Flokkur: Veðrið
03.08.2007 17:53
Verslunarmannalægðin rennur hjá.
Helgarlægðin margumrædda (Atlansstormurinn Cantal) rennur nú hjá án nokkurs óskunda og dembdi aðeins örfáum dropum úr sér við suðurströndina,með vindhraða um 10 m/s. En annars var stormur í Vestmannaeyjum í morgun þegar skil frá lægðinni gengu inn á landið og komst vindhraði þar í 27 m/s kl 09:00
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægari vindi um sunnanvert landið síðar í dag og dregur þar einnig úr úrkomu sem annars hefur verið furðu lítil miðað við fyrri spár.
Lægðin stefnir nú í austur í átt til Bretlandseyja og kann að bæta einhverju á vandræðin sem þar hafa verið vegna flóða.
02.08.2007 15:04
Júlí góður.
Júlí var mjög hlýr um landið sunnan- og vestanvert, hiti var í ríflegu meðallagi. Þetta er jafnframt þurrasti júlí síðan 1993 á Suðvesturlandi.
Á Bakkanum fór hitinn nokkrum sinnum yfir 20°C en hæsti hiti mánaðarins 22,4°C samkvæmt opinberum hitamæli staðarins var þann 9.júlí en hæsti hiti sem mældist á mannaðri stöð á landinu í mánuðinum var 24,1°C á Hjarðarlandi í Biskupstungum þann 8. Daginn eftir komst hiti þar í 24,6°C á sjálfvirku stöðinni.
Eins og annarstaðar var þurkatíðin óvenjulega mikil og langvinn í Flóanum og smærri tjarnir víðast hvar uppþornaðar.
Nánar um tíðarfarið á vef Veðurstofunar
30.07.2007 22:10
Stígvélahelgi framundan
Hún er heldur ókræsileg veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina,en eins og þetta kort frá Meteoblue sýnir þá er gert ráð fyrir víðáttumiklu úrkomubelti sem leggst yfir landið á föstudag með stórrigningu sunnanlands og þá einkum í Vestmannaeyjum (græni flekkurinn á kotinu)
Það má sem sagt búast við hundblautri stígvélahelgi.
29.07.2007 20:09
Seinni hálfleikur
Nú er sumarið hálfnað (miðsumar samkv. gömlu tímatali) og veðrið skiptir um tóntegund. Veðurfræðingar spá nú rigningu á þessum slóðum alla næstu viku og eru það umskipti frá þurkum og blíðviðri í næstum tvo mánuði.
Veðurfarið í Evrópu hefur verið með undarlegasta móti það sem af er sumri með rigningum og flóðum á Bretlandseyjum en sjóðandi hitabylgjum sunnar í álfunni. Hér á Fróni höfum við hinsvegar notið einstakrar sumarblíðu og veðursældar allt frá júní byrjun og þurkum svo miklum að elstu menn muna ekki annað eins. En nú er von á vætu sem mögum þætti kærkomin og ætti þá ekki að vera þörf á að skamta vatnið lengur hjá henni Árborgu.
17.07.2007 20:55
Met á met ofan.
Eldra dagsmet frá 2003 var 19,5°C
Þurrvirðiskaflinn ef svo má segja slær nú einig öll met.
Svo má gera ráð fyrir að met sólskínstunda í júlí sé í fallhættu þó Nýtt brim hafi ekki nákvæmar upplýsingar um eldri sólskinsstundamet.
16.07.2007 20:54
Beðið eftir regni
Undanfarnar vikur hefur þurkatíð ráðið lögum og lofum á Suðurlandi og er svo komið að grös eru víða farin að brenna á túnum og lóðum svo mjög að til vandræða horfir.
Ekki er vitað til að svo langvarandi þurkatíð hafi áður ríkt á Suðurlandsundirlendinu og lifa menn nú í vonini um að fá smá vætu, en varla hefur komið dropi úr lofti síðan í byrjun júní. Veðurspár gera þó ráð fyrir að úr rætist undir næstu helgi.
