01.03.2011 00:59

Tiðarfarið

Suðvestanáttin er leiðilegasta vindáttin á Bakkanum, enda stendur hún beint af hafi og hefur hún ráðið að undanförnu með hagli eða slydduéljum og hvössum rokum. En mánuðurinn byrjaði hinsvegar með fannfergi sem stóð þó stutt. Jafnfallin snjór náði allt að 40 cm og mátti Finn á ýtunni hafa sig allan við. Þá bætti í frostið sem komst í - 15°C þann 7. febrúar sem er allmiklu meira frost en fyrir ári og dælur urðu að svellum. Eftir það tók að hlýna og var mestur hiti 8° C þann 20. sem er litlu lægra en 2010. Þrisvar fengum við storma, sem þó ollu engum skakkaföllum. Mesta sólarhrings úrkoma í mánuðinum var 22 mm sem er svipað og í sama mánuði í fyrra. Brim hefur verið nokkuð allan mánuðinn og einna mest síðustu daga. Hefði útræði verið enn við lýði, þá myndu menn tala um gæftarleysið þessa dagana.

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219672
Samtals gestir: 28926
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 19:24:00