar sem fleiri listamenn sýna og selja verk sín.
Gallerí Gónhóll er í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka. Það eru Árni Valdimarsson og fjölskylda sem hafa blásið nýju lífi í gamla frystihúsið.

Kolaportsstemning verður í  einum hluta hússins þar sem fólk getur leigt bása og selt sínar vörur. Einnig verður þar listasmiðja ungu kynslóðarinnar.

Sjá nánar  fétt í Glugganum.

06.05.2008 17:35

Konungleg heimsókn

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa koma í heimsókn til Eyrarbakka í dag. Séra Úlfar Guðmundsson sóknarprestur tekur á móti gestum í kirkjunni en altaristaflan þar er eftir Louise drottningu, formóður krónprinsins. Síðan mun Lýður Pálsson safnstjóri sýna Húsið og kynna safnastarfið fyrir prinsinum og prinsessuni.


Hægt er að skoða heimasíðu Friðriks á hkhkronprinsen.dk.

05.05.2008 12:51

U.M.F.E. 100 ára .

Ungmennafélag Eyrarbakka fékk fyrir skömmu úthlutað úr menningasjóði Árborgar kr. 50.000 til að gefa út afmælisrit í tilefni 100 ára afmælis félagsins.U.M.F.E var stofnað 4.feb. 1908. Í forsvari fyrir félagið var í fyrstu P.Níelsen í Húsinu en hann var mikill frumkvöðull um íþróttir og þjálfaði ungmenni á Eyrarbakka um langt skeið. Þann 5. maí 1920 var U.M.F.E endurreist, en fyrir því stóð Aðalsteinn Sigmundsson kennari á Eyrarbakka, en auk þess gekk hann fyrir stofnun skátafélagsins Birkibeina ári síðar.

Í gegnum tíðina hefur félagið staðið að eflingu íþróttaiðkunar ungmenna á Eyrarbakka og má nefna í því sambandi hið víðfræga Hópshlaup sem var afar vinsælt fyrir all nokkrum árum og er enn. 

Endurreisn UMFE: 

Stofnfundur U. M. F. E. var haldinn í Barnaskólahúsinu á Eyrarbakka að kvöldi 5. mai 1920. Voru stofnendur 43. Tuttugu þeirra voru 14 ára unglingar, er lokið höfðu fullnaðarprófi í barnaskólanum fáum dögum áður. Nokkir hinna voru nemendur úr ungmennaskóla, er starfað hafði í þorpinu veturinn fyrir. Heita mátti, að allir væru stofnendur kornungt fólk, nema tveir, er komnir voru yfir þritugt, þau Jakobina Jakobsdóttir kennari og Gísli Pétursson héraðslæknir. Aðalforgöngumaður endurreisnarinnar var Aðalsteinn Sigmundsson, er flutst hafði til Eyrarbakka haustið fyrir og tekið við forstöðu barnaskólans.
Heimild: Skinfaxi 1930

  

21.04.2008 13:05

Nemendur BES voru bestir

Í stóru upplestrarkeppninni sem er tíu ára um þessar mundir atti Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri  kappi við skólana á Selfossi og í Hveragerði. Haft var á orði að krakkarnir sem kepptu í ár væru óvenjulega færir lesarar og falleg framkoma þeirra og fas vakti athygi dómenda og styrktaraðila.

Nemendur BES slógu í gegn og hlutu  Eygerður Jónasdóttir og Ágúst Bjarki Sigurðsson fyrstu og þriðju verðlaun. Þetta er þriðja árið í röð sem okkar krakkar vinna til verðlauna.
Heimasíða BES

17.04.2008 09:03

Byggt við Sólvelli

Framkvæmdir við Sólvelli eru í fullum gangi um þessar mundir þar sem verið er að steypa upp viðbyggingu sem er um 125 m² að grunnfleti á þremur hæðum og kemur hún til með að bæta aðstöðu dvalargesta til muna.
Sólvellir var áður læknisbústaður en er nú dvalarheimili fyrir aldraðra á Eyrarbakka og var húsið tekið í notkun sem slíkt 1. nóvember 1987. Dvalarheimilið var sett á fót fyrir tilstilli samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili.

13.06.2007 15:45

Svört skýrsla Hafró.

