06.03.2011 01:17

Stína í Koti og Þórey gamla

VesturbúðirnarÞær stöllur Kristín í Norðurkoti og Þórey gamla í Eyvakoti Guðmundsdóttir, höfðu þau forréttindi að meiga fyrstar opna glervörukörfurnar í Vesturbúð, þá er skip hafði komið. Máttu þær velja það sem þær gátu komist yfir og keypt. Kerlingar þessar riðu um Sunnlenskar sveitir og gáfu völdum frúm og bændakonum þessi djásn, ásamt orlofskökum, silkihandalínum, svuntu og peisufataefnum í skiptum fyrir ýmsa bændavörur. Þær nutu þessara forréttinda til margra ára, enda leit verslunin á þetta framtak sem bestu auglýsinguna sína.

Heimild: Austantórur.

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 517231
Samtals gestir: 49436
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 00:20:03