18.08.2011 23:07

Aflabrögð 1959

Helgi ÁR 10Vetrarvertíðina 1959 stunduðu tveir bátar netaveiðar frá Eyrarbakka , Jóhann Þorkellsson ÁR 24 og  Helgi ÁR 10. Bátarnir komust þó ekki til sjós að ráði fyrr en í mars vegna stöðugra ógæfta. Heildaraflinn á vertíðinni varð 212 lestir í 64 róðrum. Fjórir bátar hófu humarvertíðina á Bakkanum, en lengst af vertíðinni reru einungis tveir bátar. Afli var allgóður þegar gaf á sjó. Frá september til ársloka var engin útgerð stunduð frá Eyrarbakka.

Flettingar í dag: 2378
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1660
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 404437
Samtals gestir: 44010
Tölur uppfærðar: 18.4.2025 17:43:40