Í skýrslu Hafró um nytjastofna má sjá að eitthvað verulega mikið er að í lífríki sjávar.
Svo er að sjá sem helstu fiskistofnar og selir egi við verulegan fæðuskort að etja. Landsel fækkar nú um 4% á ári og sömu leiðis fækkar útsel verulega þó veiðar á þessum tegundum séu óverulegar.

Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað verulega á síðustu árum og er meðalþyngd flestra aldursflokka í eða við sögulegt lágmark. Sama gildir um Ufsa og Ýsu enda eru þessar tegundir í samkeppni um sömu fæðuna.

Auk loðnu virðist magn nokkurra annarra mikilvægra fæðutegunda svo sem rækju og sandsílis hafa dregist saman á undanförnum árum og bendir þróunin þar til verulegrar minnkunar á stofnstærð Sandsílis.

Sandsíli er til að mynda helsta fæða kríunar sem hefur átt í vök að verjast síðustu tvö til þrjú ár vegna skorts á sandsíli sem og ýmsir bjargfuglar. Í byrjun maí sást nokkuð af sandsíli við Vestmannaeyjar en hvort það sé í einhverjum mæli er enn ekki vitað.

Margir telja ástæðuna fyrir skorti á sandsíli og loðnu vera vegna hlýnunar sjávar og loftslagsbreytinga.Margt bendir einnig til að hryggning sandsílis hafi misfarist árið 2004-2005 þar sem lítið hefur fundist af þeim árgangi.

Þyrfti ekki að stöðva veiðar á fóðurfiski í þessu ljósi ?
 Meira.

10.04.2007 13:35

Rætist draumurinn?

Endurbygging Vesturbúðarinnar - draumur eða veruleiki? Á fréttavefnum Suðurland.net er sagt frá hugmyndum fjögra áhugamanna um endurbyggingu Vesturbúðanna sem ætla að standa fyrir kynningu á þessu efni.Kynningin fer fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka síðasta vetrardag og hefst hún kl. 20:00.

Eins og kunnugt er lét kaupfélag Árnesinga rífa hús dönsku verslunarinnar á Eyrarbakka  árið 1950 og af og til hafa komið fram hugmyndir um endurbyggingu þeirra frá þeim tíma. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar styrkti verkefnið af myndarskap á sl. ári.

það væri óneitanlega þorpinu sem og allri ferðaþjónustu í Flóanum mikil lyftistöng ef þessi góða hugmynd verður að veruleika. Þarna gæti risið á ný táknmynd um verslunarsögu Íslendinga sem glataðist illilega þegar efniviður þessa mikla verslunarhúss brann í Þorlákshöfn, en þangað hafði efnið verið flutt á sínum tíma og byggð úr því saltfiskverkunarhús.
Fréttin í heild.

06.04.2007 14:23

Helikopter lendir á Bakkanum.

Þyrla á KaupmannstúniEinkaþyrla lenti á Kaupmannstúninu við Húsið í dag og voru þar gestir Rauðahússins á ferð. Það þarf kanski nú til dags að gera ráð fyrir þyrlupöllum á opinberum stöðum þar sem fyrirfólk er alveg hætt að ferðast á bifreiðum á þessum ofur velmegunartímum.
Sjá einnig Stjörnur á ferð í Hveragerði

28.03.2007 12:54

Vorskipið á leiðinni.

Það er gullfallegt veður á Bakkanum í dag eins og víða á landinu. Á hádegi var NNA 2 m/s Léttskýjað og Skyggni >70 km hiti 3,6°C á mönnuðu veðurstöðinni en hinsvegar sýndi sjálvirka stöðin 5,8°C á sama tíma,en hún er staðsett rétt vestan við bæinn. Annars hljóðaði lýsingin frá veðurstofu Íslands í hádeginu þannig: Á hádegi var hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él norðantil, en léttskýjað syðra. Hlýjast var 6 stiga hiti á Eyrarbakka, en kaldast 2 stiga frost við Mývatn. Svo er bara að njóta sólskínsdagsinns 28.mars.

Svo eru þær góðu fréttir frá Árborg að flýta egi lagningu fjörustígs.
 Framkvæmdir við lagningu fjörustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eiga að hefjast árið 2008 í stað ársins 2010, samkvæmt breytingum á þriggja ára fjárhagsáætlun Árborgar. 

