23.04.2023 17:45

Hangið í sjoppunni

Á áttunda áratugnum þ.e. 1971+ var lítið um að vera á Bakkanum á kvöldin og félagsstarf fyrir krakka með allra minsta móti. Félagsheimilið Fjölnir rifið sökum aldurs og viðhaldsleysis. Unnið var að því að gera Stað að framtíðar félagsheimili, en í Brimveri húsi UMFE var einhver starfsemi öðru hvoru um helgar. Stéttin fyrir utan Laugabúð var því aðal menningarsetur unglinga á þessum árum. Laugi var með búðina opna flest kvöld, enda var eftirspurn eftir gosdrykkjum, súkkulaði og frostpinnum mikil hjá þessum aldurshópi. Það var því viðtekin venja að hanga fyrir utan Laugjabúð á kvöldin allt fram undir háttatíma.
Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273372
Samtals gestir: 35397
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 15:17:42