29.01.2007 09:40

300 ár frá Stóru bólu.

Á þessu ári eru 300 ár síðan  stóra bóla barst til Eyrarbakka með farskipi sem kom með varning og farþega inn á Einarshöfn. Sóttin herjaði um allt Ísland og var mannskæð farsótt sem barst um land allt árið 1707.

 

220 ár frá því að einokun á verslun var aflétt.

 

110 ár eru liðin frá því að Eyrarbakkahreppur og Búnaðarfélag Eyrarbakkahrepps var stofnað.

 

90 ár eru síðan hinn þekkti kaupmaður Guðlaugur Pálsson hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka.

 

80 ár frá því að Sæfari ÁR fórst á Bússusundi.

 

60 ár frá stofnun ræktunarsambands Eyrbyggja.

 

50 ár frá því að Eyrbekkingar eignuðust fyrsta slökkvibílinn.

 

30 ár frá Aðventuflóðinu svokallaða árið1977 þegar Eyrbekkingar og Stokkseyringar urðu fyrir stórtjóni af völdum sjávarflóða. Einnig eru 30 ár frá því að fyrsti og eini togari Eyrbekkinga og nágranabyggðalaga Bjarni Herjólfsson var vígður.

 

20 ár frá því að dvalarheimili aldraðra að Sólvöllum var tekið í notkun.

 

10 ár frá því að framkvæmdum lauk við hina nýju sjógarða.

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229408
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:49:09