Flokkur: Grúsk
06.03.2007 22:18
Elsti barnaskólinn.
Barnaskólinn á Eyrarbakka var stofnaður föstudaginn 25 oktober 1852. Skólahúsið var byggt fyrir samskotafé almennings í héraðinu. Forgöngu fyrir þessari skólastofnun höfðu þeir sr. Páll Ingimundarson í Gaulverjabæ, Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri á Eyrarbakka og Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri sem þá var hreppstjóri Stokkseyrarhrepps.
Undirbúningur fyrir stofnun barnaskóla á Eyrarbakka hafð staðið um nokkur misseri og menn í héraðinu sem aðrir landsmenn hvattir til að leggja þessu góða máli lið og kom það því hvatamönnum undarlega fyrir sjónir að aðeins Árnesingar léðu þessu máli lið, en þó með nokkrum undantekingum. Þessum hugmyndum um stofnun barnaskóla fengu mikinn mótbyr frá 41 bónda í héraðinu sem undirskrifuðu skjal þann 16.apríl 1851 þar sem fyrirhugaðri stofnun var mótmælt og afsagt að styrkja til hennar eða að láta börn sín í skólann og þá einkum ef ekki yrði hjá því komist að taka af opinberu fé rentu-sveitarkassans til að reka skólann.
En þrátt fyrir þessa mótspyrnu bændanna var skólahúsið reist að Háeyri, timburhús sem rúmaði 30 nemendur auk kennarastofu og kostaði nálega 500 kr.(rbd) Þess má geta að Eigendur Lefolii verslunar og margir mætir Árnesingar styrktu rekstur skólans fyrsu árin.
Í haust verður þessi stofnun 155 ára. Vonadi verður þá búið að taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrir þessa elstu barnaskólastofnun landsins.
Heimild:Þjóðólfur 9.apr.1853
Ps. Bændurnir 41 hættu fljótlega að sýna opinbera andstöðu við skólastofnunina,enda öllum einsýnt að þetta væri mikið framfara skref.
Hér er þó ekki alveg rétt með að aðeins Árnesingar hafi stutt skólastofnunina því stuttu eftir að bréfritari þjóðólfafs hafði byrt bréf það sem ofangreindar upplýsingar eru byggðar á barst skólanum styrkur frá fólki utan Árnessýslu og byrtist í 5 árg.þjóðólfs bls 75 og 131
Styrkjendur voru þessir:
- Jón Guðmundsson lögfræðingur Reykjavík. ..........10 rbd.
- Dr. Jón Hjaltalín Kaupmannahöfn...........................5 rbd.
- P.Gudjonsen organisti Reykjavík...........................5 rbd.
- Sk. Thorarensen héraðslæknirMóeyðarhvoli............4 rbd.
- L. A. Knudsen kaupmaður Hafnafyrði.....................3 rbd.
- M. J Matthiesen kaupmaður Hafnafyrði...................3 rbd.
- sr.Páll Matthiesen Dvergverðarnesi.........................2 rbd.
- Egill Jónsson bókbindari........................................1 rbd.
- pr.f. sr. Ásmundur Jónsson....................................4 -
Styrkir frá hreppum í Árnessýslu utan Stokkseyrarhr:
Hraungerðishreppur.
- dbr. Árni Magnússon Stóraármóti............................10 rbd.
- TH. Gudmundsen kamerráð Hjálmholti........................8 -
- sr. Sigurður Thorarensen Hraungerði...........................2 -
- Þormóður Bergsson Langholti....................................2 -
- Bjarni Símonsson kirkjueigandi Laugardælum..............1 -
Ölvershreppur.
- sr.Jón Matthiesen Arnarbæli.......................................4 -
- Magnús Sæmundsson Auðsholti.................................2-
- Guðmundur Jónsson Núpum.......................................1-
Selvogshreppur.
- sr.Þorsteinn Jónsson Vogsósum..........................samt.6 -
- Guðmundur Magnússon Minnahofi................................1 -
- Einar Hafliðason Helgastöðum......................................1 -
- Filippus Stefánsson Vatnsdal........................................1-
- Jón Jónsson Gaddstöðum............................................." 32 sk.
- Guðmundur Pétursson Minnahofi..................................." 16 sk.
- Börn sr.B. Jónssonar á Stórafljóti...................................2 -
Grímsneshreppur.
- Jón Halldórson kirkjueigandi Búrfelli..............................3 -
- Gísli Guðmundsson Gíslastöðum...................................5 -
Biskupstungnahreppur.
