01.02.2012 01:05

"Dýrtíðin er sú kelling sem draga þarf tennurnar úr"

Spegillinn 1947. Teiknari óþekkturÞað er gömul saga og ný, að vandi þessarar þjóðar sé öðru fremur dýrtíð og verðbólga. Spurningin er kanski sú, hvort þetta sé hið "eðlilega" ástand sem tekur við eftir "hrunið" mikla? Dýrtíðin er valdur að margvíslegu böli í íslensku samfélagi, svo sem mikilli verðbólgu sem étur upp laun almmennings og gleypir kjarabætur launafólks  jafn harðan og þær berast í vasann. Ekki bætir úr skák háir skattar og gjöld ríkis og sveitarfélaga sem hirða sitt ríflega gjald svo snarlega að launamaðurinn fær það fé aldrei augum litið. Vöruverð í verslunum er orðið óboðlegt og er sama hvort heldur er um að ræða innlenda framleiðslu eða innflutta. Dýrtíðin dregur þannig mjög fljótt máttinn úr almenningi og veldur það dómínó-áhrifum fyrir  innlenda verslun, þjónustu og iðnað. Það er því einfallt reiknisdæmi að það borgar sig illa fyrir launafólk að lifa og starfa og jafnvel að fara í gröfina á Íslandi um þessar mundir. Smám saman mun dýrtíðin skapa aukið atvinnuleysi, hvort sem heldur ódulið, eða "dulið", (einkum vegna fólksflótta frá landinu sem nú þegar er orðinn það mikill að stjórnvöld  með einhverja sinnu, ættu að vera orðin mjög áhyggjufull hvað það varðar). Það versta er að sé ekkert að gert, mun dýrtíðin vaxa jafnt og þétt eins og illkynja æxli á þjóðarlíkamanum. Það er einnig gömul saga og ný.

Úr vandanum er aðeins til eitt ráð og er það svo gamalkunnugt að nútíma hagfræðingar hafa ekki "fattað" það enn. Þ.e. að lækka skatta, tolla, gjöld, og vexti. Afnema ýmsar vísitölutengingar og verðtryggingu. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að ganga í broddi fylkingar og verslun, iðnaður og þjónusta að ganga fast á eftir. E.tv. mun nútíma hagfræðingurinn segja "Þetta þýðir tap, tap,tap!" og má vissulega til sanns vegar færa, en aðeins til skamms tíma. Rétt eins og stingur af nál vítamínssprautunar í þjóðarlíkamann. Íslenskur almenningur er "mjólkurkúin" en það er til afar lítils að kreista úr henni þessa örfáa dropa fyrst ekki á að gefa henni neitt fóður, þá á endanum mun hún verslast upp blessunin. Sé "kúin" hinsvegar á góðum fóðrum, er eins víst að hún mjólki vel.

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219657
Samtals gestir: 28926
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 19:02:53