20.04.2023 20:55

Í sölvafjöru

Hér áður fyr var almennt stunduð sölvatekja og var það gert til heimabrúks á mörgum heimilum, en með tímanum og betri efnahag lögðust þessar búbætur alfarið af. Sölvatekja var þó stunduð í einhverjum mæli til að selja í verslunum. Sigurvin Ólafsson (Venni) á Stokkseyri stundaði þar sölvatekju um nokkura ára skeið í sölu. Sigeir Ingólfsson heitinn (Geiri) stundaði sömu iðju á Eyrarbakka þar til hann fór af Bakkanum fyrir nokkrum árum. Á sjöunda áratugnum var Ingibjörg Jónasdóttir listakona í Sjónarhóli ein þeirra fáu sem enn verkuðu söl til heimabrúks, en hún tíndi líka kuðunga, skeljar og ýmsan sjávargróður sem hún þurrkaði og gerði úr alskyns listmuni.
Flettingar í dag: 2554
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 981
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 418298
Samtals gestir: 44433
Tölur uppfærðar: 28.4.2025 15:31:04