01.05.2019 23:03

Lögbýli í Stokkseyrarhreppi

Í Landnámabók er getið um 8 jarðir í Stokkseyrarhreppi hinum síðari, sem byggst hafa á Landnáms og Söguöld: (röð eftir aldri)  

        I.          Stokkseyri - Hásteinn Atlason byggir. Tvíbílisjörð á 18. öld. Í eigu Jóns Ólafssonar sýslum. og Stokkseyringa og síðar ríkisjörð.

      II.           Stjörnusteinar -Ölvir Hásteinsson byggir. Í eigu Stokkseyringa

    III.            Traðarholt - Atli Hásteinsson byggir. Tvíbýlisjörð á 18. öld og í eigu Stokkseyringa

    IV.            Baugstaðir - Baugur leysingi. Tvíbýlisjörð frá 1775. Skálholtveldi eignast jörðina 1270-1788

      V.            Brattsholt - Brattur leysingi -Jörðin í eigu Stokkseyringa.

    VI.            Leiðólfsstaðir - Leiðólfur leysingi. Jörðin féll síðar undir Skálholtveldi til 1788

  VII.            Ásgautsstaðir - Ásgautur leysingi. Í eigu Jóns Ólafssonar sýslum. og Stokkseyringa.

VIII.            Hæringsstaðir  - Hæringur Þorgrímsson frá Traðarholti byggir árið 970. Skálholtsveldi eignast jörðina og heldur til 1788

 

Yngri lögbýli 10-12 öld

1.       Skipar - Féllu undir Skálholtveldi til 1788

2.       Hólar. Tvíbýlisjörð. Jörðin féll síðar undir Skálholtsveldi til 1788

3.       Holt. Jörðin í eigu Stokkseyringa.

4.       Tóftar - Skálholtsveldi eignast jörðina 1550 og heldur til 1788

5.       Kökkur  - Síðar Efri Kökkur og Syðri Kökkur (Brautartunga) Kakkarhjáleiga (Hoftún)

6.       Sel - Síðar Efra Sel og Syðra Sel. Stokkseyrarkirkja eignast jarðirnar, en síðan ríkið.

Flettingar í dag: 600
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229873
Samtals gestir: 29884
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 05:13:40