13.03.2011 00:50

Hafnsögumenn

Vonin, Njáll og Svend á ytrihöfninniÞað þótti heiðursstarf að vera "lóðs" á Eyrarbakka í þá tíð sem kölluð hefur verið "skútuöld". Það voru jafnan tveir til þrír menn sem gengdu þessu starfi á hverjum tíma. Árið 1754 voru laun hafnsögumanna, sómasamleg föt og 80 skildingar á viku á meðan skip voru á legunni. Hlutverk þeirra var að "lóðsa" skipin inn og út um sundið og báru þeir ábyrgð á að festur væru tryggar á legunni, stjórnuðu öllum tilfærslum í höfninni og voru nokkurskonar yfirvald á meðan skipin lágu fyrir.

Eftirtaldir Eyrbekkingar gengdu þessu starfi:

1754 Tómas Þorsteinsson og Heller.

1764 Bjarni Magnússon og Jón Bjarnason.

1776 Jón Bjarnason (lóðs í 17 ár) og Bjarni Jónsson á Skúmstöðum.

1785 Jón Jónsson í Eyvakoti og Jón Magnússon í Mundakoti.

1794 Kristján Bergson í Garðinum og Jón Bjarnason á Litlu-Háeyri.

1826 Helgi Vernharðsson og Guðmundur Þórðarsson á Skúmstöðum.

1831 Vernharður Helgason og Guðmundur Þórðarsson á Skúmstöðum.

1867 Ólafur Teitsson í Einarshöfn og Vernharður Helgason.

1887 Magnús Ormsson í Einarshöfn og Ólafur Teitsson og Sigurður Teitsson.

1899 Jón Sigurðsson í Túni og Ólafur Teitsson og Magnús Ormsson.

1900 Árni Helgason Akri og Jón Sigurðsson í Túni.


Á Stokkseyri voru hafnsögumenn undir lok skútualdar "Jónarnir fjórir".

Jón Sturlaugsson, Jón Jónsson, Jón Grímsson og Jón Adólfsson.


Heimild: Austantórur, Saga Stokkseyrar.

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219657
Samtals gestir: 28926
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 19:02:53