- sr.Björn Jónsson Stórafljóti...........................................2 -
- Eyjólfur Guðmundsson hreppstj, Auðsholti......................1 -
- Eiríkur Jónsson bóndi Skálholti......................................2 -
- Helgi Gíslason bóndi Iðu................................................" 24sk
Hrunamannahreppur.
- J. K. Briem prófastur Hruna..........................................5-
- Jón Jónsson bóndi í Hörgsholti,.....................................2-
- Jón Halldórsson bóndi Efraseli.......................................1-
- dbr.Jón Einarsson á Kópsvatni.......................................3-
- Einar Jónsson hreppstj. Galtarfelli..................................." 64sk
- Alþ.m. Magnús Andresson Syðra-Langholti.....................4
Skeiðahreppur.
- Ófeigur Vigfússon hreppstj. Fjalli....................................5 -
Sandvíkurhreppur.
- Snorri Jónsson Selfossi...............................................2-
- Jón Símonarson ingismaður Selfossi.............................." 48sk,
Gaulverjabæjarhreppur.
- 33 gefendur samtals...............................................44 rbd 88 sk,*
- Þorvarður Jónsson hreppstj. Sviðnugörðum.................4 -
(*dönsk mynt sem notuð var á þessum tíma)
Gjafir úr Rángárvallasýslu samtals.9 rbd
- sr.Markús Jónsson Odda
- Hannes Bjarnason bóndi á Unuhól
- Brynjólfur Stefánsson bóndi Kirkjubæ
- sr.Guðmundur Jónsson á Stóruvöllum.
Gjafir úr Skaftafellssýslu samt. 7 rbd.
- sr.Gísli Thorarensen á Felli
- Sýsl,m. Árni Gíslason Heiði
Aðrar árlegar gjafir og áheit. 41 rbd 51 sk.
- Gísli Magnússon kennari Reykjavík
- sr. Jakop Árnason Gaulverjabæ
- sr. Sigurður Thorarensen Hraungerði.
- J.K. Briem Hruna
- dbr.Árni Magnússon Stóra - Ármóti
- V.Finsen bæjarfóg. Reykjavík
- Sveinn Eiríksson Hvaleyrarkoti
- Guðmundur Þorsteinsson Hlíð Árn.
- Guðmundur Guðmundsson Króki Árn.
- Jón Guðmundsson ritstj. Reykjav.
18.02.2007 22:46
Bakkasögur frá því í gamladaga!
Að undanförnu hef ég tekið saman nokkrar sögur af Eyrarbakka og skipt þeim í tvo flokka, annarsvegar Sjóferðasögur en þar er t.d.lítil saga af samskiptum Þorleifs Þorleifssonar á Háeyri við hinn norska kaptein Jacopsen sem endaði á voflegan hátt. Svo Brennusögur en þar eru teknar saman helstu sagnir um eldsvoða á 19 og 20 öld.
Fleiri sögur koma svo við hentugleik.
Tíðin: Mild og góð með frískandi sjávarlofti,en dálítið vætusöm.
Lítil verðkönnun: 1 lítr.nýmjólk frá MBF í Bónus á Selfossi kr.75 Smjörvi 300gr kr.158 MS Matreiðslu rjómi 1/2 ltr. kr.167 og Bónusbollur fyrir Bolludaginn 14stk á kr.259
Í Samkap á Selfossi kostar 1ltr.nýmjólk kr.85 Matreiðslurjómi 1/2 ltr. kr.185
29.01.2007 09:40
300 ár frá Stóru bólu.
Á þessu ári eru 300 ár síðan stóra bóla barst til Eyrarbakka með farskipi sem kom með varning og farþega inn á Einarshöfn. Sóttin herjaði um allt Ísland og var mannskæð farsótt sem barst um land allt árið 1707.
220 ár frá því að einokun á verslun var aflétt.
110 ár eru liðin frá því að Eyrarbakkahreppur og Búnaðarfélag Eyrarbakkahrepps var stofnað.
90 ár eru síðan hinn þekkti kaupmaður Guðlaugur Pálsson hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka.
80 ár frá því að Sæfari ÁR fórst á Bússusundi.
60 ár frá stofnun ræktunarsambands Eyrbyggja.
50 ár frá því að Eyrbekkingar eignuðust fyrsta slökkvibílinn.
