28.03.2021 22:13
Útgerðarfélagið Árborg hf.
Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Mynd af internetinu Vigfús Markússon.
Aðal hvatamaður að stofnun útgerðafélagsins var Ásgrímur Pálsson framkvæmdastjóri hraðfrystistöðvarinnar á Stokkseyri og kom togarinn heim frá Póllandi 9. mars 1977 til Þorlákshafnar sem var hans heimahöfn þessi árin.
Bjarni Herjólfsson ÁR 200 var 500 tonna skuttogari og gekk um 15 mílur á klst. Skipstjóri var ráðinn Axel Schöith.
Útgerðin gekk brösulega alla tíð og var togarinn seldur til Akureyrar eins og áður sagði og fékk þá nafnið Hrímbakur EA. Síðar hét skipið Klakkur SK og síðast Klakkur ÍS.
https://www.mbl.is/200milur/skipaskra/skip/1472/
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 456
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229729
Samtals gestir: 29881
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 04:52:29