En nú er svo komið að bændur margir hverjir eru farnir að bölva þurkinum og óska eftir venjulegru rigningasumri,
09.07.2007 19:54
Sunnlensk hitabylgja heldur áfram.
En nú má lofa að dagsmet morgundagsins verði hættu,því áfram er spáð sól og hita.
08.07.2007 20:23
Sól og sumar
04.07.2007 18:19
þrumur og eldingar
Mikið gekk á á Suðvesturlandi seinnipartinn i dag um 3 leitið þegar kváðu við þrumur og eldingar sem stóðu yfir í um klukkustund og má segja að Grímsnesið og Flóinn hafi logað stafnana á milli. Hávaðinn var mikill og minnti óneitanlega á slík veður í útlandinu,en mun sjaldgæfari er þessi sjón á þessum slóðum. Í kjölfarið fylgdu svo hitaskúrir.
Annars var veðrið gott hér um slóðir,hæg suðvestanátt og hitinn mest rúm 16°C og sólarglæta öðru hvoru.
Brimið er nú í fríi næstu vikur og verður því lítið vakað yfir veðrum og brimi á næstunni,enda allt með rólegasta móti á þessum vígstöðvum nú um stundir.
03.07.2007 20:27
júní góður.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 7,7 stig og hefur ekki orðið hærri frá upphafi mælinga þar árið1965.
Yfirlit Veðurstofu
Júní var óvenju þurr á Bakkanum eins og víðast hvar á landinu, hiti komst hæst í 20,2°C þann 25 júní. Nánast brimlaust hefur verið allan mánuðinn en það er þó ekkert óvenjulegt á þessum árstíma.
25.06.2007 22:25
Dagsmet slegið.
Kl 18 í kvöld var sett nýtt dagshitamet á veðurstöðinni á Eyrarbakka þegar hitinn fór í 20,2°C þá hafði dregið frá sólu og og vindur snúist úr SV til Noðanáttar.
Samkvæmt bestu heimildum Nýs Brims þá var eldra dagsmet 25 júní fyrir stöð 923 á Eyrarbakka sett árið 1963 en þá fór hitinn hæst í 16,8°C (18,8°C árið1925 en mælingar þá voru óáræðanlegar)
Enn vantar tæpar 3°C til að slá methita í júní frá árinu 1999 sem sett var þann 30. upp á 22,6°C (6.jún 1924 24,1°C en mæling óáræðanleg)
Óvarlega má marka af þessu hlýnun andrúmsloftsinns þó svo dagsmet hafa nú verið slegin tvisvar í júní á þessu ári eins og í maí. Líklega á árið 2002 flest júní dagsmetin eða samtals 5
25.06.2007 12:34
Getum við barist við hitann?
CO2 vandinn.
Talsvert hefur verið rætt um loftslagshlýnun undanfarin ár og sýnist sitt hverjum um orsakir þess. Flestir vísindamenn eru sammála um að hlýnun loftslags sé af mannavöldum, þ.e. aukin útblástur CO2 sem veldur svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Aðrir halda því fram að aukin virkni sólar,eða náttúruleg sveifla jarðar um braut sólar sé orsökin fyrir hlýnun og vissulega er hægt að sýna fram á að hlýskeið og ísladir hafi komið og farið án þess að maðurinn hafi komið þar nærri einhverntíman í fyrndini og skemst er að minnast litlu ísaldar 1300-1700.
Er kolefnisjöfnun lausnin?
