16.05.2021 22:34

Böllin á Bakkanum


Fyrir miðja síðustu öld og síðar var mikil ballmenning á Bakkanum. Í vertíðarlok ár hvert voru haldin hin  víðfrægu Báruböll í samkomuhúsinu Fjölni, sem verkamannafélagið stóð fyrir, og síðan slysavarnardeildin.  Stjórnmálaflokkarnir stóðu fyrir böllum, Framsóknarböll, sjálfstæðisböll og Krataböll voru vel sótt. Kvenfélagið stóð fyrir barnaballi um jólin og grímuballi sem og skemmtunum á þjóðhátíðar deginum og síðar fyrir þorrablótum með björgunarsveitinni þegar þau fóru að tíðkast.  Ungmennafélagið hélt einnig  skemmtanir og dansiböll sér til fjáröflunar stöku sinnum. Þegar Fjölnir var lagður af færðust böllin yfir í verbúðina á Stað sem var breytt í samkomuhús í skyndi, en um 1990 var húsnæðið stækkað og endurbætt. Helst voru það Sunnlenskir hljómlistamenn sem léku fyrir dansi frameftir 20. öldinni, svo sem Mánar, Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steini spil) Karma, Kaktus o.fl. Stórhljómsveitir af landsbyggðinni hafa einnig brugðið fyrir sig betri fætinum og stígið á stokk á Bakkanum, ýmist til að fremja stuðdansleik  eða tónleika. Má þar nefna t.d Björgvin Halldórsson, Geirmund Valtýrsson,  Ómar Ragnarsson, Bubba Mortens ofl.

Heldur dró úr dansleikjahaldi á sjöunda og áttunda áratugnum enda sveitaballastemmingin þá í hávegum í uppsveitum sýslunnar, svo sem á Borg í Grímsnesi, Aratungu, Árnesi og Þjórsárveri með sætaferðum næstum hverja helgi. Í staðin voru haldin diskotek fyrir yngri kynslóðina og var það einkum diskotekið Dísa sem hélt uppi stemmingunni.

Venjulega voru dansleikir aðeins auglýstir í búðargluggum framan af, svo líklega var ekki óskað nærveru utanbæjarmanna. Þó spurðist þetta ávallt út og einhver reitingur aðkomumanna mættu í fjörið og gat þá orðið nokkur atgangur.


Hér eru nokkrar upptalningar á auglýstum Bakkaböllum.
 1964 Sjálfstæðisball. Hlómsveit Óskars Guðmundssonar, Elín og Arnór.
 1997 Dansiball á Stað  með Bubba Mortens.
 2001 Sjómannaball á Stað með hljómsveitinni Upplyfting.
 2002 Dansiball á Stað með Bubba Mortens og Heru.
 2005 Dansiball með vesturíslensku hljómsveitinni Glenn Kaiser band.
 2007 Stórdansleikur í Rauðahúsinu með hljómsveitinni Klaufarnir. Jólaball kvenfélagsins á Stað.
 2009 Sveitaball á Gónhól
 2011 Dansiball í Gónhól. Hjördís Geirs og Örvar Kristjánsson. - Hlöðuball í Gónhól. Hljómsveitin Sputnik.
 2012 Hlöðuball í Gónhól.
 2013 Aldamótaball á Rauðahúsinu með hljómsveitinni Síðasti Sjens. - Hrútaball á Stað með hljómsveitinni Granít.
 2014 Aldamótaball á Rauðahúsinu.?
 2015 Jónsmessuball á Hótel Bakka ? -Jólaball. Jón Bjarnason leikur fyrir dansi. - Bjórflóð á Rauðahúsinu með Jessi Kingan.
 2016 Bjórflóð á Rauðahúsinu með Bjórbandinu frá Selfossi.
 2018 Bjórflóð á Rauðahúsinu ? Jólaball kvenfélagsins á Stað.
 2020 Hátíðartónleikar á Stað í boði Hrútavina með hljómsveitinni Kiriyama Family.

Nokkrar Eyrskar hljómsveitir: NílFisk, Bakkabandið, HúnGraður, Hughrif, The Wicked Strangers, Kiriyama Family og Síðasti Sjens. Á árunum áður voru nokkur bílskúrsbönd sem sjaldan spiluðu opinberlega.

Þá má nefna músikfrömuðina Jón Tryggva og Úní, Valgeir Guðjónsson Stuðmann að ógleymdum Jhonny King sem hafa lyft upp menningarbragnum á Bakkanum undanfarin ár.
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 155807
Samtals gestir: 18377
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 00:28:02