03.08.2011 23:33

Aflabrögð 1963

Bátar í slippnum 1964
1.-16. jan. 1963.
Af Bakkanum byrjuðu 2 bátar veiðar í janúar, var annar þeirra með línu, en hinn með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var 66 lestir í 16 róðrum, þar af hafði  ms. Öðlingur (lína) aflað 48 lestir í 13 róðrum.

16.-31.jan. 1963. Héðan reri 1 bátur m/s Öðlingur á tímabilinu, gæftir voru afleitar og fékk hann 14 lestir í 4 róðrum. Heildaraflinn í janúar varð 80 lestir í 20 róðrum hjá tveim bátum, þar af hafði m/s Öðlingur aflað 62 lestir í 17 róðrum.

Öðlingur1.-15. febrúar.  Héðan reru 2 bátar, var annar þeirra með línu, en hinn með botnvörpu. Gæftir voru slæmar. Aflinn á tímabilinu varð 24 lestir í 9 róðrum. Þar af var afli m/s Öðlings (lína) 21 lest í 7 róðrum.

16.-28. febrúar, 1963. Héðan reru 3 bátar með net, gæftir voru slæmar. Aflinn á tímabilinu var 129 lestir í 17 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Unnur með 65 lestir í 7 róðrum. Heildaraflinn í febrúar lok var 232 lestir í 44 róðrum. Aflahæsti bátur í febrúar lok var Öðlingur með 137 lestir í 32 róðrum.

1.-15. marz, 1963. Héðan réru 4 bátar með net,  gæftir  voru góðar og voru flest farnir 11 róðrar. Aflinn á tímabilinu varð 148 lestir í  38 róðrum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Unnur með 51 lest í 11 róðrum og Öðlingur  með 50 les tir í 11 róðrum.

16.-31. marz, 1963. Héðan réru 4 bátar með net, gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu varð 342 lestir í 49 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Unnur með 133 lestir í 15 róðrum.

1.-15. apríl 1963. Héðan réru 3 bátar með net, gæftir voru sæmilegar. Aflinn á tímabilinu varð 487 lestir í 31 róðri. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Unnur  með 204 lestir í 11 róðrum og  Öðlingur  með  160 lestir í 9 róðrum.

Björninn í slippnum16.-30. apríl 1963. Héðan réru 3 bátar með net og 1 með botnvörpu. Gæftir voru fremu r góðar.  Aflinn a tímabilinu varð 224 lestir í 30 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilnu var Unnur með 112 lestir í 13 róðrum. Heildaraflinn í apríllok var 1.433 lestir í 189 róðrum. Aflahæstu bátar í apríl lok voru Unnur með 585 lestir í 62 róðrum og Öðlingur með 458 lestir í 68 róðrum.

1.-15. maí, 1963. Vertíðarlok.  Frá Eyrarbakka réru 3 bátar með net. Gæftir voru fremur slæmar. Aflinn á tímabilinu varð alls 103 lestir í 13 róðrum.  Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Unnur og Jóhann Þorkelsson,  voru báðir bátar með 44 lestir í 5 róðrum. Vertíð lauk þann 10. maí og varð vertíðaraflinn 1.535 lestir í 206 róðrum hjá 4 bátum. Meðalafli í róðri varð 7,45 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru:  Unnur með 629 lestir í 67 róðrum og Öðlingur með 458 lestir í 68 róðrum.

15. mai-15. júlí 1963. Héðan höfðu 3 bátar stundað humarveiðar frá júníbyrjun. Gæftir voru góðar og afli allgóður,  var heildaraflinn á tímabilinu um 225 lestir þar af var um 50-60% aflans humar.

15. júlí til 31. ágúst.  Þrír bátar stunduðu humarveiðar. Aflinn á tímabilinu var um 100 lestir, þar af um 30% humar.

september.  Héðan stunduðu 3 bátar humarveiðar til 15. september. Gæftir voru fremur óhagstæðar, aflinn á tímabilnu varð 23 lestir, þar af 7 lestir humar.

oktober. Ekkert var róið af Bakkanum í oktober,

nóvember 1963. Héðan stundaði 1 bátur togveiðar, en gæftir voru slæmar; varð aflin á tímabilinu 30 lestir í 5 veiðiferðum.

desember 1963. Ekkert var róið.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219564
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 17:57:52