30 ár frá Aðventuflóðinu svokallaða árið1977 þegar Eyrbekkingar og Stokkseyringar urðu fyrir stórtjóni af völdum sjávarflóða. Einnig eru 30 ár frá því að fyrsti og eini togari Eyrbekkinga og nágranabyggðalaga Bjarni Herjólfsson var vígður.
20 ár frá því að dvalarheimili aldraðra að Sólvöllum var tekið í notkun.
10 ár frá því að framkvæmdum lauk við hina nýju sjógarða.
08.12.2006 11:57
Þá kom stormsveipur á Bakkann.
Það var í fréttum á dögunum að stormsveipur eða skýstrokkur hafi valdið talsverðu tjóni í London. Þetta fyrirbæri er ekki algengt á þessum slóðum en er þó árlegt veðrabrygði einhverstaðar á Bretlandseyjum. Árið 1950 var skýstrokkur 2 mönnum að bana á suður Englandi. Þetta fyrirbæri er þó mun algengara á sléttum norður Ameríku og geta orðið gríðar öflugir og valdið skelfilegu tjóni. Saga sem ég heyrði fyrir magt lögu segir frá skýstrokk, en að vísu ekki ýkja stór, sem kom á Eyrarbakka einhverntíman fyrir miðja síðustu öld. Það var þannig að þrír menn voru staddir í sjógarðshliði við Vesturbúðirnar þegar skýstrokkurinn kom austur með fjörunni og sogaði upp mikið af sandi og var kolsvartur ásýndum. Mennirnir í hliðinu höfðu aldrei séð því líkt áður og töldu sjálfan djöfulinn vera þar á ferð, tveir mannana ákváðu að forða sér í skindingu en þriðji maðurinn sagðist ekki óttast djöfulinn. Þega skýstrokkurinn var kominn á móts við sjógarðshliðið breytti hann skindilega um stefnu og æddi upp um hliðið og tók þar með sér manninn sem þar stóð og lyfti honum upp frá jörðu. Maðurinn snerist þar í ótal hringi í lausu lofti þá ca. 50 metra sem skýstrokkurinn dró hann áður en fyrirbærið sleppti af honum taki. Maðurinn sem í þessu lenti varð aldrei samur eftir og átti aldrei síðan eftir að mæla nokkurt orð af vörum eftir þessa reynslu.
16.08.2006 12:35
Pláneturnar eru 12
Eins og allir vita þá eru pláneturnar í sólkerfinu að minstakosti 12 talsinns en ekki 9 eins og ykkur var kennt í barnaskólanum. Stjörnufræðingar ætla nú að koma saman í Prag á næstunni til að diskotera þetta vandamál. Sumir stjarnfræðingar vilja kalla hina nýfundnu plánetu Xena "Styrni" svo ekki þurfi að breyta öllum skólabókum heimsinns. Gallin er bara sá að mörg þessara "styrna" eru á stærð við Plútó sem talin er til pláneta. Aðrir vísindamenn vilja að ákveðinn verði staðall fyrir þá stærð stjönunu sem teljast má pláneta og því gætu þær nú verið 12 talsinns.
Röð plánetanna frá sólu er þessi: Merkur, Venus, Jörðin og Mars -síðan fjórar stórar gasplánetur Júpiter, Saturnus, Uranus og Neptunus. Þá koma þrjár litlar plánetur í svokölluðu Kúbí-belti sem inniheldur aragrúa smástyrna, en það eru hinar svokallölluðu Plútónur en það er Plútó sjálf ásamt tungli sínu Charon, svo nokkru lengra í burtu nýfundin stjarna sem kölluð hefur verið Xena sem er nokkru stærri en Plútó. Þar fyrir utan mundi stæðsta smástyrnið Ceres sem er á braut um Sólu á milli Mars og Júpiters hækka í tign og teljast pláneta.
15.08.2006 14:12
Glíma - Þjóðaríþrótt Íslendinga 100 ára
Skarphéðinsskjöldurinn er hinn veglegasti gripur. Talið er að hann hafi kostað 50 krónur upphaflega sem var mikil fjárhæð árið 1910. Lögðu Ungmennafélögin í Árnes og Rangárvallasýslum fram tvær krónur hvert til að fjármagna smíði hans. Skjöldurinn var smíðaður af Oddi Oddssyni gullsmið á Eyrarbakka og réð hann einn allri gerð hans.
