20.08.2011 23:14

Aflabrögð 1958

Jóhann ÞorkellssonVetrarvertíðin 1958 hófst um miðjan janúar frá Eyrarbakka og reri einn bátur, Jóhann Þorkellsson á línu.  Hann aflað alls 21 lest í 11 róðrum, en í byrjun mars hófst netavertíðin og réru þá tveir bátar, mb. Jóhann Þorkellsson og mb. Helgi. Heildaraflinn á vertíðinni sem lauk 5. maí var 577 lestir hjá bátunum í 103 róðrum, þar af aflaði Jóhann Þorkelsson 312 lestir í 58 róðrum, en Helgi 265 lestir í 45 róðrum. Á humarvertíðinni  júní - ágúst réru fjórir bátar og var afli sæmilegur, eða um 20-30 smál. af humar og einnig nokkuð af ýmiskonar fiski.

Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219619
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 18:41:14