17.05.2021 22:33

Aldan nr. 205


Stúlkan Aldan nr 205 var stofnuð á Eyrarbakka árið 1926 af Guðmundi G Kristjánssyni. Fundað var í Fjölni. 

Árið 1928 sátu eftirfarandi í stjórn: Finnbogi Sigurðsson sýsluskrifari, Ingimar Jóhannesson kennari, Sigríður Ólafsdóttir frú, Herdís Jakopsdóttir frú, Aðalsteinn Sigmundsson skólastjóri. 

Aðrir meðlimir m.a. Bergsteinn Sveinsson, Þorleifur Guðmundsson, Ottó Guðjónsson, Aðalheiður Bjarnadóttir, Sigurður Guðmundsson, Jakopína Jakopsdóttir, Ágústa Jóhannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Elín Eyvindsdóttir, Áslaug Guðjónsdóttir, Þórdís Símonardóttir, Ingvar Jónsson, Jón Einarsson og Elínborg Kristjánsdóttir. 

Á Stokkseyri starfaði Stúkan Lukkuvon nr. 20 og á Selfossi stúkan Brúin nr. 221. 

Áður voru starfandi tvær stúlkur á Eyrarbakka, Eyrarrósin nr. 7 og Nýársdagurinn nr. 56. 

Árið 1899 vann Stúkan Eyrarrósin mikið þrekvirki á Bakkanum, lét hún þá rífa gamla Godtemplarahúsið og byggði nýtt veglegt samkomuhús og er því lýst þannig:
Tvílofta með veggsvölum,  fundarsalur 17 álnir að lengd og 10 álnir að breidd og hátt til lofts. Á loftinu eru tvö íbúðarherbergi fyrir dyravörð, eldhús og stór salur fyrir veitingar. Húsið var vígt 28. desember 1899.
Viðstaddir vígsluna voru m.a þáverandi Sýslumaður Sigurður Ólafsson og frú, þáverandi sóknarprestur og frú, P. Níelsen faktor og frú og sr. Ólafur í Arnarbæli Ólafsson og frú. Stokkseyringum var ekki boðið sökum þrengsla. Í stúlkunni voru 250 manns. 

Þetta hús fékk nafnið Fjölnir og þjónaði Eyrbekkingum sem samkomuhús í 70 ár en var þá rifið. Nú stendur þar nýmóðins bílskúr vestan við Káragerði.

Mynd:Þjóðminjasafnið

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 530
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 155717
Samtals gestir: 18372
Tölur uppfærðar: 9.6.2023 23:23:10