29.10.2011 23:04

"Best verður að fara til Brasilíu"

Þetta var viðkvæði á Eyrarbakka fyrir hart nær 150 árum en það átti þó eftir að breytast.

Maður er nefndur "William Wickmann, danskur að ætt. Hafði hann dvalið um 10 ár á Íslandi sem Washington Island Town Governmentverslunarþjónn, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði og á Eyrarbakka. Um haustið 1865 fór hann af íslandi áleiðis til Bandaríkjanna, og lenti hann í Milwaukee í Wisconsin-ríki. Hann átti þar ættingja, sem hann fór að vitja. "Wickmann þessi skrifaðist á við fyrrum húsbónda sinn, Guðmund. Tlhorgrimsen á Eyrarbakka  og lét hann í bréfum sínum vel yfir stöðu sinni i hinum nýja heimi. Hrósaði mjög landkostum, og meðal annars áleit hann að fiskurinn i Michigan-vatninu væri stór og óþrjótandi gullkista, sem ýmsar þjóðir ysu úr, og að Islendingar mundu hafa sama rétt og aðrir að seilast ofan í kistuna og fá sinn hlut. Vera kann nú, að Wickmann hafi séð björtu hliðina á sínu nýja heimkynni, og eins og ungum mönnum oft er hætt við, ekki gáð að skuggahliðinni, og þessvegna lofað landið, ef til vill um of. En bréf Williams til Guðmundar Thorgrímssens á Eyrarbakka varð öðrum hvatning til að feta í fótspor hans.

Árið 1870, þann 12. dag maímánaðar, fóru af Eyrarbakka þrír ungir menn til Vesturheims, voru þeir: Jón Gíslason (f.12.12.1849 í Kálfholti í Holtasveit) búðarsveinn við Lefolii-verslun, Guðmundur Guðmundsson (f .8.7.1840 á Litla-Hrauni) formaður á Eyrarbakka og Árni Guðmundsson ( fæddur að Gamlahliði á Álftanesi 24. október 1845.), vinnumaður hjá G. Thorgrímssen  en Jón Einarsson bættist við hópinn í Reykjavík. Hinn fyrst nefndi var forsprakkinn, og lánaði hann hinum tveimur síðast nefndu fé til fararinnar, en Guðmundur fór upp á sínar eigin spítur. Jón hafði tekið arf eftir föður sinn, sem hann hafði óskertan, svo hann stóð betur að vigi en flestir aðrir i þessari byggð til að fara af landi burt, og kom arfurinn honum nú að góðu haldi, og einnig þeim sem slógust í förina með honum.

Jón GíslasonHinn 12. maí lögðu þeir félagar á stað frá Eyrarbakka landveg til Reykjavíkur, og eftir fárra daga dvöl í höfuðborginni tóku þeir sér far með póstskipinu "Díana" til Kaupmannahafnar. Á meðan þeir stóðu við í Reykjavik, reyndu ýmsir að telja þá af að leggja út í þessa glæfraför. Einn var meira að segja fullvissaður um, að ef hann færi vestur, yrði hann étinn upp með húð og hári, en ef ske kynni að hann ekki lenti þar sem mannæturnar héldu til, yrði hann gerður að þræli-svertingja líkast til? En þeir  félagar héldu sinu striki og töku sér far með ,,Diönu", eins og áður er sagt, til höfuðstaðar Danmerkur. Skipið kom við í Færeyjum og Shetlandseyjum, og að endingu lagðist það við festar í Kaupmannahöfn. Þeir félagar stóðu þar við í 4 daga, og notuðu tímann til að hitta ýmsa landa sína þar og skoða hið markverðasta í þeirri fögru borg. Hinn 3. júni lögðu þeir á stað með gufuskipinu "Pacific" til Hull, og eftir að þar var lent, fóru þeir með járnbraut tíl Liverpool. Frá Liverpool fóru þeir á Allanlínu- skipinu "Austrian". Þeir fengu harða og langa útivist-sífelda storma af austri, og var sjógangurinn gríðarlegur, farþegar og farangur kastaðist til og frá í skipinu; tóku þá Eyrbekkingarnir það ráð, að skorða sig milli bekkja niður í skipinu og spiluðu  Vist  dag eftir dag sér til dægrastyttingar. Þeir lentu í Quebec 18. eða 19. júní. Þaðan fóru þeir áleiðis til Milwaukee, en höfðu svo miklar tafir á leiðinni, eins og títt er með vörulestum Guðmundur(freight trains) að þeir komu ekki til Milwaukee fyrr en þann 27. s. mán. Farbréf fyrir hvern kostaði 94 ríkisdali ríkismyntar frá Kaupmannahöfn til Milwaukee. Dvöldu þeir um tíma í Milwatrkee, en Jón fór um haustið til Washington Island og keypti þar land í félagi við William Wickmann, sem áður er getið. Létu þeir félagar þá höggva skóg á landi sínu, og bygðu-útskipunar bryggju o.fl.  Árið 1873 skiptu þeir eignum sínum, og fékk þá Jón mest af landinu, með húsum, en Wickmann bryggjuna, ásamt nokkrum ekrum af landinu. Jón giftist 1877 Ágústu dóttir Einars kaupmanns Bjarnasonar í Reykjavík. Jón setti upp verslun á Vashingtoneyju um það leiti.

Guðmundur var formaður á Bakkanum frá því hann var 19 ára gamall þangað til hann fór af landi burt vorið 1870. Hann réði sig til fiskimanna frá Milwaukee sumarlangt, en fór um haustið til Washington Island og stundaði þaðan fiskveiðar. Hann kvæntist 1875, Guðrúnu Ingvarsdóttir frá Mundakoti.