Þeir sem hafa sérastakan áhuga fyrir konum og víni geta hlýtt á Erling Brynjólfsson sagnfræðing flytja fyrirlestur í borðstofu Hússins fimmtudagkvöldið 29. mars kl 20.30. Nefnist fyrirlesturinn Um kvenfólk og brennivín.


Vorskipið kemur
Hópur áhugafólks og fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa ákveðið að blása til vorhátíðar, helgina 18-20. maí, undir heitinu: "Vorskipið kemur! á Eyrarbakka og Stokkseyri

Meira um vorskipið.


24.03.2007 11:11

Lífæð brestur.

Á dögunum brast hitaveitulögn sú sem liggur frá Laugardælum um "Sandvíkurhrepp" og niður á strönd og sér íbúum svæðisinns fyrir heitu vatni til húshitunar. Þessi æð var lögð fyrir tæpum 30 árum og er að öllum líkindum komin til ára sinna. Í upphafi var talað um að endingartími leiðslunnar væri að hámarki 30 ár vegna tæringar. Sl.fimtudag hófu Selfossveitur viðgerð á leiðslunni sem tók um dagstund, en daginn eftir þá mátti sjá gufu læðast upp úr jarðveginum á öðrum stað í "Sandvíkurhreppi" og líklega er þessi pípa að verða sem gatasigti. 

Veðrið:
Hvasst var á Bakkanum í morgun, talsverð rigning og brim.

09.02.2007 10:56

Bakkamenn byggja.

Talsverðar byggingarframkvæmdir standa yfir á Bakkanum þessa dagana og ný hús dúkka upp hér og hvar í þorpinu. Í gær hélt Klaudiuzs reisugildi á "Figlarskistöðum" og óskar Nýtt Brim honum til hamingju.

Í hinum enda þorpsinns er Halldór Forni að gera sinn "Fornalund" fokheldann.Þetta er reisulegt hús sem Forni hefur byggt upp á egin spítur.

Við "Bráðræði" er verið að byggja í stíl úr stáli og staurum en í engu bráðræði.

Nú er búið að selja Álaborgina til Eyja og er þá útséð með það að útgerð og fiskvinnsla á Eyrarbakka heyrir nú sögunni til. Það eru breyttir tímar og tækifærin liggja nú á öðrum sviðum.

Tíðin:

Bjart en en dálítið frost með norðlægum áttum.

29.01.2007 22:00

Sleifarlagi mótmælt.

Eyrbekkingar eru aldir við að taka til hendinni þegar mikið liggur við og kunna því egi við leti og sleifargang þegar þess gerist þörf að taka hendur úr vösum og bretta upp ermar og því brugðu kennarar og starfsfólk í barnaskólanum á Eyrarbakka á það ráð að senda áttatíu börn í efstu bekkjum skólans heim til sín um tíuleytið í morgun til þess að mótmæla því sem þeir kalla sleifarlag bæjaryfirvalda við framkvæmdir á skólalóðinni á Eyrarbakka.

 

Nánar um þetta: www.stokkseyri.is

Fréttatilkynning frá Árborg varðandi málið

26.11.2006 22:23

Raunalegt sár á Ingólfsfjalli

Skipulagsstofnum lagðist gegn því sl. vor að framkvæmdaleyfi við námuna yrði gefið út á þeirri forsendu að umhverfisáhrif væru of mikil. Ölfushreppur heimilaði áframhaldandi efnistöku úr Ingólfsfjalli.  Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála, úrskurðaði þann 22 júní sl. að framkvæmdir við Ingólfsfjall yrðu stöðvaðar að hluta til. Bann var sett á framkvæmdir sem hafa myndu í för með sér breytingar á fjallsbrúninni.

Landvend og NVS kæra: Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu í sitt hvoru lagi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Þá var þess krafist til bráðbirgða að efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs yrði stöðvuð án tafar þar til málið væri til lykta leitt

Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hafnar kröfu kærenda:

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála  kvað upp úrskurð sinn á dögunum er varðar kærur Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands á ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita Fossvélum ehf. framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss um veitingu framkvæmdaleyfisins. Sjá:Úrskurður

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00