Flokkur: Pólitík

29.01.2008 08:39

Árborg lækkar skattinn.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti fundi sínum í gær, 28. janúar, að lækka fasteignaskatt á íbúðar og atvinnuhúsnæði um 8 %. Álagningarhlutfall skv. a lið 3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 lækkar því úr 0.3 % í 0.276. -Gott fyrir góðærið-

Strætisvagninn hefur vakið lukku, enda kostar ekkert að taka sér far með vagninum sem er örugglega kærkomin samgöngubót fyrir íbúa byggðarlagsinns og vonandi kominn til að vera.
Sjá: Leiðakort.

Kl. 9 í morgun var V 4 m/s á Eyrarbakka og snjókoma. Skyggni 6 km og dálítill sjór .Hiti -0,8°C  og stígandi loftvog.Snjódýpt er 5 cm. Veðurstofan spáir kuldatíð á næstunni og miklu frosti þegar nær dregur helginni.

24.01.2008 22:49

Fennir yfir sporin

Það snjóar enn á Bakkanum og reyndar hefur hvergi snjóað eins mikið á landinu í dag og einmitt hér! 27 mm bræddur snjór eða um 10 cm fallinn snjór í dag og er snjódýptin nú orðnir einir 29 cm sem hvíla á Bakkanum. Þetta er bara að verða eins og í gamla daga þegar allt fór bókstaflega á bólakaf í snjó. Nú þegar bætir í vindinn fer allt í vitleysu, því nóg er efnið í stóra skafla! En vonandi nær þó að blotna í þessu áður.

Það var bjartara yfir höfuðborginni í dag þó að þar geysi nú pólitískir stormar og illviðri á þessum síðustu hamingjudögum. Hnífasettin seljast vel um þessar mundir.
Sveitarstjórnarlög eru meingölluð að því leiti, að unt sé að skipta um meirihlutastjórn án undangengina kosninga og skekkir það lýðræðið þar sem margt er í húfi á svo mannmörgum stað sem Reykjavík og raunar víðar. Það ætti nú að stokka spilin á ný í kosningum þegar svona stendur á.

29.03.2007 10:25

Hin græna stóriðja.

það er undarlegt að maður skuli hvergi rekast á skoðanir sunnlennskra stjórnmálamanna á verðlagningu raforku til hinnar Sunnlensku stóriðju sem er grænmetisiðnaðurinn. Hversvegna sitja græmetisframleiðendur ekki við sama borð og álverin í þessum efnum? Íslenskt grænmeti er sagt betra að gæðum en annarstaðar í heiminum og ætti góða möguleika á að verða eftirsótt útflutningsvara ef framleiðslukostnaður væri samkeppnisfær við erlenda framleiðslu. Forsenda þess hlýtur að vera ódýrari raforka!

það er í hæsta máta óeðlilegt í þessu ljósi að virkja sunnlensk vatnsföll til að efla atvinnuveg í öðrum landshlutum meðan hin sunnlensk héruð hljóta skarðan hlut frá borði, en ættu öllu heldur að njóta ávaxta egin vatnsfalla
.

Stjórnmálamenn okkar sem virðast hafa mestan áhuga á að tjá skoðanir sínar á klámráðstefnum og bjór í búðum ættu nú að snúa sér að alvörumálum eins og t.d. þessu.

12.04.2006 21:46

Er sellóleikarinn að slá í gegn?

Athyglisverð skoðanakönnun leiðir í ljós súperfylgi sjálfstæðisflokks með 50,9% atkvæða! Veða skipulagsamálin Akkilesarahæll núverandi meirihluta?

Sjá Borgarafundur í Árborg

Nú er hafist handa við Búgarðabyggð rétt ofan við Eyrarbakka sem fengið hefur heitið Tjarnarbyggð! velti bara fyrir mér hvað skal kalla íbúana, kanski Tjarnbyggjar eða Tjarn verjar? eða jafnvel Tyrningar!

05.04.2006 08:10

Nýr Magnús!

skarpur.is/myndir/www.magnustor.is

Hinn skeleggi bloggari Magnús þór Hafsteinsson með nýja síðu.

 www.vefurinn.is/magnusthor.is/

17.03.2006 11:15

Hernáminu lokið!

Þetta hófst allt 10 maí 1940 þegar Bretar gerðu innrás í Reykjavík.  Hinn 7. júlí 1941 tóku Bandaríkin að sér hervernd Íslands samkvæmt samningi Rosvelts og Churshills.. Hinn 16. ágúst þetta sama sumar kom stríðsherrann Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í stutta heimsókn til Íslands  Málamyndavarnarsamningur var siðan gerður við Íslensk stjórnvöld sem nú hefur sýnt sig að er ekki pappírsinns virði!

Flettingar í dag: 456
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229729
Samtals gestir: 29881
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 04:52:29