En hlýnunin er staðreind samkvæmt öllum mæligögnum en hinsvegar afar óljóst hversu lengi hlýnunin komi til með að vara og hvenær hún nær hámarki. Ómögulegt að spá um hvort hægt sé að sporna við þessum breytingum þó viðleitni sé vissulega til þess meðal flestra þjóða með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum jafnvel vakin upp við það að nú þurfum við að kolefnisjafna bílinn okkar og ef til vill verðum við innan skams farin að kolefnisjafna útigrillið,börnin,hundinn og köttin og okkur sjálf. Þetta getur hjálpað til við að kæla heiminn á meðan landrými fyrir skógrækt er nægjanlegt.Einn stæðsti CO2 útblástursgjafinn er flugið og túrisminn og óvíst að flatarmál Íslands dugi fyrir þann skóg sem þyrfti til að kolefnisjafna þessa atvinnugrein. Ef við fengum til baka öll þau tré sem væri búið að höggva í regnskógum S-Ameríku gætu horfurnar verið betri.
14°meðalhiti í júní?
Hin neikvæðu áhrifa hlýnunar er þegar farið að gæta hér á landi þó aðeins sé um tæpa 1° meðaltalshlýnun að ræða á síðustu 50 árum en muni líklega hækka um 1,8-4°C til loka aldarinnar.Við sjáum jökla hörfa með tilheyrandi uppblæstri sem skyggir á sólu og landeyðingu eins og gerst hefur að undanförnu í hvössum vindi. Hlýnun hafsins í kjölfar loftslagshlýnunar hefur slæm áhrif á gengd fiskistofna og þar afleiðandi á fuglalíf. Sandsíli fæða margra fiska og fugla er t.d. horfið úti fyrir suðurströndinni með skelfilegum afleiðingum fyrir þær tegundir sem lifa á því. Smám saman mun sjávarborð hækka vegna hlýnunar sjávarins og bráðnunar jökla, einkum Grænlandsjökuls með vaxandi flóðahættu og landrofi. Talið er að sjávarborð hækki um 28-43 sentimetra á öldinni. Aukin uppgufun sjávar leiðir til aukningar skýjafars sem hefur þær afleiðingar að veturinn verður hlýrri fyrir bragðið þar sem varmatap verður minna en sumrin aftur svalari þar sem skýin draga úr inngeislun sólar.Þá mun úrkoma í formi rigningar aukast á sumum svæðum,einkum á norðanverðu Atlantshafi.
Stormar eða stillur?
Sumir spá verri veðrum, stormum og fellibylum í kjölfar hlýnunar en það er raunar ekkert sem staðfestir að svo muni verða,líklegra er að hitabylgjur og þurkar verði helsta vandamálið sunnar í álfuni. Helsta áhyggjuefni Íslendinga væri hvaða áhrif hlýnunin hefur á lífríkið, fiskistofna í hafinu umhverfis landið og í ám og vötnum, á fuglalíf og fæðukeðjuna þar sem ýmsir hlekkir geta auðveldlega brostið eða jafnvel nýir komið inn. Hvaða áhrif hefur hlýnunin á gróðurfar.t.d. þörunga og vatnagróður? Mun súrnun hafsins valda þörunga og fiskidauða í stórum stíl? Mun gróðurfar breytast á hálendinu? Munu svartir sandar verða að grænum engjum innan tíðar? Framtíðin býður upp á óþrjótandi ransóknarverkefni fyrir fræðimenn, sem munu gera okkur kleift að búa okkur undir óvissa framtíð.
Loftslagsvin
Norður-Atlantshafið er mun hlýrra en önnur svæði á sömu breiddargráðum, vegna innstreymis hlýrra hafstrauma norður á bóginn. Hlýr yfirborðssjór streymir norður, kólnar síðan og sekkur til botns á hafsvæðinu norðan Íslands og austan við Grænland; þessi kaldi djúpsjór flæðir síðan suður á bóginn eftir botni Atlantshafsins. Þetta kerfi í heild er nefnt "Meridional Overturning Circulation" (MOC) á meðal fræðimanna, en meðal þátta þess eru Golf-straumurinn sem streymir norður og botnstraumar sem flæða í suður. Þetta kerfi er viðkvæmt fyrir loftslagsbreytingum. Menn hafa velt fyrir sér þeirri spurningu hvað gerist þegar aukin ferskvatnslosun vegna bráðnunar jökla leiðir út í þetta kerfi? Mun kerfið þá stöðvast?
