03.08.2011 00:08

Tíðarfarið í júlí

Mánuðurinn hófst með brakandi þurki Sunnanlands  með  hlýindum og var oft á tíðum  um 20 stiga hiti hér á Bakkanum.  Létt hafgola lék við stöndina flesta daga um hádegisbil  og fram til nóns á fyrri hluta mánaðarins. Bændur nýttu sér þurkinn og hvítar rúllur hrönnuðust upp eins og risavaxnar gorkúlur um allan Flóann. Öskufok gerði þann 23. en síðan tók veðurfarið að sveiflast til verri vegar.  Hvassviðri gerði þann 26. en síðan tók við súldarloft og suddi fram til loka.

Nánar: Veðurklúbburinn Andvari.

Flettingar í dag: 393
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 156165
Samtals gestir: 18442
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 13:39:37