03.03.2011 01:10
Góutungl kviknar í dag
Nýtt góutungl mun kvikna í dag, en þessi síðasti vetrarmánuður er nú um það bil hálfnaður (Góa 20. febr.) Góuþrællinn er 20. mars og einmánuður hefst 21. á Heitdaginn.
Hér er gömul vísa eftir ókunnan höfund um fyrstu mánuði ársins:
Þorri og Góa, grálynd hjú,
gátu son og dóttur eina.
Einmánuð sem bætti ei bú
og blíða Hörpu að sjá og reyna.
Um góu og einmánuð er sagt " Góður skildi fyrsti dagur góu, annar og þriðji, þá mun einmánuður góður vera". Þessir dagar voru frostlausir með allt að 9 stiga hita en nokkuð blautur sá þriðji.