04.08.2011 23:32

Aflabrögð 1962

Eyrarbakki úr lofti
15.-31. janúar. Frá Eyrarbakka byrjuðu 2 bátar róðra með línu á vertíðinni sem hófst um miðjan janúar, en þar sem stöðugar ógæftir höfðu verið síðari hluta mánaðarins, fóru  bátarnir aðeins 3 róðra og öfluðu 12 lestir.

1.-15. febrúar.  Héðan reru 2 bátar með línu, gæftir voru alveg afleitar. Afli bátanna á tímabilinu var alls 10 lestir í 3 róðrum, þar af hafði  m/s Öðlingur 8 lestir í 2 róðrum.

16.-28. febrúar.  Héðan reru 2 bátar með línu, gæftir voru afleitar; varð aflinn á tímabilinu 29 lestri í 6 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni var í febrúarlok 51 lest í 12 róðrum, en var á sama tíma árið áður 107 lestir í 33 róðrum.

1-1 5 - marz. Af Bakkanum reru 3 bátar með net og voru gæftir góðar. Aflahæstir  bátar voru Öðlingur með 55 lestir í 9 róðrum og Jóhann Þorkellsson með 46 lestir í 9 róðrum.

16,-31. marz 1962. Héðan reru 3 bátar með net og voru gæftir ágætar. Aflinn á tímabilinu varð 375 lestir í 44 róðrum. Mestan afla í róðri fengu Björn þann 22. marz, 17.5 lestir og Öðlingur þann 29. marz, 17.5 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Öðlingur með 140 lestir í 16 róðrum.

1.-15. apríl. Héðan reru 3 bátar með net, gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu varð 193 lestir í 36 róðrum. Mestan afla í róðri fékk ms. Björn þann 10. apríl, 14 lestir. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Öðlingur með 79 lestir í 13 róðrum og Björn með  76 lestir í 12 róðrum.

16.- 30. apríl 1962. Héðan reru 3 bátar með net, gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu nam 209 lestum í 33 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Jóhann Þorkelsson með 83 lestir í 10 róðrum. Aflahæsti bátur í apríllok var ms. Öðlingur með 376 lestir í 58 róðrum.

Öðlingur ÁR 101-15. maí. Vertíðarlok.  Frá Eyrarbakka reru 3 bátar með net. Aflinn á tímabilinu varð 44 lestir í 13 róðrum. Aflahæsti báturinn á tímabilinu var m.s. Öðlingur með 16 lestir í 4 róðrum. Vertíðaraflinn varð 1008 lestir í 166 róðrum. Aflahæsti báturinn á vertíðinni var m.s. Öðlingur ÁR 10. Skipstjóri á Öðling var aflaklóin Sverrir Bjarnfinsson.

15. maí-30. júní 1962. Humarvertíð.  Héðan höfðu 2 bátar stundað humarveiðar og aflað að jafnaði 1.5-2.5 lestir í veiðiferð. Þá hóf 1 bátur dragnótaveiðar eftir miðjan júnímánuð, hafði  afli hans verið rýr eða um og yfir 1 lest í róðri.

1. júlí-31. ágúst 1962. Héðan reru 3 bátar á tímabilinu, þar af voru 2 bátar á humarveiðum, en 1 bátur með dragnót. Afli humarbátanna var 1-3 lestir í veiðiför, þar af var að jafnaði 2/5 hlutar humar. Aflinn á tímabilinu nam 195 lestum þar af aflaði .ms. Öðlingur 105 lestir en ms. Björn 90 lestir. Afli hjá dragnótabátnum ms. Jóhanni Þorkelssyni varð fremur rýr eða 86 lestir á tímabilinu.

1. september - 30. nóvember 1962. Héðan stundaði 1 bátur dragnótaveiðar framan af septembermánuði, hætti þá veiðum vegna aflatregðu.

desember. Engin sjósókn af Bakkanum í desember.

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229408
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:49:09