Margir fræknir kappar sóttust eftir skildinum góða næstu árin og voru margir kallaðir en fáir útvaldir eins og gengur. Fyrstu árin var Bjarni Bjarnason síðar skólastjóri á Laugarvatni oft meðal keppenda og sigraði tvívegis. Keppendur frá Stokkseyri sigruðu nokkuð óvænt tvívegis en þá stóð glímuíþróttin með blóma á Stokkseyri. Einn þessara kappa var Ásgeir Eiríksson, síðar kaupmaður á Stokkseyri einnig má nefna Pál Júníusson Syðra-Seli Stokks og Bjarna Sigurðsson í Ranakoti. Greipur Sigurðsson Bisk. Haukadal er þó talinn einn mesti glímukappi á fyrri tíð!
Eftir áratuga lægð er glíman aftur að komast í tísku og aldrei að vita nema Stokkseyringar fari að reina sig með hælkrók og snöru!
06.07.2006 22:58
Eldur í Indonesíu.
Glóandi hraun rennur frá eldfjallinu Merapi á Indonesíu. Þessi Reutersmynd er tekin fyrir skömmu frá bænum Cangkringan , við Yogyakarta, 440 km. austur af Jakarta.
Eldfjallið Batu Tara á Indonesíu hóf að gjósa í vikunni,en það er lítil einangruð eyja á Flores hafi. Önnur gjósandi eldfjöll um þessar mundir er eldfjallið Bulusan á Filipseyjum og Sofrere Hills í vestur Indíum.
Mörg önnur eldfjöll eru að komast í gosstellingar t.d. St. Hellens í Washingtonríki USA.
22.06.2006 00:35
Eldfjallið Bulusan

Bulusan er 36.000 ára gamalt eldfjall suður af Manilla á Filipseyjum. Fjallið sem er 1565m hátt hóf að gjósa ösku og gufu 16.júní sl með sprengingu sem stóð í 13 mínútur og náði strókurinn 1.5 km hæð. 7mm þykk aska lagðist yfir nágrenið. Þann 18 júní varð önnur öskusprenging í fjallinu sem stóð í 11 mínútur.50.000 manns búa í 6 þorpum umhverfis fjallið. Bulusan gaus síðast 1995
16.03.2006 11:19
Þorleifur kvað
Þorleifur ríki Kolbeinsson (1841-1882) var einn kunnasti ábúandi jarðarinnar á Háeyri. Hann var mjög hræddur um að menn stælu af rekanum og orti eitt sinn í tilefni af þessu, en hann var hagmæltur mjög.
Í Mundkoti mæna
menn á hafið græna
viðnum vilja ræna
vaskir nóg að stela
þraut er þyngri að fela
Mangi og Jón
eru mestu flón
minnstu ekki á hann Kela
09.03.2006 09:05
Þorpið sem hvarf!
Á ströndinni miðja vegu milli Eyrarbakka og Stokkseyrar var fyrr á tímum sérstakt byggðarlag, sem Hraunshverfi nefndist og var kent við hið forna höfuðból Hraun á Eyrarbakka. Þarna bjuggu þegar mest var yfir 140 manns og var þetta þorp í örum vexti fyrir aldamótin 1900 en blómaskeið hverfisins stóð ekki nema um þrjátíu ár.
Nú sjást þess vart merki að þarna hafi verið blómleg byggð á sínum tíma. Hversvegna lagðist hún í eyði á svo skömmum tíma?
01.03.2006 21:56
FFH ?
Einhverju sinni árið 1947 urðu fjölmargir Eyrbekkingar vitni að því er fljúgandi furðuhlutur kom svífandi yfir þorpið utan af hafi. Krakkar sem voru að leika sér í fótbolta töldu að þarna væri á ferð geimskip frá öðrum hnöttum og margir fullorðnir voru sama sinnis. "Geimskipið" var vindillaga og stefndi á ofsa hraða norður yfir Ingólfsfjall.
Frá þessu er m.a.sagt í fréttabréfi félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti frá júní 1996.
Hvað þarna var á ferðinni geta lesendur svo getið sér til um, en þess ber að geta að um þetta leyti var þotuöldin að hefjast.
02.02.2006 22:01
Fluttningabrautin.
Ísafold, 8. janúar, 27. árg, 1. tbl., bls. 2 (1900)
Hér er birt greinargerð um Flutningabrautina upp Flóann, sem formaður þeirrar vegagerðar, Erlendur Zakaríasson, samdi fyrir landshöfðingja. Lýsingin á þessari vegagerð frá Eyrarbakka og Stokkseyri upp að Ölfúsárbrú er bæði ítarleg og fróðleg.
