15.03.2011 01:19

Barningur og björgun við "Þyril"

Oft getur brimað án fyrirvara á BakkanumLaugardaginn 12 apríl 1890 réru 7 skip af Eyrarbakka. Brim var mikið er leið á daginn og versnandi sjór. Skip Sigurðar Gíslasonar og Magnúsar í Sölkutóft Magnússonar (Hús-Mánga) lögðu fyrst á sundið og komust þau heilu og höldnu. Jón Jónsson frá Fit (trésmiður í Garðbæ og formaður) lagði þá á sund það sem Rifsós heitir, en áður enn hann komst innfyrir tóku sig upp sjóir hver eftir annan fast aftan við skut og féllu inn í það svo skipið fyllti, en hann var þá við sker það sem "Þyrill" kallast. Nokkrir skipverjar skoluðust útbyrðis en þeim tókst að synda að því og hanga á byrðingnum. Jón sat undir stýri og hélt skipinu í stefnu þar til hjálp barst.

 Skip Magnúsar (Magnús var formaður fyrir róðraskipi Lefolii verslunar) hafði stuttu áður verið komið inn úr sundinu, en þegar skipverjar sáu hvað hafði borið við hjá Jóni, sneri Magnús skipi sínu til móts við hann og tókst með snarræði og mikilli dirfsku í beljandi brimgarðinum að bjarga 8 mönnum af skipi Jóns, en ekkert sást þá til tveggja manna af þeim sem fallið höfðu úrbyrðis (Guðmundur Árnason Rauðnefsstöðum og Jónas Einarsson skottumaður (Lausamaður)). Annað skip (sennilega skip Sigurðar Gíslasonar) lagði frá landi til að leita þeirra sem saknað var, en mennirnir fundust ekki. Einn skipverja sem bjargað var um borð í skip Magnúsar reyndist illa haldinn (Eiríkur gullsmiður Arinbjarnarsson) og lét þá Magnús róa allt hvað af tók til lands, en þá var maðurinn andaður. Lifgunartilraunir voru gerðar eftir ráðum P.Nielsens verslunarstjóra og Guðmundar Ísleifssonar kaupmanns, en án árangurs. Síðar um daginn sótti Magnús skip Jóns og dró til lands. Einnig fannst farviður skipsins (ílát undir beitu, lóð ofl.) að mestu. Hin skipin fjögur sem réru þennan dag, hleyptu til þorlákshafnar og lentu þar kl.7 um kvöldið.

Bjargvætturinn Hús-Magnús,

Heimild: Saga Stokkseyrar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219589
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 18:19:47