02.05.2021 23:19
Skipskaðar við ströndina á skútuöld
Þekktir skipskaðar á Eyrarbakka og nágrenni 1879 - 1902
1879 þann 3. maí slitnaði seglskipið Elba frá Fredericia í Danmörku 108,48 tn upp í höfninni á Eyrarbakka þegar skipsfestar slitnuðu vegna veðurs, hafróts og strauma frá Ölfusá. Skipshöfnin fór sjálf í land á fjöru. Veður var á suðvestan.
1882 þann 16. apríl kl.7 árd. Strandaði seglfiskiskipið Dunker-que frá Dunkerque í Frakklandi 133,33 tn á skerjunum fyrir framan Eyrarbakka vegna aðgæsluleysis. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður var á norðaustan.
1883 þann 18. júlí strandaði seglskipið Sylphiden frá Reykjavík við innsiglinguna á Eyrarbakka vegna óvenju mikils straums sem bar skipið af leið og hafnaði á skeri. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1883 þann 12. september sleit seglskipið Active frá Stavanger í Noregi 118, 68 tn skipsfestar í höfninni á Eyrarbakka í suðaustan roki og brimi og rak á land og brotnaði á klöppunum. Skipshöfnin var í landi. Veður gekk á með stormi og hafróti, skipið var þó rígbundið. Þessi skipalega var heldur austar en hinar og var lögð niður í kjölfarið.
1883 þann 12. september kl. 4 árd. rak seglskipið Anna Louise 109, 93 tn frá Fanö fyrir akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið kom til Eyrarbakka frá Liverpool. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1892 þann 24. júní ml. 3 árd. fórst seglskipið Johanne frá Mandal í Noregi 63,50 tn á leið frá Eyrarbakka til Vestmannaeyja. Skipið lét ekki að stjórn í vendingu og rak á land í sunnanátt og hafnaði á skeri framundan Rauðárhólum í Stokkseyrarhverfi. Skipshöfnin var flutt í land á bátum úr landi.
1895 þann 27. apríl kl.6 árd. strandaði seglskipið Kamp frá Mandal í Noregi í Stokkseyrarhöfn þegar bólfesting slitnaði þegar verið var að leggja skipinu og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1895 þann 3. maí snemma morguns rak seglskipið Kepler frá Helsingborg 81,51tn á akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið var að koma frá Kaupmannahöfn. Skipshöfnin var bjargað á bátum úr landi. Veður var á suðaustan.
1896 þann 16.ágúst strandaði seglskipið Allina frá Mandal í Noregi þegar hafnfestur slitnuðu þar sem skipið lá í Stokkseyrarhöfn og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1896 þann 23. október kl. 10 árd. var seglskipinu Andreas 172,76 tn frá Mandal í Noregi siglt upp í fjöru faramundan Strandakirkju í Selvogi vegna leka á leiðinni til Reykjavíkur. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður að norðan.
1898 þann 15. apríl kl. 9 árd. Seglfiskiskipinu Isabella frá Dunkerque Frakklandi 122,33 tn var siglt á land við Stokkseyri vegna leka eftir að skipið hafði rekist á skipsflak við Vestmannaeyjar. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Vindur var af norðvestan.
1879 þann 3. maí slitnaði seglskipið Elba frá Fredericia í Danmörku 108,48 tn upp í höfninni á Eyrarbakka þegar skipsfestar slitnuðu vegna veðurs, hafróts og strauma frá Ölfusá. Skipshöfnin fór sjálf í land á fjöru. Veður var á suðvestan.
1882 þann 16. apríl kl.7 árd. Strandaði seglfiskiskipið Dunker-que frá Dunkerque í Frakklandi 133,33 tn á skerjunum fyrir framan Eyrarbakka vegna aðgæsluleysis. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður var á norðaustan.
1883 þann 18. júlí strandaði seglskipið Sylphiden frá Reykjavík við innsiglinguna á Eyrarbakka vegna óvenju mikils straums sem bar skipið af leið og hafnaði á skeri. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1883 þann 12. september sleit seglskipið Active frá Stavanger í Noregi 118, 68 tn skipsfestar í höfninni á Eyrarbakka í suðaustan roki og brimi og rak á land og brotnaði á klöppunum. Skipshöfnin var í landi. Veður gekk á með stormi og hafróti, skipið var þó rígbundið. Þessi skipalega var heldur austar en hinar og var lögð niður í kjölfarið.
1883 þann 12. september kl. 4 árd. rak seglskipið Anna Louise 109, 93 tn frá Fanö fyrir akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið kom til Eyrarbakka frá Liverpool. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1892 þann 24. júní ml. 3 árd. fórst seglskipið Johanne frá Mandal í Noregi 63,50 tn á leið frá Eyrarbakka til Vestmannaeyja. Skipið lét ekki að stjórn í vendingu og rak á land í sunnanátt og hafnaði á skeri framundan Rauðárhólum í Stokkseyrarhverfi. Skipshöfnin var flutt í land á bátum úr landi.
1895 þann 27. apríl kl.6 árd. strandaði seglskipið Kamp frá Mandal í Noregi í Stokkseyrarhöfn þegar bólfesting slitnaði þegar verið var að leggja skipinu og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1895 þann 3. maí snemma morguns rak seglskipið Kepler frá Helsingborg 81,51tn á akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið var að koma frá Kaupmannahöfn. Skipshöfnin var bjargað á bátum úr landi. Veður var á suðaustan.
1896 þann 16.ágúst strandaði seglskipið Allina frá Mandal í Noregi þegar hafnfestur slitnuðu þar sem skipið lá í Stokkseyrarhöfn og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1896 þann 23. október kl. 10 árd. var seglskipinu Andreas 172,76 tn frá Mandal í Noregi siglt upp í fjöru faramundan Strandakirkju í Selvogi vegna leka á leiðinni til Reykjavíkur. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður að norðan.
1898 þann 15. apríl kl. 9 árd. Seglfiskiskipinu Isabella frá Dunkerque Frakklandi 122,33 tn var siglt á land við Stokkseyri vegna leka eftir að skipið hafði rekist á skipsflak við Vestmannaeyjar. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Vindur var af norðvestan.
1900 þann 11. apríl kl. 4 síðdegis strandaði seglskipið Kamp 80,68 tn frá Mandal í Noregi á Þykkvabæjarfjöru á leið frá Leith til Stokkseyri. Veður var suðvestanátt.
1902 þann 24. mars kl.2:30 árd. strandaði seglfiskiskipið Skrúður 84 tn frá Dýrafirði á skeri undan bænum Vogsósum. Skipshöfnin gekk á land með fjöru. Veður með norðan stórhríð.
---
Heimild: Landhagskýrslur 1905
Skrifað af Oka
Flettingar í dag: 345
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220083
Samtals gestir: 28961
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:22:53