09.05.2021 21:50
Alpan hf.
Haustið 1985 hófst starfsemi álpönnuverksmiðjunar Alpan á Eyrarbakka en verksmiðjan var keypt frá Danmörku og komið fyrir í 1.700 fm húsnæði sem áður tilheyrði útvegsfyrirtækinu Einarshöfn hf.
Hjá Alpan voru framleiddar pönnur og pottar af 35 mismunandi grunntegundum, en þær eru svo settar á markað í Þýskalandi. Auk þess var flutt út til Danmerkur, Sviss, Frakklands, Bretlands, Austurríkis, Spánar, Kanada og Bandaríkjanna og víðar.
Hráefnið var nær eingöngu innflutt endurunnið skrapál, nema í fyrstu var notað blöndun frá Ísal, auk þess sem fyrirtækið bræddi sjálft upp skilavöru til endurvinnslu.
Á fjórða tug starfsmanna unnu hjá fyrirtækinu, fyrst í stað eingöngu íslendingar en um aldamótin 2000 voru starfsmennirnir aðalega farandverkamenn frá Póllandi, Lettlandi og Englandi. Sigurður Bragi Guðmundsson var lengst af formaður stjórnar Alpans hf.
Árið 2006 flutti Alpan fyrirtækið til Targoviste Rúmeníu, þá var rekstrarumhverfið orðið óhagstætt hér á landi og starfsemin töluvert dregist saman. Þá unnu 25 manns hjá fyrirtækinu.
Húsnæðið á Bakkanum gekk síðan kaupum og sölum án þess að í það fengist virk starfsemi þar til að byggðasafn Árnesinga keypti húsið á síðasta ári undir starfsemi sína sem áður var við Hafnarbrú.
Hjá Alpan voru framleiddar pönnur og pottar af 35 mismunandi grunntegundum, en þær eru svo settar á markað í Þýskalandi. Auk þess var flutt út til Danmerkur, Sviss, Frakklands, Bretlands, Austurríkis, Spánar, Kanada og Bandaríkjanna og víðar.
Hráefnið var nær eingöngu innflutt endurunnið skrapál, nema í fyrstu var notað blöndun frá Ísal, auk þess sem fyrirtækið bræddi sjálft upp skilavöru til endurvinnslu.
Á fjórða tug starfsmanna unnu hjá fyrirtækinu, fyrst í stað eingöngu íslendingar en um aldamótin 2000 voru starfsmennirnir aðalega farandverkamenn frá Póllandi, Lettlandi og Englandi. Sigurður Bragi Guðmundsson var lengst af formaður stjórnar Alpans hf.
Árið 2006 flutti Alpan fyrirtækið til Targoviste Rúmeníu, þá var rekstrarumhverfið orðið óhagstætt hér á landi og starfsemin töluvert dregist saman. Þá unnu 25 manns hjá fyrirtækinu.
Húsnæðið á Bakkanum gekk síðan kaupum og sölum án þess að í það fengist virk starfsemi þar til að byggðasafn Árnesinga keypti húsið á síðasta ári undir starfsemi sína sem áður var við Hafnarbrú.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220054
Samtals gestir: 28953
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 09:38:04