09.05.2019 23:36

Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950 / D-E

1.       Dalbær - Byggður 1899, þar bjuggu Jón Jónsson og Helga Þorsteinsdóttir úr Ytrihrepp. Bærinn fór í eiði 1940.

2.       Deild - Byggð árið 1901 af Jóhanni V Daníelssyni, síðar Kaupmanni á Eyrarbakka.

3.       Djúpidalur - Byggður árið 1891 af Jónasi íshúsverði Jónassyni frá Ranakoti*. Jónas var kallaður "drottinn minn" af Stokkseyringum. Nikulás Helgason keypti bæinn og þá kvað Magnús Teitsson: >Eignast fyrir aura val/ónýtt fúahreysi/Nikulás í Djúpadal/deyr úr iðjuleysi< En Jónas Flutti að Hellukoti í þurrabúð þar, og enn kvað Magnús Teitsson: >Ónýtt brúka orðaval/eru hvor í sínu sloti/Nikulás í Djúpadal/og "drottinn minn" í Hellukoti.< Nokkrum árum síðar keyptu hjón ofan af Skeiðum bæinn af Nikulási en urðu að segja sig á sveitina árið 1916 sökum fátæktar. Rifu Skeiðamenn þá Djúpadal og fluttu hjónin til sín.

4.       Eiríksbakki - Byggður 1902 af Eiríki Magnússyni frá Háfshól í Holtum. [Einn af Sjónarhólsbæjum og síðar sumarbústaður]

5.       Eiríkshús - Byggt árið 1898 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum. Hann seldi húsið Daníel Arnbjörnssyni og Eyjólfi Sigurðssyni, en þeir skírðu húsið Björgvin*

Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220054
Samtals gestir: 28953
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 09:38:04