Flutningabrautin upp Flóann.
Það er allmikið mannvirki, brautin sú, frá Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú, er unnið hefur verið að tvö sumur undanfarin og lokið var við í haust.
Hefur formaður þeirrar vegagerðar, hr. Erlendur Zakaríasson, samið og sent landshöfðingja ítarlega skýrslu um það verk, er hér birtist nálega orðrétt, með því að þar er ýmislegur fróðleikur, er gæti orðið ýmsum góð bending, bæði þeim, er við þann veg eru riðnir og öðrum.
Byrjað var að leggja veginn frá Eyrarbakka, rétt fyrir framan Hópið (vatn milli Eyrarbakka og mýrarinnar) fyrir austan Steinskrift, og haldið upp og austur hraunið að Litlahraunsstekk, og þaðan í beina stefnu austan til við Sandvíkurnar og upp að Ölfusárbrúnni.
Landið, sem þessi vegur liggur eftir, er fyrst hraun, að Litlahraunsstekk. Þaðan og upp að svonefndum Geirakotsskurði mest blaut mýri, en þaðan og upp að Ölfusárbrú móar og þurrlend mýri.
Landslagið á þessu svæði er mjög slétt, og aðeins dálítill jafn halli upp að Ölfusárbrúnni.
Við Ölfusárbrúna er landið 16 fetum hærra en þar sem byrjað var á Eyrarbakka.
Öll vegalengdin er að kalla réttir 6000 faðmar eða 1 1/2 míla. Eftir þessu er hallinn sem næst því 1:700.
Á þessum vegi eru 23 þverrennur frá 5-12 feta langar.
Það var miklum erfiðleikum bundið að vinna þetta verk, af þeim ástæðum, að allt efni vantaði í yfirbygginguna meira en helming af leiðinni.
Grjóti í yfirbygginguna og þverrennurnar var ekið frá báðum endum að vetrinum til, mest í akkorð vinnu og að nokkru leyti fyrri veturinn í tímavinnu.
Vegalengdin að aka grjótinu 500-1800 faðmar; 8-18 krónur borgaðar fyrir hvern teningsfaðm.
Verkinu var þannig háttað, að hliðveggir vegarins voru hlaðnir úr sníddu og sumstaðar þaktir með torfi og hafður 4 feta breiður bekkur beggja megin við veginn. Skurðirnir fram með veginum 7-10 feta breiðir. Breidd vegarins 12 fet.
Í yfirbygginguna var mulið grjót 10" þykkt alla leið, nema í 450 föðmum efst við Ölfusárbrúna; þar var hafður tómur ofaníburður (möl og leir).
Ofan á mulninginn voru látnar þunnar mýrarflögur, svo ekið stórgerðum sandi þar ofan á (mjög þunnt) upp að miðju. Þeim sandi varð að aka neðan af Eyrarbakka. Lengstur akstur 3 1/2 klukkustund með ferðina.
Frá miðju og upp úr, sem mulningurinn náði, var tekinn leir úr flögum og hafður yfir mulninginn. Það verður dálítil for á veginum fyrsta árið, en ekki djúp því leirinn er þunnur. Sama efni var haft á Hellisheiði austan til og hefur reynst vel.
Þessi vegagerð hefur kostað um 38.000 krónur eða 6,33 kr. faðmurinn upp og ofan.
Á svæðinu frá Litlahraunsstekk og upp að Stekkunum kostaði faðmurinn um 8,75 kr.
Þessi vegur hefur því orðið dýrastur þeirra vegakafla, er hér hafa verið lagðir, fyrir utan Kambaveginn og eru margar ástæður til þess: 1, að efni hefur orðið að sækja langan veg; 2, að veðrið hefur verið óhagstætt bæði sumrin, einlægar rigningar; 3, að kaupa hefur orðið land undir veginn fyrir nokkuð hátt verð, 1.100 kr.
Bæði sumrin hafa unnið að þessu verki 40-60 menn, og 18-22 vagnhestar og 8-10 vagnar.
Kaup verkamanna kr. 2,60-3,00; unglingar kr. 1,60-2,25; menn sem unnið hafa vorið og haustið kr. 2,25-2,35.
