05.05.2008 12:51

U.M.F.E. 100 ára .

Ungmennafélag Eyrarbakka fékk fyrir skömmu úthlutað úr menningasjóði Árborgar kr. 50.000 til að gefa út afmælisrit í tilefni 100 ára afmælis félagsins.U.M.F.E var stofnað 4.feb. 1908. Í forsvari fyrir félagið var í fyrstu P.Níelsen í Húsinu en hann var mikill frumkvöðull um íþróttir og þjálfaði ungmenni á Eyrarbakka um langt skeið. Þann 5. maí 1920 var U.M.F.E endurreist, en fyrir því stóð Aðalsteinn Sigmundsson kennari á Eyrarbakka, en auk þess gekk hann fyrir stofnun skátafélagsins Birkibeina ári síðar.

Í gegnum tíðina hefur félagið staðið að eflingu íþróttaiðkunar ungmenna á Eyrarbakka og má nefna í því sambandi hið víðfræga Hópshlaup sem var afar vinsælt fyrir all nokkrum árum og er enn. 

Endurreisn UMFE: 

Stofnfundur U. M. F. E. var haldinn í Barnaskólahúsinu á Eyrarbakka að kvöldi 5. mai 1920. Voru stofnendur 43. Tuttugu þeirra voru 14 ára unglingar, er lokið höfðu fullnaðarprófi í barnaskólanum fáum dögum áður. Nokkir hinna voru nemendur úr ungmennaskóla, er starfað hafði í þorpinu veturinn fyrir. Heita mátti, að allir væru stofnendur kornungt fólk, nema tveir, er komnir voru yfir þritugt, þau Jakobina Jakobsdóttir kennari og Gísli Pétursson héraðslæknir. Aðalforgöngumaður endurreisnarinnar var Aðalsteinn Sigmundsson, er flutst hafði til Eyrarbakka haustið fyrir og tekið við forstöðu barnaskólans.
Heimild: Skinfaxi 1930

  

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229370
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:28:05