Móðir Guðmundar "Málfríður Kolbeinsdóttir" var hagyrt og hefur varðveist ein vísa eftir hana, sem er svo hljóðandi.

Gísli, Þórður, Guðmundur,

Geir, Jón, Þorsteinn, Mangi,

Jóhannes, Stefán, Hróbjartur,

jafnt þar sjást á gangi,

 

Úr Stokkseyrar ýta vör

einhver fæst til bollinn,

allir þeir á einum knör,

út á Danapollinn."

                      MK

 

(Danapollur var í Stokkseyrarlending)

Árni GuðmundssonÁrni fór 18 ára gamall austur á Eyrarbakka; gerðist vinnumaður hjá G. Thorgrimsen og var hjá honum í 4 ár. Fór síðan til Reykjavíkur, og lærði þar trésmíði hjá Jóhannesi Jónssyni snikkara. Fór hann að því búnu aftur austur á Eyrarbakka, til Thorgrimsens, og var þar vinnumaður og búðarmaður þangað tiil um vorið 1870, að hann fór með þeim félögum til Ameríku. Var hann að fiskiveiðum um sumarið með félaga sínum Guðmundi Guðmundssyni, og fór það haust til Washington eyju. Árið 1880 flutti hann sig til Andabon County í lowa, og var þar i 2 ár við smíðar. Kom aftur til eyjarinnar, og dvaldi þar síðan en giftist ekki.

Jón (f.ca 1850) var um nokkur ár vinnumaöur og meðreiðarmaður dr. Hjaltalíns (var hann því stundum kallaður Jón Hjaltalín). Eftir að hann fór vestur, stundaði hann flskiveiðar, fyrst í Milwaukee og svo á Washington eynni.

Næstu árin fóru margir Íslendingar vestur til Washingtoneyjar og voru allmargir Eyrbekkingar á  meðal þeirra:

1872. Fóru 14 manns af Eyrarbakka; af þeim lentu flestir á eynni. Þrjár persónur af þeim voru þar enn árið 1900: Olafur Hannesson, sonur Hannesar Sigurðssonar og konuhans Guðrúnar Jónsdóttur á Litluháeyri á Eyrarbakka; Árni Guðraundsen, sonur Þórðar kameráðs Guðmundsen, sem lengi var sýslumaður í Arnessýslu, og konu hans Jóhönnu A. Knudsen; og Guðrún Ingvarsdóttir, sem giftist Guðm Guðmundssyni, eins og áður er getið. Hinir aðrir, sem lentu þar úr þessum hóp. voru: séra Hans Thorgrimsen; Dr. Arnabjarni Sveinbjörnsson; Þovkell Árnason frá Eiði á Seltjarnarnesi; og Olafuv Guðmundsson, frá Arnarbæli, en þeir fóru þaðan aftur eftir lengri eða skemri dvöl.

1873. Teitur Teitsson, hafnsögumaður af Eyrarbakka; var faðir hans TeiturHelgason, einnig búsettur á Eyrarbakka. Hann fór þaðan alfarinn 1887, og flutti til Manitoba.

1881. Björn Vernharðsson, ættaður af Eyrarbakka. Fór frá Íslandi til Milwaukee 1873; var þar þar til hann kom til Washingtoneyjar. Hann varr föðurbróðii Björns kaupmanns Kristjánssonar í Reykjavík. Sagðist Björn vera kominn í beinan ættlegg í móðurætt af Þangbrandi biskupi, en í föðurættaf Agli Skallagrímssyni.

1884, Hannes Jónsson af Eyrarbakka, sonur Jóns Jónssonar á Skúmstöðum i Rangárv.sýslu, og konu hans Ragnhildar Vernharðsdóttur. Sigurður Sigurðsson af Eyrarbakka, ættaður frá Skammadal í Mýrdal.

1885. Þórður læknir Guðmundsson, bróðir Árna, sem áður er nefndur -Kom 13. ágúst það ár. Hann dó snögglega 29. janúar 1899.

 

1886. Magnús Jónsson Þórhallasonar, af Eyrarbakka, en móðir Magnúsar var Þórunn Gísladóttir frá Gröf í V.Skaftafelssýslu.

1887. Jón Þorhallason, tiésmiður, faðir Magnúsar. af Eyrarbakka. Jón er ættaður frá Mörk á Síðu, sonur Þórhalls Runólfssonar, sem lengi bjó þar. Bárður Nikulásson, Bárðarsonar Jónssonar, af Eyrarbakka, ættaður úr Skaftártungu: var móðir hans Sigríður Sigurðardóttir, frá Hvammi, Arnasonar frá Hrísnesi.

 

1888. Þorgeir Einarsson, ættaður af Eyrarbakka. Kom til Milwaukee 1873, en dvaldi i Racine og Walworth Counties í 15 ár. Faðir hans, Einar Vigfússon fór með honum. (Sigurður Jónsson, Arnasonar Magnússonar Beinteinssonar, ættaður úr Þorlákshöfn. Móðir hans var Þórunn Sigurðardöttir frá Skúmstöðum í Landeyjum, og voru því foreldrar hans bræðrabörn. Kom til Minneapolis frá Kaupmannahöfn 1885).

 

Heimild: Almanak Ólafs  S. Thorgeirssonar 1900. http://brim.123.is/blog/record/425257/  http://brim.123.is/blog/2010/02/24/436646/

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229370
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:28:05