MOC-kerfið vaktað
Núverandi loftslag norðvestur Evrópu myndi umbyltast ef MOC-kerfið stöðvaðist. það er talið að það hafi gerst áður á forsögulegum tíma og valdið mikilli kólnun á þessu svæði, jafnvel ísöld. Líkan á vegum Hadley-miðstöðvarinnar í Bretlandi bendir til þess að slík röskun myndi valda 3-5°C kólnun við norðvestur-Atlantshaf.
Haffræðirannsóknir við Ísland sýna þó sterkt innstreymi hlýs Atlantssjávar úr suðri, með merkjanlegri aukningu á hitastigi og seltu frá 1996 svo ólíklegt að einhver bráð hætta sé á ferðum á kólnun en aftur á móti eru áhrif hlýnandi hafstrauma vandamál nútímans.Ljóst er að bráðnauðsynlegt er að vakta þessi hafsvæði stöðugt á næstu árum.
12.06.2007 13:07
Veðurútlitið á lýðveldisdaginn 17 júní.
Sunnudagur
Skýjað með köflum. Hám. 53° F. / 12° C. Vindur ASA 11 mph. / 18 km/h.
Sunnudagskvöld
Skýjað með köflum. Lágm. 50° F. / 10° C. Vindur Austur 6 mph. / 10 km/h.
11.06.2007 22:59
Hitamet í dag.
Mánaðarmet fyrir júní var sett þann 30 júní 1999 en þá fór hitinn hæðst í 22,6°C
Ekki skal útilokað að þetta met kunni að falla síðar í mánuðinum.
Horfur eru á bjartviðri fram yfir miðvikudag (óðinsdag) en ekki eru líkur á að hitin nái sömu hæðum og í dag hvað sem síðar kann að verða.
07.06.2007 21:07
Fjallasperringur og önnur fyrirbæri.
Einhverju sinni hafði óþurkatíð gengið um lágsveitir sunnanlands og kom þaðan einn bóndi út á Bakka með ull sína sem ekki var sem þurrust. Nielsen gamli hjá Lefolii verslun kemur þar að og skoðar ullina,vegur hana og metur en líst ekki nógu vel á. Hann segir því við bónda " Hver í helvide, kan du ikke thurka dína ull í fjallasperr sem Olaf í Selslæk?"
"Fjallasperringur" hét algengt veðurfyrirbæri í uppsveitum Rángárvalla, Á vorum og sumrum, fram til haustnátta, mynda austanvindarnir, fyrir atbeina jöklanna, ýmist stórfellt regn eða helliskúrir, sem steypast vestur yfir allt Suðurlandsundirlendið að norðanverðu, en ná þó sjaldnast ofar en upp á Rangárvöllum, á móts við Tindafjallajökul. Norður af Heklu er þá aftur á móti norðlægari vindstaða, ýmist með þeyvindum eða þræsum á vorum, þurrviðrum á sumrum og frostum á vetrum. Önnur fyrirbæri af sama toga nefnist "Hornriði" þ.e. sterkviðrisstrengurinn og dembuskúrirnar, niður við sjávarströndina. Því var nefnt í tengslum við sjólagið, "hornriðaalda", "hornriðabrim", og "hornriðasjór".í illmúruðum hornriða og harðindatíð á vetrum renna afarháar kviköldur og hvítfyssandi fallsjóir undan sterkviðrinu á vesturleið til djúpanna og valda ógurlegu brimi við suðurströnd landsins, einkum í Eyrarbakkabugðunni. Eru kvikur þessar nefndar harðindakvikur, enda jafnan fyrirboði mestu illtýruharðinda, og brimið, sem undan þeim rennur, er kallað hornriðasjór eða harðinda-brim. "Austantórur" þ.e. austan skúraveður en þó bjart yfir austurfjöllum.