Þeim sem áttu landið undir veginn verður fæstum sagt það til hróss, að þeir hafi verið vægir í kröfum með borgun fyrir landið. Það leit svo út um suma, að þeir vildu
Ég vil leyfa mér að geta þess hér, að það ríður á, að hirða vel um þverrennurnar að vetrinum til á svæðinu frá Litlahraunsstekk upp að Stokkum, að ekki sé klaki í þeim, þegar hláku gerir, svo vatnið geti komist í gegnum þær, en ekki hlaupið fram með veginum að austanverðu og orðið þar af leiðandi of mikið og runnið yfir veginn.
Til bráðabirgða setti ég mann til að gæta þeirra í vetur, með 17 króna borgun yfir tímann.
Ennfremur þarf að líta eftir á haustin á þessu svæði, að stíflur, sem rifnar hafa verið úr af sláttufólki, verði umbættar á haustin.
Ennfremur ætti að banna mönnum að stífla vegaskurðina, eins og þeir gerðu í vor, til að veita á engjar sínar; það skemmir veginn, þegar vatnið stendur langt upp í vegahliðarnar, og þegar annaðhvort fara úr stíflur af of miklum vatnsþunga eða þær eru aldrei teknar úr, fyllast skurðirnir af hnausum og flytja þar af leiðandi minna vatn.
Að lokum vil ég leyfa mér að geta þess, að áríðandi er halda þessum mulningsvegum (púkkvegum) við (eins og öllum vegum) með því að bera þunnt lag af ofaníburði ofan á, þar sem mulningurinn verður ber og fer að losna; ef það er gert verður vegurinn nærri óbifandi.
Frá flutningabrautinni var lagður (ólæsileg tala) álna breiður og rúmlega 760 faðma langur vegur ofan undir Hraunsárbrýrnar, áleiðis til Stokkseyrar.
Þeir sem kostuðu þennan veg voru kaupmennirnir á Stokkseyri, sýslusjóður Árnessýslu og Stokkseyrarhreppur.
Þessi vegur er mjög vel gerður, þeim til sóma sem unnu verkið, og lögðu fram fé til þess.
Sú vegagerð kostaði sem næst 3.000 krónur.
Verkstjóri var þar Ketill Jónasson.
Sömuleiðis var gerður vegur frá neðri enda akbrautarinnar að verslunarhúsum Lefolii. Sú verslun og hreppurinn kostaði það verk.
Ekki verður sagt hið sama um þennan veg og Stokkseyrarveginn, að hann sé vel gerður. Það er öðru nær. En öðru verður ekki um kennt en of miklum sparnaði frá þeirra hálfu, sem kostuðu hann.
Kaupa þurfti land undir veginn frá Stóru Háeyri fyrir nærfellt 800 krónur.
09.01.2006 08:40
Básendaflóðið
Í dag eru liðin 207 ár frá Básendaflóðinu sem var mesta flóð Íslandssögunar,en þá gekk einver dýpsta lægð allra tíma yfir Ísland. Kaupstaðurinn Básendar varð rústir einar og byggðist aldrei aftur. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn. Bátar og skip skemmdust víða á svæðinu frá Eyrarbakka og vestur á Snæfellsnes.
Básendaflóðið 9.janúar 1799 olli töluverðum skemmdum á eignum Eyrbekkinga. Þá lét Lambertsen verslunarstjóri Sunckenberg verslunarinnar sem þá hét, hlaða mikinn garð fyrir framan búðirnar og Húsið sem enn stendur og störfuðu margir Bakkamenn við framkvæmd þessa.
Í dag eru einnig liðin 16 ár frá Stormflóðinu mikla sem gekk yfir Eyrarbakka 9.janúar 1990 og olli miklu tjóni á Eyrarbakka og Stokkseyri.
07.01.2006 19:04
Draugasaga
Einn er sá draugur sem Mundakotsdraugur eða Vörðudraugur nefnist. Hann hefur ekki notið sömu frægðar og Móri og því minna þekktur þó skæður hafi verið á sínum tíma.
Í Mundakoti bjó lengi maður að nafni Þorkell Einarsson formaður(1829-1865) og þótti skyggn. (Hann var faðir Guðmundar á Gamla-Hrauni sem er langa langafi Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnafirði.) Það er haft fyrir satt að Þorkell hafi oft séð drauginn. Mundakotsdraugurinn hafði þann háttinn á að draga menn í villur og ófærur, en eins og með aðra drauga átti tilurð Mundakotsdraugsinns uppruna sinn til voflegs atviks sem gerðist á árabilinu 1835-1845