10.04.2011 23:13

Hvellurinn

Mörkin fuku á íþróttavellinum
33 m/sÞað gekk á með vitlausu veðri um suðvesturhornið í dag, en hér í grend var einna hvassast á Hellisheiði, en þar fóru hviður yfir 40 m/s, einnig var mikið hvassviðri í Grímsnesinu og Svínavatn rauk út í veður og vind. Á Bakkanum var sunnan stormur um tíma síðdegis og náði vindhraðinn í hviðum mest 33 m/s, en sumstaðar þó hægari inn í þorpinu. Þessu fylgdi mikið brim sem fór vaxandi eftir því sem á kvöldið leið. Væntanlega mun verða stórveltubrim næstu tvo daga í kjölfarið og svo áfram út vikuna samfara éljaveðri. Um næstu helgi mun líklega bæta heldur betur í brimið á Bakkanum og hugsanlega mesta skemtun til áhorfs ef byrtir til.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219564
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 17:57:52