29.04.2023 21:22
Gamla skólastofan senn á förum
![]() |
Árið 1973 í kjölfar Vestmannaeyja gosins fjölgaði börnum í Barnaskólanum á Eyrarbakka þegar um 10 - 12 fjölskyldur settust þar að, sum tímabundið en önnur varanlega. Viðlagasjóður útvegaði færanlega skólastofu sem stóð fyrst norðan við skólabygginguna en var svo flutt suður fyrir þegar skólahúsið var stækkað seint á 8.áratugnum. Skólastofan hefur verið í notkun allt þar til á síðasta ári. Eftir að hafið var að byggja nýju skólastofurnar ákvað sveitarfélagið að selja þessa gömlu skólastofu sem fær nýtt hlutverk vestur í Stykkishólmi og mun þjóna landbúnaðarstarfsemi þar um slóðir. |
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 1464
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509883
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 11:57:53