15.05.2019 23:06

Ásgautsstaðir II ábúendur

1708 Ásgrímur Eyvindsson í Holti*

1729-1731 Jón Þorláksson Stóra-Hrauni og Nesi, Bergsonar lögréttumanns í Þorlákshöfn Benediktssonar. Kona hans var Hallfríður Magnúsdóttir í Ranakoti efra Ólafssonar.

1735 Árni Jónsson á Kalastöðum*

1740-1747 Einar Bjarnhéðinsson frá Vestri-Garðkvika í Hvolhreppi Guðmundssonar í Langagerði Ólafssonar. Kona hans var Guðríður Þorsteinsdóttir frá Sandlækjarkoti Jónssonar.

1746-1748 Bernharður Einarsson Bjarnhéðinssonar er hér að ofan greinir.  (Hefur í sumum skjölum misritast "Vernharður")

1761-1763 Bjarni Jónsson í Traðarholti*

1767-1771 Gretar Snorrason

1771-1773 Þórarinn Jónsson í Keldnaholti*

1798-1801 Jón Jónsson Söngur í Vestra-Íragerði*

1801-1812 Jón Bjarnason í Grímsfjósum*

1813-1815 Jón Jónsson frá Leiðólfsstöðum Ingimundarsonar frá Hólum Bergssonar og drukknaði á Stokkseyri 30 mars 1815 við þrettánda mann. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir skipasmiðs á Ásgautsstöðum Snorrasonar.

1822-1825 Jón í Nesi Jónsson skipasmiðs Snorrasonar. Fyrri kona hans var Ólöf Þorkellsdóttir skipasmiðs og hreppstjóra á Gamla-Hrauni Jónssonar. Hún var efnuð mjög. Börn þeirra voru Þuríður, dó ógift. Þorkell bóndi í Nesi, Hinrik í Ranakoti og Jón bókamaður í Simbakoti, fróðleiksmaður mikill. Seinni kona Jóns var Guðrún eldri Guðmundsdóttir frá Miðhúsum í Biskupstungum Gamalíelsonar. Dóttir hennar hét Þorbjörg Jónsdóttir Johnson. Börn þeirra voru Ólöf í Neistakoti, Þóra á Kalastöðum og Sigurður í Björk Grímsnesi.

1882-1823 Guðmundur Jónsson á Gerðum*

1825-1826 Einar Kristofersson í Brú*

1831-1852 Gísli Þorsteinsson Jónssonar í Hól og drukknaði á Stokkseyri 18. maí 1852 ásamt Þorsteini syni sínum. Kona hans var Oddný Jónsdóttir frá Stóra-Hrauni. Börn þeirra voru Anna í Starkaðarhúsum, Gróa vinnukona í Votmúla, Sóveig, Vilborg, Ástríður, Gísli vinnumaður í íragerði og Þorsteinn er fyrr er getið.

1852-1859 Hannes Jónsson í Grjótalæk*

1858-1870 Karel formaður Jónsson í Hvíld Egilssonar. Hann ætlaði til Ameríku en af ferðinni varð þó aldrei. Karel var jafnframt útistöðumaður við ýmsa sveitunga sína og átti gjarnan í málaþjarki. Kona hans var Guðríður Þorvarðsdóttir í Brattholti Hallgrímssonar. Börn þeirra voru Margrét, Jóhanna, Karolína í Þórðarkoti, Ingvar í Hvíld, drukknaði á Stokkseyri 1908, Gísli í Sjávargötu, drukknaði með bróðir sínum, Þorvarður, drukknaði á þilskipinu "Ingvari" í Viðey 1906.

1870-1872 Jóhannes Jónsson frá Björnskoti á Skeiðum, ættaður úr Leirársveit og Valgerður Andrésdóttir úr Mýrdal.

Flettingar í dag: 345
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220083
Samtals gestir: 28961
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:22:53