21.05.2021 23:17

Jarðmyndun Eyrarbakka og Stokkseyrar

Þjórsárhraunið rann fyrir u.þ.b. 8000 árum, en ströndin á Eyrarbakka hefur líklega byrjað að myndast með jarðvegsefnum úr gjósku og gróðri fyrir 3.500 árum og síðan sjávarsandi og skeljum fyrir 2.740 árum (geislakolsárum) samkvæmt greiningu á jarðlögum.

Fyrir 5000 árum fór loftslag hlýnandi af einhverjum ástæðum og náði líklega 2-3° hærri meðalhita en er í dag. Það hafði þau áhrif að jöklar á Grænlandi og Suðurskautinu bráðnuðu meira en nokkurntíman áður og mikið leysingavatn streymdi til sjávar og hækkaði sjávarborð heimshafanna. Þetta hlýskeið virðist hafa staðið yfir í um 1000 ár. Hafði sjávarborð þá verið u.þ.b 4 m hærri en núverandi sjávarborð. Þá hafði sjór náð upp í miðjan Flóa. Fyrir 2.500 árum kólnaði á ný af einhverjum ástæðum og jöklar tóku að vaxa á nýjan leik. Sjávarborð lækkaði að sama skapi og jarðvegur byrjaði að myndast á sandeyrum í bland við skeljar og sjávargróður sem brimið braut og mótaði. Fyrir 2000 árum virðist ströndin komin í núverandi horf.
Flettingar í dag: 375
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 156147
Samtals gestir: 18441
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 13:18:18