27.06.2021 22:43

Leiklistin á Bakkanum

Fyrsta leiksýningin sem sem sett var upp á Eyrarbakka svo vitað sé var 'Narfi' árið 1880 - 1881 eftir Sigurð Pétursson frá árinu1799. -Narfi er í þremur þáttum og segir frá uppskafningnum Narfa, sem kemur á heimili Guttorms lögréttumanns undir fölsku flaggi, talar brogaða dönsku og reynir að ganga í augun á dóttur lögréttumannsins en þarf að lúta í lægra haldi fyrir Nikulási vinnumanni, sem nær ástum stúlkunnar. - Síðan voru oft settir upp sjónleikir, einkum eftir Bjarna Pálsson allt fram til 1898. Leikfélag Eyrarbakka hið eldra starfaði a.m.k. til ársins 1910 en það setti upp tvo sjónleiki þann vetur "Nábúarnir" og "Vinkonu áhyggjur".

Leikfélag Eyrarbakka hið yngra var stofnað 1943 en undanfari þess var þegar leikhópur félaga í ungmennafélaginu og verkamannafélaginu Bárunni hófu að æfa leikritið 'Ævintýri á Gönguför'  eftir leikritaskáldið Jens Christian Hostrup. - Það var vorið 1844 þegar Hostrup var orðinn húskennari hjá Justitsraad M. B. Nyegaard í Kokkedal nálægt Rungsted og í glæsilegu umhverfi þessa Norður-Sjálands landslags þegar hann fékk hugmyndina að dönsku sumarleikriti sínu "Ævintýri á gönguför". - Leikfélag Eyrarbakka  sýndi allmörg leiritið næstu árin og var 'Fjalla Eyvindur ' og 'Maður og kona sívinsælt viðfangsefni á fjölunum í Fjölni.

Eftir 1970 mun ekkert leikfélag hafa starfað á Bakkanum.

Heimildir: Skírnir 1998 - Ólöf H þórðardóttir háskólaverkefni Wikipedia  ofl.
Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219672
Samtals gestir: 28926
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 19:24:00